Páleyju óheimilt að gera Aðalstein að sakborningi Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2022 14:23 Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar lagði Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra og aðstoðarsaksóknara Eyþór Þorbergsson fyrir héraðsdómi Norðurlands eystra. vísir/egill/vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað í máli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns á Stundinni en hann kærði þá ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra að gera hann í sakborningi í máli sem snýr að eitrun og stuldi á síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja. Niðurstaða dómarans er að Páleyju Borgþórsdóttur lögreglustjóra hafi verið það óheimilt. Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira
Eins og fram hefur komið hafa fjórir blaðamenn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins. Þeir eru grunaðir um brot gegn 228. og 229. grein almennra hegningarlaga sem snýr að friðhelgi einkalífs og eru með réttarstöðu sakborninga í málinu. Blaðamaður ekki brotlegur við það eitt að taka við gögnum Vísir hefur fjallað ítarlega um málið og birt greinargerðina sem saksóknarinn Eyþór Þorbergsson lagði fram við málflutninginn. Stundin greinir frá málinu nú rétt í þessu og vitnar í niðurstöðu dómsins sem fjölmiðillinn hefur vitaskuld undir höndum. Þar sem segir að blaðamaður verði ekki talinn brotlegur við 228. gr. og/eða 229. gr. almennra hegningarlaga „fyrir það eitt að móttaka og sjá viðkvæm persónuleg gögn sem ekki varða almenning, enda er það þáttur í starfi blaðamanna að móttaka ýmis gögn og ábendingar sem þeir meta hvort eigi erindi við almenning.“ Þá segir einnig að slíkt verði einnig að teljast eiga við almennt; að það eitt að einhver móttaki og opni gögn sem dreift í óþökk þess sem þau varðar sé ekki refsivert athæfi. Blaðamaður sakborningur vegna atriða ótengd kæruefni Í dómnum er reifað að af gögnum sem lögð voru fram verði ekki ráðið að brotaþoli, Páll Steingrímsson, hafi leitað til lögreglu vegna þeirra persónulegu myndbanda sem lögreglan vísar til að séu ástæða þess að Aðalsteinn fékk stöðu sakbornings. „Ekki er um það deilt í málinu að þær fréttir sem blaðamenn, þar á meðal sóknaraðili, unnu upp úr gögnum úr síma brotaþola hafi átt erindi við almenning og sætir sú háttsemi ekki rannsókn lögreglu. Í þeirri umfjöllun var ekkert fjallað um þessi myndbönd eða önnur persónuleg málefni brotaþola.“ Stundin ræðir við Gunnar Inga Jóhannsson, lögmann Aðalsteins, sem segir niðurstöðu dómsins í takti við sitt upplegg: „Staðfesting á því að málatilbúnaður lögreglu á hendur blaðamönnum er reistur á sandi. Og staðfesting á þeirri afdráttarlausu réttarvernd sem blaðamenn njóta lögum samkvæmt. Sú vernd er virt. Fullyrðingar sem komið hafa fram, meðal annars frá ráðamönnum, um að eitthvað annað og meira búi að baki voru og eru tilhæfulausar,“ segir Gunnar Ingi í samtali við Stundina. Uppfært: 14:30 Úrskurðinn í heild sinni má sjá hér neðar í tengdum skjölum. Tengd skjöl Úrskurður_R-32_2022PDF203KBSækja skjal
Dómsmál Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglan Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Sjá meira