Telur hugsanlegt að um 70% landsmanna hafi smitast Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. mars 2022 14:24 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækir segir mikilvægt að fólk átti sig á að COVID-19 sé enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi og að mikilvægt sé að tefja úbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áætlar að fjöldi þeirra sem hafi smitast af kórónuveirunni sé um tvöfalt meiri en hafi formlega greinst sýktur. Hugsanlegt sé að um 70% landsmanna hafi nú þegar smitast af COVID-19. Þess vegna sé ekki óvarlegt að ætla að hámarki faraldursins verði náð innan tveggja til þriggja vikna og að í framhaldi af því fari nýgreiningum að fækka. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Þórólfur skrifar og birtir á COVID.is. Þórólfur segir að veiran sé í mikilli útbreiðslu þessa dagana. Hann vill halda því til haga að þrátt fyrir að heildarfjöldi tekinna sýna í samfélaginu hafi fækkað þýði það ekki að daglegum smitum hafi fækkað. Þórólfur segir álagið í heilbrigðiskerfinu vera mikið. „Á Landspítala leggjast nú inn um 10 einstaklingar daglega með eða vegna COVID-19 en heldur færri útskrifast. Í dag liggja inn á spítalanum 55 manns með/vegna sjúkdómsins og þar af þrír á gjörgæsludeild, allir á öndunarvél.“ Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sjö inniliggjandi með sjúkdóminn og þar af er einn á gjörgæsludeild í öndunarvél. „Þannig er COVID-19 ennþá að valda alvarlegum veikindum þó þau séu hlutfallslega fátíðari en í fyrri bylgjum faraldursins.“ Fólk þurfi að átta sig á að COVID-19 sé enn alvarlegt vandamál Hann segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að COVID-19 sé á þessum tímapunkti enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi þrátt fyrir að opinberum sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu hafi verið aflétt. „Því eru allir hvattir til að viðhafa áfram einstaklingsbundnar sóttvarnir sem miða að því að tefja útbreiðslu COVID-19 og þar með koma í veg fyrir óviðráðanlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum pistli sem Þórólfur skrifar og birtir á COVID.is. Þórólfur segir að veiran sé í mikilli útbreiðslu þessa dagana. Hann vill halda því til haga að þrátt fyrir að heildarfjöldi tekinna sýna í samfélaginu hafi fækkað þýði það ekki að daglegum smitum hafi fækkað. Þórólfur segir álagið í heilbrigðiskerfinu vera mikið. „Á Landspítala leggjast nú inn um 10 einstaklingar daglega með eða vegna COVID-19 en heldur færri útskrifast. Í dag liggja inn á spítalanum 55 manns með/vegna sjúkdómsins og þar af þrír á gjörgæsludeild, allir á öndunarvél.“ Á sjúkrahúsinu á Akureyri eru nú sjö inniliggjandi með sjúkdóminn og þar af er einn á gjörgæsludeild í öndunarvél. „Þannig er COVID-19 ennþá að valda alvarlegum veikindum þó þau séu hlutfallslega fátíðari en í fyrri bylgjum faraldursins.“ Fólk þurfi að átta sig á að COVID-19 sé enn alvarlegt vandamál Hann segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að COVID-19 sé á þessum tímapunkti enn stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi þrátt fyrir að opinberum sóttvarnaráðstöfunum í samfélaginu hafi verið aflétt. „Því eru allir hvattir til að viðhafa áfram einstaklingsbundnar sóttvarnir sem miða að því að tefja útbreiðslu COVID-19 og þar með koma í veg fyrir óviðráðanlegt álag á heilbrigðiskerfi okkar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Sjúkrahúsið á Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38 3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Leiðbeiningar Þórólfs til landsmanna á afléttingardegi Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gaf í morgun út leiðbeiningar til almennings í tilefni af því að öllum takmörkunum vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var aflétt bæði innanlands og á landamærum. 25. febrúar 2022 10:38
3.367 greindust innanlands í gær 3.367 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim greindust 3.215 í hraðprófum og 152 í PCR-prófi. 1. mars 2022 12:10