Enn úr leik eftir höfuðskot gegn Dönum: „Lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 07:31 Adam Thorstensen er enn að glíma við afleiðingar höfuðhöggs í byrjun nóvember. Stöð 2 Markvörðurinn ungi og efnilegi Adam Thorstensen hefur ekki getað spilað handbolta í fjóra mánuði eftir að hann fékk skot í höfuðið í leik gegn Danmörku með U20-landsliði Íslands. „Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður. Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira
„Enn þann dag í dag á ég erfitt með að vera í sterku ljósi og hljóð geta líka verið erfið. Þetta er því búið að vera basl,“ segir Adam í viðtali sem sjá má hér að neðan. Adam er annar markvörður handknattleiksliðs Stjörnunnar sem glímt hefur við afleiðingar höfuðhöggs í vetur því eins og fjallað var um á Vísi fyrr í vikunni er Brynjar Darri Baldursson hættur í handbolta eftir skot í höfuðið í leik gegn KA. Adam fékk sitt högg í Danmörku í byrjun nóvember og varð svo ljóst í næsta leik með Stjörnunni, gegn Gróttu 10. nóvember, að ekki væri allt með felldu: „Ég reyndi að klára leikinn og talaði svo við sjúkraþjálfara eftir það, og svo kom í ljós í tékki að jafnvægisskynið væri alveg farið og að þetta liti ekki nógu vel út Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið og hundrað prósent ekki það síðasta [sem Adam fær skot í höfuðið]. En þetta er alvarlegasta skotið sem maður hefur fengið í sig, það er á hreinu,“ segir Adam sem er í endurhæfingu en veit lítið um það hvenær hann gæti spilað aftur handboltaleik. Klippa: Adam glímir við höfuðmeiðsli Prófin koma enn illa út „Þetta er búið að vera þreytt. Fyrstu mánuðirnir voru erfiðastir, þegar maður mátti ekki gera neitt. Varla horfa á sjónvarpið. Maður lá bara uppi í rúmi með dregið fyrir, ljósfælinn og helvíti þunglyndur næstum því. Eftir að maður gat byrjað að æfa hefur þetta gengið betur og svo þarf maður bara að vera duglegur og vera tilbúinn þegar kallið kemur,“ segir Adam sem er farinn að geta mætt í ræktina og vonast til að mega byrja að æfa handbolta eftir 2-3 vikur, með það í huga að spila með Stjörnunni í úrslitakeppni Olís-deildarinnar í vor. „Það er enn eitthvað í land. Ég er enn að koma illa út úr augnatestum og þannig. Það er því enn eitthvað í að ég byrji að spila. Ég fæ aldrei nákvæma dagsetningu þannig að ég tek bara einn dag í einu,“ segir þessi 19 ára gamli markvörður.
Olís-deild karla Stjarnan Handbolti Mest lesið Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Enski boltinn Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Fótbolti Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Körfubolti Söguleg stund þegar tvær íslenskar stelpur komust á sama verðlaunapall Sport Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Enski boltinn Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Íslenski boltinn Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Enski boltinn Líkir Real Madrid við Donald Trump Fótbolti Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Golf Steinunn Anna og Rökkvi byrja best Sport Fleiri fréttir ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Misjöfn úrslit hjá Íslendingunum í Evrópudeildinni Hafnfirðingar stóðu í Svíunum Uppgjörið: Valur - Melsungen 28-33 | Héldu í við þýska toppliðið Spenntur fyrir Valsleiknum: „Býst við að margir frá Selfossi og úr fjölskyldunni mæti“ Krukkuðu í handboltaheila Ásbjörns fyrir leikinn gegn Sävehof „Elvar er einn mesti stríðsmaður sem við eigum“ Haukar mæta liði í 5.000 kílómetra fjarlægð: „Rándýrt og erfitt“ Ein sú besta ólétt Ómar Ingi markahæstur í stórsigri Magdeburg Íslendingalið Gummersbach marði botnliðið Sterkur sigur stelpnanna á Selfossi KA enn á botninum eftir tap í Eyjum Haukar unnu Hanana öðru sinni og eru komnir áfram „Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Uppgjörið: Ísland - Pólland 30-24 | Frábærar íslenskar stelpur lofa góðu fyrir EM Valsmenn náðu að jafna í lokin Einar Bragi fékk rautt spjald en liðið hans vann Guðmundur Bragi og félagar í stuði í seinni Íslensku landsliðsmennirnir hvíldir eftir átökin í Meistaradeildinni í vikunni Dana Björg leikur fyrsta landsleikinn en Sandra hvílir Afturelding á toppinn og Grótta tapar enn Sjá meira