Lífið

Eva er með gat í gólfinu fyrir óhreina þvottinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva hugsar í lausnum. 
Eva hugsar í lausnum. 

Eva Jóhannsdóttir lét útbúa gat í gólfið fyrir þvottinn niður í þvottahús og fékk Vala Matt að sjá afraksturinn í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld.

Eins og áhorfendur Íslands í dag vita þá er alltaf gaman að sjá óvenjulegar lausnir heima hjá fólki. 

Og myndlistarkonan Eva býr í flottu húsi á tveimur hæðum þar sem hún til dæmis lét gera gat úr innréttingunni og í gólfið á baðinu á efri hæðinni þannig að hægt væri að henda óhreinum þvotti beint niður í þvottahúsið á neðri hæðinni.

Beint í óhreinataus körfuna. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og skoðaði nokkrar sniðugar lausnir heima hjá Evu og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Með gat í gólfinu fyrir óhreina þvottinn





Fleiri fréttir

Sjá meira


×