Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2022 08:12 Rússar gætu átt von á fimmtán ára fangelsisvist segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu í Úkraínu. Getty/Russian State Duma Rússar eiga yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist gerist þeir sekir um að flytja falsfréttir um stríð þeirra í Úkraínu. Þetta samþykkti neðri deild rússneska þingsins einróma í morgun. Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022 Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Þriðja umræða um frumvarpið fór fram í rússneska þinginu í morgun áður en hún var svo samþykkt. Samkvæmt þessum nýju lögum gætu Rússar átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsisvist dreifi þeir falsfréttum, sem hafi alvarleg áhrif, af innrás Rússa í Úkraínu. Fréttastofa Reuters greinir frá samþykktinni. Russian Duma passes a law criminalizing distribution of fake news about the Russian military with up to 15 years in prison.Calling for people to attend anti-war protests in Russia will now carry a penalty of up to 5 years in prison.Repression in Russia accelerating rapidly — Dmitri Alperovitch (@DAlperovitch) March 4, 2022 Rússar mega nú hvorki tala um stríðið sem stríð, innrás eða áras, enda vilja rússnesk stjórnvöld meina að um „sértækja hernaðaraðgerð“ sé að ræða til þess að koma stjórnvöldum, sem hylmi yfir nasista og dópista, frá völdum. Þá sé hernaðaraðgerðin auk þess til þess gerð að stöðva þjóðarmorðið sem úkraínsk stjórnvöld hafi framið á íbúum austurhéraða Úkraínu undanfarin ár. Það ber að taka fram að engar haldbærar sannanir liggja fyrir um þessar ásakanir Rússa. Í gær var fjölmiðlum í Rússlandi lokað fyrir að fylgja ekki skipunum frá Kreml um umfjöllun um innrás Rússlands í Úkraínu og margir rússneskir blaðamenn hafa nú yfirgefið landið. Þar á meðal eru erlendir blaðamenn sem segja mikla óreiðu á landamærum Rússlands. Sögusagnir hafa verið á kreiki um það að Vladimír Pútín Rússlandsforseti ætli að setja herlög og loka landamærunum. Þá óttast fólk að vera kvatt í herinn og þvingað til að taka þátt í hernaði. I've lived & reported in Russia for more than 10 years & have seen people get kicked out of the country. But this was the 1st time there seemed to be a real risk of being kept in it. (Though you'd hope foreigners would be allowed to slide) https://t.co/JxF9NHNTif— Alec Luhn (@ASLuhn) March 3, 2022 Þá hafa rússneskir þingmenn lagt fram frumvarp sem snýr að því að þvinga fólk, sem hefur verið handtekið fyrir að mótmæla innrásinni í Úkraínu, í rússneska herinn. Þingmennirnir sem lögðu fram frumvarpið tilheyra minnihluta í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins. Kevin Rothrock blaðamaður sagðist í gær telja ólíklegt að tillagan verði samþykkt. Þess í stað sé frumvarpinu ætlað að hræða rússneskan almenning og koma í veg fyrir mótmæli gegn innrásinni. A note of caution here: The draft legislation about conscripting anti-war protesters was introduced by minority party deputies. Informed people say this is a scare tactic by the authorities that’s unlikely to pass. I, for one, would be scared. https://t.co/KdGprG09Hj— Kevin Rothrock (@KevinRothrock) March 3, 2022
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira