Heiðarleiki eða stéttarsvik? Bergur Þorkelsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 4. mars 2022 11:01 Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Sjávarútvegur Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Um þessar mundir fara fram kosningar til formanns VM, félags vélstjóra og málmtæknimanna. Við sem formenn tveggja stéttarfélaga sjómanna getum ekki annað en skrifað nokkur orð um þann formannsslag sem núna er í gangi. Við undirritaðir erum sannfærðir um að til þess að ná sem bestum samningum fyrir sjómenn þurfa sjómannafélögin að standa saman. Núna eru lausir kjarasamningar og sjómannafélögin hafa unnið náið og vel saman og er það að öðrum ólöstuðum að miklu leyti Guðmundi Helga, núverandi formanni VM, að þakka. Hann hefur með lagni náð að kalla saman öll félögin að borðinu, Guðmundur er tilbúinn að hlusta á sjónarmið allra og er fyrst og fremst mikill baráttumaður fyrir kjörum sinna manna. Viljum við því hvetja félagsmenn VM til þess að fylkja sér að baki núverandi formanni. Sterkt umboð til hans mun styrkja okkur við kjarasamningaborðið – um það erum við sannfærðir. Guðmundur fyrrverandi Annar af mótframbjóðendum Guðmundar Helga er fyrrverandi formaður VM Guðmundur Ragnarsson, en undirritaðir unnu báðir með honum í síðustu kjarasamningum. Það er okkar reynsla að Guðmundur Ragnarsson er ekki maður sátta, erfitt sé að taka mark á því sem hann segir, og oft og tíðum var hann hallur undir málflutning útgerðarmanna. Það kom svo í ljós fyrir rúmum þremur árum að Guðmundur Ragnarsson er bæði óheiðarlegur og ekki síst stéttarsvikari þegar hann réð sig í vinnu til Guðmundar í Brim og átti að selja stéttarfélögum sjómanna þá hugmynd að lækka laun frystitogarasjómanna. Um þetta höfum við gögn þarsem kemur m.a fram að lækka þurfi launahlutfall áhafna úr 38-43% í 30-32%. Auðvitað vísuðum við þessum hugmyndum Guðmundar til föðurhúsanna en höfum jafnframt áhyggjur af því að maður eins og hann gæti komist til áhrifa aftur hjá stéttarfélagi sjómanna. Maður sem finnst það frábær hugmynd að lækka laun sjómanna um 30% á hvert veitt kg. Við skrifum þessi orð þar sem okkur finnst mikilvægt fyrir félagsmenn VM að vita hvaða valkosti þeir standa frammi fyrir. Einar Hannes Harðarson er formaður sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur. Bergur Þorkelsson er formaður sjómannafélag Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun