Handbolti

Gummi Gumm valdi landsliðshóp

Sindri Sverrisson skrifar
Strákarnir okkar koma saman til æfinga í þessum mánuði eftir frábæra frammistöðu á EM í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti eftir að hafa rétt misst af sæti í undanúrslitum.
Strákarnir okkar koma saman til æfinga í þessum mánuði eftir frábæra frammistöðu á EM í janúar þar sem Ísland endaði í 6. sæti eftir að hafa rétt misst af sæti í undanúrslitum. Getty/Sanjin Strukic

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið 21 leikmann til æfinga á Íslandi í alþjóðlegri landsliðsviku dagana 14.-20. mars.

Núgildandi samningur Guðmundar sem landsliðsþjálfara gildir fram á sumar en forráðamenn HSÍ hafa átt í viðræðum við hann um framlengingu. Ekki liggur þó enn fyrir hvort Guðmundur verður lengur með liðið.

Það breytir því ekki að HSÍ sendi frá sér tilkynningu í dag um æfingahóp sem Guðmundur hefur valið. Æfingarnar verða nýttar til undirbúnings fyrir umspilsleikina í apríl, um sæti á næsta stórmóti sem er HM í Póllandi og Svíþjóð í byrjun næsta árs. Ísland mætir annað hvort Austurríki eða Eistlandi í umspilinu.

Haukur, Daníel og Óðinn koma inn

Æfingahópurinn er að mestu skipaður leikmönnum sem fóru á Evrópumótið í Ungverjalandi í janúar, annað hvort fyrir mót eða þegar leið á mótið. Við þann hóp bætast þó Selfyssingurinn Haukur Þrastarson, leikmaður Vive Kielce í Póllandi, markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson úr Guif, og Óðinn Þór Ríkharðsson hornamaður KA.

Á meðal leikmanna sem ekki verða með að þessu sinni eru Ólafur Guðmundsson, Ágúst Elí Björgvinsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson. Ólafur og Sigvaldi hafa glímt við meiðsli undanfarið.

Landsliðshópurinn sem æfir á Íslandi 14.-20. mars:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson, Valur (240/16)

Daníel Freyr Andrésson, GUIF (2/0)

Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndball (33/1)

Aðrir leikmenn:

Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78)

Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (156/600)

Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (87/257)

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, Skövde (0/0)

Daníel Þór Ingason, Bailingen-Weilstetten (36/11)

Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (19/23)

Elvar Ásgeirsson, Nancy (5/12)

Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (51/132)

Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63)

Haukur Þrastarson, Vive Tauron Kielve (20/22)

Janus Daði Smárason, Fisch Auf Göppingen (54/81)

Kristján Örn Kristjánsson, Pays d´Aix Universite Club (19/19)

Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (9/9)

Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44)

Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (64/209)

Teitur Örn Einarsson, Flensburg (27/26)

Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (29/68)

Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Necker Löwen (60/31)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×