Hættir sem framkvæmdastjóri hjá Play og einbeitir sér að fluginu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2022 16:14 Arnar Már Magnússon gegndi stöðu forstjóra Play þegar flugfélagið var kynnt til leiks. Vísir/Vilhelm Guðni Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play. Guðni tekur við sem framkvæmdastjóri af Arnari Má Magnússyni, einum af stofnendum Play. Þetta kemur fram í tilkynningu Play til Kauphallar. „Auk þess að vera með mikla reynslu af flugrekstri er Arnar flugmaður og hefur hann ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið og fara að fljúga í fullu starfi. Arnar mun þó áfram sinna flugrekstrartengdum verkefnum hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að Guðni hafi víðtæka reynslu af flugrekstri og mikla stjórnunarreynslu en hann var deildarstjóri áhafnadeildar hjá WOW air á árunum 2018 til 2019. Þar á undan starfaði Guðni hjá Icelandair í 22 ár, síðast sem forstöðumaður þjálfunardeildar á árunum 2015-2018. Þar áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Icelandair. Guðni kemur til PLAY frá Rio Tinto á Íslandi þar sem hann hefur starfað sem gæðastjóri frá 2019. Guðni er með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics. Guðni nam við LSE í London.Play „Það hefur verið sannur heiður að taka þátt í að byggja upp PLAY, allt frá því að það var hugmynd og að sjá það verða að veruleika í þeirri mynd sem það er í dag. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með öllu því frábæra fólki sem er hjá PLAY og ég hlakka til að halda því áfram á öðrum vettvangi innan félagsins, en nú um borð í flugvélunum. Ég er stoltur á þessum tímamótum og þá sérstaklega af afrekum okkar sem teymi þar sem allir hafa lagt mikið á sig til þess að gera PLAY að því flotta fyrirtæki sem það er orðið. Ég lít svo á að tilgangi mínum við að koma PLAY í loftið sé lokið og ætla nú að sinna því sem mér finnst skemmtilegast en það er að fljúga með farþega okkar á vit ævintýranna. Frá sumri mun ég sinna starfi þjálfunarflugstjóra hjá félaginu og hlakka mikið til þess. Ég veit að flugrekstrarsvið PLAY er í frábærum höndum hjá Guðna og óska honum alls hins besta,” segir Arnar Már. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir Arnar hafa verið lykilmann í sögu Play en Arnar gegndi forstjórastöðu á sprotastigi fyrirtækisins. „Þar leiddi hann starfsmannahópinn í talsverðum mótvindi enda setti COVID-19 upphaflegu áætlanirnar úr skorðum og gerði ferlið lengra og erfiðara en áætlað hafði verið. Eftir að félagið hóf eiginlegan rekstur hefur Arnar verið öflugur stjórnandi og byggt upp flugrekstrarteymið þannig að flugreksturinn hefur gengið eins og smurð vél og starfsandinn hefur verið gríðarlega góður. Ég hef mikinn skilning á því að háloftin kalli á Arnar sem flugmann og ber mikla virðingu fyrir ákvörðun hans enda höfum við rætt hana í langan tíma. Ég verð þó að segja að ég mun sakna Arnars sem öflugs liðsmanns framkvæmdastjórnar félagsins en á sama tíma hlakka ég til að hitta hann um borð hjá PLAY og óska honum góðs gengis og þakka honum frábær störf á mikilvægum tímum í sögu PLAY. Flugrekstrarsviðið er mjög þýðingarmikil eining innan fyrirtækisins og það er vandasamt verk að ráða inn nýjan stjórnanda. Ég er algjörlega sannfærður um að við höfum fundið frábæran leiðtoga í Guðna Ingólfssyni. Flugrekstrarteymið er öflugt, faglegt og metnaðarfullt og Guðni mun halda áfram að styrkja það og efla á sama tíma og rekstur PLAY fer ört vaxandi. Guðni býr yfir víðtækri reynslu úr flugrekstri sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins, hann þekkir að auki vel til innviða PLAY og þeirra verkefni sem bíða hans hjá okkur. Ég býð hann velkominn og hlakka mjög til að vinna með honum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY. Play Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
„Auk þess að vera með mikla reynslu af flugrekstri er Arnar flugmaður og hefur hann ákveðið að setjast aftur í flugstjórasætið og fara að fljúga í fullu starfi. Arnar mun þó áfram sinna flugrekstrartengdum verkefnum hjá fyrirtækinu,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að Guðni hafi víðtæka reynslu af flugrekstri og mikla stjórnunarreynslu en hann var deildarstjóri áhafnadeildar hjá WOW air á árunum 2018 til 2019. Þar á undan starfaði Guðni hjá Icelandair í 22 ár, síðast sem forstöðumaður þjálfunardeildar á árunum 2015-2018. Þar áður sinnti hann ýmsum stjórnunarstörfum hjá Icelandair. Guðni kemur til PLAY frá Rio Tinto á Íslandi þar sem hann hefur starfað sem gæðastjóri frá 2019. Guðni er með meistaragráðu í aðgerðarannsóknum frá London School of Economics. Guðni nam við LSE í London.Play „Það hefur verið sannur heiður að taka þátt í að byggja upp PLAY, allt frá því að það var hugmynd og að sjá það verða að veruleika í þeirri mynd sem það er í dag. Ég er gríðarlega þakklátur fyrir að hafa fengið að starfa með öllu því frábæra fólki sem er hjá PLAY og ég hlakka til að halda því áfram á öðrum vettvangi innan félagsins, en nú um borð í flugvélunum. Ég er stoltur á þessum tímamótum og þá sérstaklega af afrekum okkar sem teymi þar sem allir hafa lagt mikið á sig til þess að gera PLAY að því flotta fyrirtæki sem það er orðið. Ég lít svo á að tilgangi mínum við að koma PLAY í loftið sé lokið og ætla nú að sinna því sem mér finnst skemmtilegast en það er að fljúga með farþega okkar á vit ævintýranna. Frá sumri mun ég sinna starfi þjálfunarflugstjóra hjá félaginu og hlakka mikið til þess. Ég veit að flugrekstrarsvið PLAY er í frábærum höndum hjá Guðna og óska honum alls hins besta,” segir Arnar Már. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir Arnar hafa verið lykilmann í sögu Play en Arnar gegndi forstjórastöðu á sprotastigi fyrirtækisins. „Þar leiddi hann starfsmannahópinn í talsverðum mótvindi enda setti COVID-19 upphaflegu áætlanirnar úr skorðum og gerði ferlið lengra og erfiðara en áætlað hafði verið. Eftir að félagið hóf eiginlegan rekstur hefur Arnar verið öflugur stjórnandi og byggt upp flugrekstrarteymið þannig að flugreksturinn hefur gengið eins og smurð vél og starfsandinn hefur verið gríðarlega góður. Ég hef mikinn skilning á því að háloftin kalli á Arnar sem flugmann og ber mikla virðingu fyrir ákvörðun hans enda höfum við rætt hana í langan tíma. Ég verð þó að segja að ég mun sakna Arnars sem öflugs liðsmanns framkvæmdastjórnar félagsins en á sama tíma hlakka ég til að hitta hann um borð hjá PLAY og óska honum góðs gengis og þakka honum frábær störf á mikilvægum tímum í sögu PLAY. Flugrekstrarsviðið er mjög þýðingarmikil eining innan fyrirtækisins og það er vandasamt verk að ráða inn nýjan stjórnanda. Ég er algjörlega sannfærður um að við höfum fundið frábæran leiðtoga í Guðna Ingólfssyni. Flugrekstrarteymið er öflugt, faglegt og metnaðarfullt og Guðni mun halda áfram að styrkja það og efla á sama tíma og rekstur PLAY fer ört vaxandi. Guðni býr yfir víðtækri reynslu úr flugrekstri sem og á öðrum sviðum atvinnulífsins, hann þekkir að auki vel til innviða PLAY og þeirra verkefni sem bíða hans hjá okkur. Ég býð hann velkominn og hlakka mjög til að vinna með honum,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY.
Play Vistaskipti Fréttir af flugi Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira