Börkur var, ásamt Annþóri Kristjáni Karlssyni, sýknaður árið 2017 fyrir Hæstarétti af ákæru um að hafa veitt fanganum Sigurði Hólm Sigurðssyni áverka í fangaklefa hans á Litla Hrauni sem drógu hann til dauða í maí árið 2012.
Í kjölfar andláts Sigurðar Hólm voru þeir Börkur og Annþór vistaðir á öryggisgangi Litla-Hrauns í eitt og hálft ár. Eftir sýknudóminn fóru þeir báðir fram á bætur fyrir meint tjón og miska sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir.
Fyrir rétt liðlega áæri síðan var ríkið sýknað af kröfu Barkar upp á 120 milljóna króna kröfu Barkar, að því er segir í frétt Morgunblaðsins um málið.
Samkvæmt dómi Landsréttar skaut Börkur dómi héraðsdóms strax til æðra dómstigs en lækkaði kröfur sínar niður í tæplega sextíu milljónir króna.
Landréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms með vísan til forsenda hins áfrýjaða dóms.
Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.