Rússar herða árásir sínar og refsingar á eigin þegnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 22:21 Svo virðist sem Pútín ætli ekki að draga úr innrás Rússa í Úkraínu á næstunni. Vísir/AP Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum. Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Eldur kom upp í þjónustubyggingu viðZaporizhizhia kjarnorkuverðið skammt frá bænum Enerhodar í suðurhluta Úkraínu í morgun eftir árásir Rússa, en það er stærsta kjarnorkuver Evrópu. Stórskotaliðsárás var gerð á bæinn og skömmu síðar yfirtóku Rússar kjarnorkuverðið. Utanríkisráðherrar NATO ríkjanna komu saman til fundar í Brussel í dag og fordæmdu innrás Rússa. Jens Stoltenberg framkvæmdastjóri NATO segir aðildarríkin margsinnis hafa varað Vladimir Putin Rússlandsforseta við afleiðingum innrásar. „Þetta er langversta hernaðarárás í Evrópu í áratugi. Borgir eru í umsátri, skólar, sjúkrahús og íbúðarhús verða fyrir stórskotaliðs- og flugskeytaárásum. Síðast liðna nótt bættust síðan stórhættulegar aðgerðir við kjarnorkuver við og fjöldi óbreyttra borgara hefur verið myrtur og særður,“ sagði Stoltenberg í ávarpi eftir fundinn. Ástandið ætti eftir að versna á næstu dögum þegar Rússar færu að beita þungavopnum. Þetta væri stríð Putins og NATO skoraði á hann að draga herlið sitt nú þegar til baka. Putin lætur hins vegar eins og hann eigi ekkert sökótt við úkraínsku þjóðina. „Við höfum engar illar áætlanir gagnvart nágrönnum okkar. Ég vil líka ráðleggja þeim að kynda ekki undir ástandinu með þátttöku í refsiaðgerðum,“ sagði Putin. Rússar gætu vel lært að framleiða það sem nú væri bannað að flytja til þeirra. Refsiaðgerðir ríkja heims eru farnar að bíta verulega í Rússlandi en þar taka ráðamenn engum vettlingatökum á þeim sem fylgja ekki línu Putins um innrásina. Hann lét loka á alla vestræna miðla í landinu í dag og Duman, rússneska þingið, samþykkti lög sem heimila að setja fólk í allt að fimm ára fangelsi fyrir að "dreifa röngum fréttum um stríð." Á meðan halda hörmungarnar að dynja á íbúum Úkraínu. Stórskotaliðs- og eldflaugaárásir eru gerðar á íbúðahverfi borga og bæja og skrúfað fyrir vatn og rafmagn þar sem Rússar ná valdi á veitukerfum. Kona í íbúðahverfi stóð niðurbrotin og grátandi fyrir utan eitt fjölbýlishúsanna sem sprengt var í dag. „Ég er algerlega orðlaus. Þetta er martröð, hvernig getur þetta gerst. Sjáið þetta. Þetta eru íbúðarbyggingar. Ég á vin sem býr hérna með börnum sínum, ég þakka Guði fyrir að þeim tókst að komast undan,“ sagði konan með grátstafinn í kverkunum. En aðstæður hennar eru dæmigerðar fyrir milljónir íbúa Úkraínu í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira