RAX Augnablik: „Ég var mjög ánægður að ná þessu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. mars 2022 07:01 Haförninn stelur senunni í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. RAX Ragnari Axelssyni var eitt sinn boðið til Lofoten í Noregi til þess að kafa með og mynda háhyrninga. „Ég var náttúrulega mjög spenntur að ná myndum sem tikka í Norðurslóðaverkefni mitt allt saman og segi já. Um leið og ég skelli á þá áttaði ég mig á því að ég hef bara kafað í baðkarinu heima og í Laugardalslauginni,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Þrátt fyrir að hann hefði enga köfunarreynslu ákvað hann að slá til. „Það var ekkert aftur snúið.“ Þetta varð að ævintýri sem hann gleymir aldrei. Í Lofoten má einnig finna haferni sem Ragnar segir að hafi tignarlega og hættulega áru. Hann ákvað engu að síður að reyna að ná mynd af einum haferninum. „Mér var orðið svo kalt að ég gat ekki fókuserað.“ Frásögnina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Lífinu á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Haförninn í Lofoten Áttu ekki roð í konurnar RAX var feginn þegar að aðstæður reyndust of erfiðar til þess að kafa með háhyrningunum og ákvað í staðinn að skrásetja lífið í Lofoten, þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. „Maður átti ekki roð í þessar konur sem fóru í sjóinn. Þær voru bara eins og í saumaklúbb, að tala saman í ísköldum sjó. Þeir karlar sem voru með þeim þeir tolldu ekkert jafn lengi og þær.“ Þegar kom að því að mynda brimbrettakappana mætti ljósmyndaranum önnur áskorun, enda hafði hann aldrei stigið á brimbretti á ævinni. „Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Þegar dýrin stela senunni Ragnar Axelsson hefur myndað dýr um allan heim á sínum ferli sem ljósmyndari. Hann hefur áður sagt frá áhugaverðum dýramyndum í fyrri þáttaröðum af RAX Augnablik hér á Vísi. Vægðarlaus veröld Sleðahunda Veiðimenn Grænlands eiga sleðahundunum að mörgu leyti líf sitt að launa. En veruleiki sleðahundanna er enginn barnaleikur eins og Ragnar Axelsson ljósmyndari kynntist af eigin raun. Í þættinum Vægðarlaus veröld sleðahundanna segir hann sögur frá Grænlandi. Hesturinn hlæjandi Ragnar fór eitt sinn ásamt hópi fólks á fjall að smala og náði þar ótrúlegum myndum. Eftir að hafa náð skondinni mynd af kind vildi hann ná mynd af hlæjandi hesti. Í einni áningunni gaf hann hesti smá kók og úr varð myndin af hlæjandi hestinum. Á fýlaveiðum Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi. Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna. Menning Dýr Ljósmyndun RAX Noregur Tengdar fréttir „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. 27. febrúar 2022 07:01 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég var náttúrulega mjög spenntur að ná myndum sem tikka í Norðurslóðaverkefni mitt allt saman og segi já. Um leið og ég skelli á þá áttaði ég mig á því að ég hef bara kafað í baðkarinu heima og í Laugardalslauginni,“ útskýrir ljósmyndarinn í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Þrátt fyrir að hann hefði enga köfunarreynslu ákvað hann að slá til. „Það var ekkert aftur snúið.“ Þetta varð að ævintýri sem hann gleymir aldrei. Í Lofoten má einnig finna haferni sem Ragnar segir að hafi tignarlega og hættulega áru. Hann ákvað engu að síður að reyna að ná mynd af einum haferninum. „Mér var orðið svo kalt að ég gat ekki fókuserað.“ Frásögnina má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og birtast á Lífinu á Vísi og Stöð 2+ alla sunnudaga. Klippa: RAX Augnablik - Haförninn í Lofoten Áttu ekki roð í konurnar RAX var feginn þegar að aðstæður reyndust of erfiðar til þess að kafa með háhyrningunum og ákvað í staðinn að skrásetja lífið í Lofoten, þar sem fólk stundar sjósund og brimbrettaiðkun af kappi. „Maður átti ekki roð í þessar konur sem fóru í sjóinn. Þær voru bara eins og í saumaklúbb, að tala saman í ísköldum sjó. Þeir karlar sem voru með þeim þeir tolldu ekkert jafn lengi og þær.“ Þegar kom að því að mynda brimbrettakappana mætti ljósmyndaranum önnur áskorun, enda hafði hann aldrei stigið á brimbretti á ævinni. „Ég held að ég hafi drukkið hálft Atlantshafið.“ Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Þegar dýrin stela senunni Ragnar Axelsson hefur myndað dýr um allan heim á sínum ferli sem ljósmyndari. Hann hefur áður sagt frá áhugaverðum dýramyndum í fyrri þáttaröðum af RAX Augnablik hér á Vísi. Vægðarlaus veröld Sleðahunda Veiðimenn Grænlands eiga sleðahundunum að mörgu leyti líf sitt að launa. En veruleiki sleðahundanna er enginn barnaleikur eins og Ragnar Axelsson ljósmyndari kynntist af eigin raun. Í þættinum Vægðarlaus veröld sleðahundanna segir hann sögur frá Grænlandi. Hesturinn hlæjandi Ragnar fór eitt sinn ásamt hópi fólks á fjall að smala og náði þar ótrúlegum myndum. Eftir að hafa náð skondinni mynd af kind vildi hann ná mynd af hlæjandi hesti. Í einni áningunni gaf hann hesti smá kók og úr varð myndin af hlæjandi hestinum. Á fýlaveiðum Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi. Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Menning Dýr Ljósmyndun RAX Noregur Tengdar fréttir „Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00 RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. 27. febrúar 2022 07:01 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þetta var partur af hans lífsgleði“ „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. 3. mars 2022 07:00
RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01
Ljósmyndirnar sem selja Ísland: „Þeir elskuðu að fljúga með honum“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik sýnir Ragnar Axelsson magnaðar ljósmyndir frá frá ferðum sínum með bandaríska ljósmyndaranum Robert L. Breeden, sem er hugfanginn af Íslandi. Þeir skoðuðu meðal annars staði á hálendi Íslands sem fáir heimsækja og minna helst á aðra plánetu. 27. febrúar 2022 07:01