Boðið í mat tíu árum eftir lífsbjörgina Smári Jökull Jónsson skrifar 7. mars 2022 06:00 Tómas Guðbjartsson var á vakt þegar Skúli var fluttur á sjúkrahúsið fyrir 10 árum. Síðan þá hefur myndst góð vinátta þeirra á milli. Fyrir tíu árum varð Skúli Eggert Sigurz fyrir fólskulegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni. Góður vinskapur hefur myndast á milli hans og Tómasar Guðbjartssonar læknis sem var á vakt daginn sem ráðist var á Skúla. Fyrir akkúrat tíu árum síðan varð Skúli Eggert Sigurz fyrir alvarlegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni í Reykjavík. Maður kom þá inn á lögfræðistofuna Lagastoð vegna skuldar sem stofan innheimti. Úr varð að Skúli ræddi við manninn á skrifstofu sinni þar sem sá síðarnefndi veitti Skúla lífshættulega áverka. „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum. Bara svipurinn í andlitinu. Ég hef oft afgreitt fólk sem á við andleg vandamál að etja og ég sá að það væri eitthvað að,“ sagði Skúli þegar hann ræddi árásina í Kastljósinu árið 2013. Skúli hafði fellt niður allan aukakostnað við skuldina en þegar hann ætlaði að kveðja manninn stakk hann Skúla. „Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því." Guðni Bergsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom inn á skrifstofu Skúla og náði að keyra árásarmanninn í gólfið. Maðurinn var að lokum dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórhættulega líkamsárás. Fagnaðarfundir áratug síðar Eins og áður segir eru tíu ár síðan árásin átti sér stað. Þennan dag fyrir tíu árum var Tómas Guðbjartsson læknir á vakt á Landspítalanum þegar Skúli var fluttur þangað. Þeir voru þá ókunnugir hvor öðrum en eftir þennan atburð og lífsbjörg Skúla hefur myndast með þeim góð vinátta. Tómas var boðið að halda upp á tímamótin með stórfjölskyldu Skúla og birti mynd af þeim félögum á Facebook síðu sinni í kjölfarið. „Með einstökum viljastyrk og stuðningi samheldinnar fjölskyldu komst Skúli Eggert Sigurz í gegnum þennan risaskafl. Í kvöld var mér boðið að halda upp á árin tíu með stórfjölskyldu Skúla,“ skrifar Tómas. Tímamót Tengdar fréttir "Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04 Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07 Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18 Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Sjá meira
Fyrir akkúrat tíu árum síðan varð Skúli Eggert Sigurz fyrir alvarlegri líkamsárás á lögfræðistofu sinni í Reykjavík. Maður kom þá inn á lögfræðistofuna Lagastoð vegna skuldar sem stofan innheimti. Úr varð að Skúli ræddi við manninn á skrifstofu sinni þar sem sá síðarnefndi veitti Skúla lífshættulega áverka. „Um leið og ég sá framan í drenginn hugsaði ég að það væri eitthvað að. Ég sá það á honum. Bara svipurinn í andlitinu. Ég hef oft afgreitt fólk sem á við andleg vandamál að etja og ég sá að það væri eitthvað að,“ sagði Skúli þegar hann ræddi árásina í Kastljósinu árið 2013. Skúli hafði fellt niður allan aukakostnað við skuldina en þegar hann ætlaði að kveðja manninn stakk hann Skúla. „Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því." Guðni Bergsson, fyrrum formaður Knattspyrnusambands Íslands, kom inn á skrifstofu Skúla og náði að keyra árásarmanninn í gólfið. Maðurinn var að lokum dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og stórhættulega líkamsárás. Fagnaðarfundir áratug síðar Eins og áður segir eru tíu ár síðan árásin átti sér stað. Þennan dag fyrir tíu árum var Tómas Guðbjartsson læknir á vakt á Landspítalanum þegar Skúli var fluttur þangað. Þeir voru þá ókunnugir hvor öðrum en eftir þennan atburð og lífsbjörg Skúla hefur myndast með þeim góð vinátta. Tómas var boðið að halda upp á tímamótin með stórfjölskyldu Skúla og birti mynd af þeim félögum á Facebook síðu sinni í kjölfarið. „Með einstökum viljastyrk og stuðningi samheldinnar fjölskyldu komst Skúli Eggert Sigurz í gegnum þennan risaskafl. Í kvöld var mér boðið að halda upp á árin tíu með stórfjölskyldu Skúla,“ skrifar Tómas.
Tímamót Tengdar fréttir "Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04 Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07 Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18 Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31 Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Sjá meira
"Sá blóðbununa standa út" "Ég lít svona niður og þá stendur bara blóðbunan hérna út. Mér náttúrulega brá alveg rosalega. Ég áttaði mig strax á því að ég hefði verið stunginn en ég fann ekki fyrir því," segir Skúli Eggert Sigurz sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás í mars á síðasta ári. 7. febrúar 2013 20:04
Guðgeir í fjórtán ára fangelsi Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. 26. júní 2012 09:07
Skúli ber vitni gegn árásarmanninum Skúli Sigurz sem hlaut alvarleg sár þegar hann var stunginn á lögmannsstofunni Lagastoð í mars ber vitni gegn árásarmanninum, Guðgeiri Guðmundssyni. Aðalmeðferð í málinu hófst klukkan níu og stendur fram eftir degi. Í ákæru er Guðgeiri gefið að sök tilraun til manndráps með því að stinga Skúla ítrekað. Þá er hann jafnframt sakaður um alvarlega líkamsárás þegar hann stakk Guðna Bergsson lögmann í lærið þegar Guðni hugðist koma Skúla til bjargar. 8. júní 2012 10:18
Guðni gróinn sára sinna - Skúli á góðum batavegi Guðni Bergsson lögfræðingur segir að hann sé gróinn sára sinna en Guðni særðist þegar hann kom vinnufélaga sínum til hjálpar á lögfræðistofunni Lagastoð sem var fyrir árás manns með hníf. 7. maí 2012 13:31