Enski boltinn

Fyrrverandi stjóri Man. Utd. látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frank O'Farrell stýrði Manchester United aðeins í eitt og hálft ár.
Frank O'Farrell stýrði Manchester United aðeins í eitt og hálft ár. getty/Mirrorpix

Frank O'Farrell, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, lést í gær, 94 ára að aldri.

O'Farrell lék með Cork United, West Ham United, Preston North End og Weymouth áður en hann sneri sér að þjálfun. O'Farrell lék níu leiki fyrir írska landsliðið.

Eftir að hafa náð góðum árangri með Leicester City var O'Farrell ráðinn stjóri United sumarið 1971. Hann tók við liðinu af sjálfum Sir Matt Busby.

United fór vel af stað undir stjórn O'Farrells og var á toppnum um jólin á fyrsta tímabili hans við stjórnvölinn. Síðan fjaraði undan liðinu og það endaði í 8. sæti, þriðja árið í röð. O'Farrell tókst ekki að snúa gengi United við og var rekinn eftir 5-0 tap fyrir Crystal Palace skömmu fyrir jól 1972. United var þá í þriðja neðsta sæti efstu deildar. O'Farrell er eini Írinn sem hefur stýrt United.

O'Farrell stýrði seinna Swansea City, íranska landsliðinu, Torquay United í tvígang og Al-Shaab í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×