Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Vestri 73-117 | Magnaður sigur Ísfirðinga á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 7. mars 2022 20:45 vísir/bára Þór Akureyri og Vestri mættust í sannkölluðum botnbaráttuslag í Subway-deild karla í körfubolta í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar voru fallnir fyrir leikinn en það kom í ljós eftir tap þeirra í síðustu umferð þegar þeir mættu nöfnum sínum frá Þorlákshöfn. Vestri í næst neðsta sæti með 6 stig og fall blasir við þeim nema eitthvað stórkostlegt gerist. Skemmst er frá því að segja að Vestri fór með öruggan 45 stiga sigur af hólmi, 73-117. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og skoruðu liðin nánast af vild og voru þriggja stiga körfur í hávegi hafðar. Kolbeinn Fannar var kominn með þrjár slíkar eftir nokkurra mínútna leik en Vestra menn svöruðu með því að skipta stigunum á milli sín. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn og staðan 28-33 gestunum í vil. Í öðrum leikhluta spiluðu Þórsarar enn minni vörn en í þeim fyrsta og virtust á tímabili engan áhuga hafa á að reyna einu sinni að slæma hendi fyrir galopin skot Vestra manna en þeir fengu að skjóta að vild framan af leikhlutanum með góðum árangri. Vestri náði góðu áhlaupi snemma í leikhlutanum og voru komnir 33-51 yfir eftir 15 mínútna leik. Bjarki Ármann, þjálfari Þórs, tók þá leikhlé og fór yfir málin með ágætis árangri. Þórsarar fóru að spila betur og náðu að minnka muninn í 10 stig þegar August Emil Haas setti niður þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Staðan í hálfleik 46-56 fyrir Vestra. Dúi Þór var bestur hjá Þór í fyrri hálfleik með 18 stig og August Emil Haas með 11 stig. Hjá Vestra lék Ken-Jah Bosley alls kyns kúnstir og skoraði 20 stig í hálfleiknum og Marko Jurica 15 stig. Gestirnir frá Ísafirði voru áfram með öll tök á leiknum og voru komnir 17 stigum yfir þegar 5 mínútur voru liðnar. Marko Jurica átti flottan leikhluta en í tveimur sóknum í röð náði hann m.a. að skora tveggja stiga körfu og sækja villu og setja niður vítaskot. Þórsarar spiluðu áfram lélega vörn en það gerðu Vestra menn svo sem líka en betur gekk þó hjá þeim hinu megin á vellinum. Munurinn eftir þrjá leikhluta heil 22 stig og tæplega nein leið til baka fyrir heimamenn. Í fjórða leikhluta bættu svo gestirnir bara í og virtust allir boltar enda í netinu hjá þeim enda fyrirstaðan mjög lítil. Leikurinn endaði því með stórstigi Vestra 73-117 og eru þeir því komnir með 8 stig en þurfa þó að treysta á kraftaverk til að liðið haldi sér uppi. Af hverju vann Vestri? Þeim tókst að skora 117 stig í dag sem nægir yfirleitt til að vinna körfuboltaleik í þessari deild og voru miklu betri en Þór á öllum sviðum leiksins. Hvað gekk illa? Vörnin hjá Þórsurum gekk mjög illa og léku leikmenn Vestra sér að því að skora úr öllum mögulegum aðstæðum. Frá því að seinni hálfleikur fór af stað gekk einfaldega voða fátt hjá Þórsurum. Hverjir stóðu upp úr? Ken-Jah Bosley var besti maður vallarsins og endaði með 27 stig og 7 fráköst. Næstur kom Marko Jurica með 24 stig og 7 fráköst og þá var Arnaldur Grímsson flottur þegar leið á leikinn og endaði með 22 stig og heil 15 fráköst. Hjá Þór var Dúi Þór yfirburðamaður með 24 stig og þá sýndi August Emil Haas flotta takta á köflum og endaði með 18 stig. Hvað gerist næst? Þórsarar fá Breiðablik í heimsókn á föstudaginn kemur kl. 18:15. Vestri og Njarðvík eigast við á Ísafirði á fimmtudaginn kl. 19:15. Bjarki: Svolítið sárt að sjá framlagið ekki meira Bjarki Ármann, þjálfari Þórsara.Vísir Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, hafði ekki miklu að fagna eftir að lið hans tapaði með 45 stiga mun gegn Vestra. Gefum Bjarka orðið: „Þetta var ekki nógu gott, við bara misstum fókus um leið og við lendum undir. Við áttum náttúrulega frábæran leik síðasta föstudag gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þór Þorlákshöfn og vorum bara inn í þeim leik nánast allan tímann og ég veit ekki hvort leikmenn hafi sett of mikla pressu á sig að reyna vinna Vestra hér í kvöld, ég veit ekki hvort þeir ætluðu að vinna þá með 20 eða 30 stigum, en um leið og fór að halla á hjá okkur þá fóru menn að hengja haus og við megum bara ekki hengja haus, við erum bara ekki í aðstöðu til að gera það. “ “Við verðum að spila í gegnum allar 40 mínúturnar og þess vegna var þetta svolítið sárt að sjá framlagið ekki meira og fara svolítið út úr leikplaninu en ég gef allt kúdos á frabært Vestra lið, þeir svínhittu hérna í kvöld, ég held að nýtingin þeirra hafi verið í kringum 50% eftir þrjá leikhluta þegar ég kíkti síðast og Marko var frábær, Ken-Jah var frábær, Hilmir var frábær og ég er örugglega að gleyma fullt af öðrum strákum og auðvitað Pétur að gera frábæra hluti með liðið í erfiðri stöðu, búinn að missa sinn besta leikmann og ég segi bara flott hjá Vestra og við megum gera betur”, bætti Bjarki enn fremur við. Eftir 15 mínútur hafði Vestri skorað 51 stig sem segir okkur það að vörn Þórsara var ekki góð og Bjarki gat ekki annað en verið sammála undirrituðum að framlagið hefði mátt vera miklu meira frá hans leikmönnum varnarlega. „Klárlega, eins og ég segi var varnar frammistaðan ekki nógu góð, við vorum farnir að hugsa um sóknina strax þegar næstu sókn lauk í staðinn fyrir að drífa okkur í vörn og gera það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að byrja á því að skipta á öllum boltahindrunum og það bara trekk í trekk urðu einhver mistök og við misstum þá í opið sniðskot eða opin skot og það segir mér bara að einbeitingin hafi ekki verið í lagi allavega fyrstu 15 mínúturnar. Kýldum okkur aðeins í gang síðustu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta og héldum þeim í fimm stigum þar og minnkum þetta niður í 10 stig og smá meðbyr með okkur að koma inn í hálfleikinn en svo komu Vestra menn bara sterkir út í hálfleik og við áttum bara engin svör.” Það kom endanlega í ljós eftir tap í síðsta leik að Þór væri fallið úr efstu deild. Var erfitt að mótivera liðið fyrir leikinn í dag sökum þess? „Nei það held ég ekki, ég tók nú ekki einu sinni eftir því að við værum tölfræðilega fallnir, það var eiginlega komið í ljós fyrir löngu síðan”, sagði Bjarki að lokum léttur í bragði þrátt fyrir úrslitin. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Þór Akureyri Vestri
Þór Akureyri og Vestri mættust í sannkölluðum botnbaráttuslag í Subway-deild karla í körfubolta í Höllinni á Akureyri í kvöld. Þórsarar voru fallnir fyrir leikinn en það kom í ljós eftir tap þeirra í síðustu umferð þegar þeir mættu nöfnum sínum frá Þorlákshöfn. Vestri í næst neðsta sæti með 6 stig og fall blasir við þeim nema eitthvað stórkostlegt gerist. Skemmst er frá því að segja að Vestri fór með öruggan 45 stiga sigur af hólmi, 73-117. Leikurinn fór mjög fjörlega af stað og skoruðu liðin nánast af vild og voru þriggja stiga körfur í hávegi hafðar. Kolbeinn Fannar var kominn með þrjár slíkar eftir nokkurra mínútna leik en Vestra menn svöruðu með því að skipta stigunum á milli sín. Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn og staðan 28-33 gestunum í vil. Í öðrum leikhluta spiluðu Þórsarar enn minni vörn en í þeim fyrsta og virtust á tímabili engan áhuga hafa á að reyna einu sinni að slæma hendi fyrir galopin skot Vestra manna en þeir fengu að skjóta að vild framan af leikhlutanum með góðum árangri. Vestri náði góðu áhlaupi snemma í leikhlutanum og voru komnir 33-51 yfir eftir 15 mínútna leik. Bjarki Ármann, þjálfari Þórs, tók þá leikhlé og fór yfir málin með ágætis árangri. Þórsarar fóru að spila betur og náðu að minnka muninn í 10 stig þegar August Emil Haas setti niður þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út. Staðan í hálfleik 46-56 fyrir Vestra. Dúi Þór var bestur hjá Þór í fyrri hálfleik með 18 stig og August Emil Haas með 11 stig. Hjá Vestra lék Ken-Jah Bosley alls kyns kúnstir og skoraði 20 stig í hálfleiknum og Marko Jurica 15 stig. Gestirnir frá Ísafirði voru áfram með öll tök á leiknum og voru komnir 17 stigum yfir þegar 5 mínútur voru liðnar. Marko Jurica átti flottan leikhluta en í tveimur sóknum í röð náði hann m.a. að skora tveggja stiga körfu og sækja villu og setja niður vítaskot. Þórsarar spiluðu áfram lélega vörn en það gerðu Vestra menn svo sem líka en betur gekk þó hjá þeim hinu megin á vellinum. Munurinn eftir þrjá leikhluta heil 22 stig og tæplega nein leið til baka fyrir heimamenn. Í fjórða leikhluta bættu svo gestirnir bara í og virtust allir boltar enda í netinu hjá þeim enda fyrirstaðan mjög lítil. Leikurinn endaði því með stórstigi Vestra 73-117 og eru þeir því komnir með 8 stig en þurfa þó að treysta á kraftaverk til að liðið haldi sér uppi. Af hverju vann Vestri? Þeim tókst að skora 117 stig í dag sem nægir yfirleitt til að vinna körfuboltaleik í þessari deild og voru miklu betri en Þór á öllum sviðum leiksins. Hvað gekk illa? Vörnin hjá Þórsurum gekk mjög illa og léku leikmenn Vestra sér að því að skora úr öllum mögulegum aðstæðum. Frá því að seinni hálfleikur fór af stað gekk einfaldega voða fátt hjá Þórsurum. Hverjir stóðu upp úr? Ken-Jah Bosley var besti maður vallarsins og endaði með 27 stig og 7 fráköst. Næstur kom Marko Jurica með 24 stig og 7 fráköst og þá var Arnaldur Grímsson flottur þegar leið á leikinn og endaði með 22 stig og heil 15 fráköst. Hjá Þór var Dúi Þór yfirburðamaður með 24 stig og þá sýndi August Emil Haas flotta takta á köflum og endaði með 18 stig. Hvað gerist næst? Þórsarar fá Breiðablik í heimsókn á föstudaginn kemur kl. 18:15. Vestri og Njarðvík eigast við á Ísafirði á fimmtudaginn kl. 19:15. Bjarki: Svolítið sárt að sjá framlagið ekki meira Bjarki Ármann, þjálfari Þórsara.Vísir Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, hafði ekki miklu að fagna eftir að lið hans tapaði með 45 stiga mun gegn Vestra. Gefum Bjarka orðið: „Þetta var ekki nógu gott, við bara misstum fókus um leið og við lendum undir. Við áttum náttúrulega frábæran leik síðasta föstudag gegn ríkjandi Íslandsmeisturum Þór Þorlákshöfn og vorum bara inn í þeim leik nánast allan tímann og ég veit ekki hvort leikmenn hafi sett of mikla pressu á sig að reyna vinna Vestra hér í kvöld, ég veit ekki hvort þeir ætluðu að vinna þá með 20 eða 30 stigum, en um leið og fór að halla á hjá okkur þá fóru menn að hengja haus og við megum bara ekki hengja haus, við erum bara ekki í aðstöðu til að gera það. “ “Við verðum að spila í gegnum allar 40 mínúturnar og þess vegna var þetta svolítið sárt að sjá framlagið ekki meira og fara svolítið út úr leikplaninu en ég gef allt kúdos á frabært Vestra lið, þeir svínhittu hérna í kvöld, ég held að nýtingin þeirra hafi verið í kringum 50% eftir þrjá leikhluta þegar ég kíkti síðast og Marko var frábær, Ken-Jah var frábær, Hilmir var frábær og ég er örugglega að gleyma fullt af öðrum strákum og auðvitað Pétur að gera frábæra hluti með liðið í erfiðri stöðu, búinn að missa sinn besta leikmann og ég segi bara flott hjá Vestra og við megum gera betur”, bætti Bjarki enn fremur við. Eftir 15 mínútur hafði Vestri skorað 51 stig sem segir okkur það að vörn Þórsara var ekki góð og Bjarki gat ekki annað en verið sammála undirrituðum að framlagið hefði mátt vera miklu meira frá hans leikmönnum varnarlega. „Klárlega, eins og ég segi var varnar frammistaðan ekki nógu góð, við vorum farnir að hugsa um sóknina strax þegar næstu sókn lauk í staðinn fyrir að drífa okkur í vörn og gera það sem við ætluðum að gera. Við ætluðum að byrja á því að skipta á öllum boltahindrunum og það bara trekk í trekk urðu einhver mistök og við misstum þá í opið sniðskot eða opin skot og það segir mér bara að einbeitingin hafi ekki verið í lagi allavega fyrstu 15 mínúturnar. Kýldum okkur aðeins í gang síðustu fimm mínúturnar í öðrum leikhluta og héldum þeim í fimm stigum þar og minnkum þetta niður í 10 stig og smá meðbyr með okkur að koma inn í hálfleikinn en svo komu Vestra menn bara sterkir út í hálfleik og við áttum bara engin svör.” Það kom endanlega í ljós eftir tap í síðsta leik að Þór væri fallið úr efstu deild. Var erfitt að mótivera liðið fyrir leikinn í dag sökum þess? „Nei það held ég ekki, ég tók nú ekki einu sinni eftir því að við værum tölfræðilega fallnir, það var eiginlega komið í ljós fyrir löngu síðan”, sagði Bjarki að lokum léttur í bragði þrátt fyrir úrslitin. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti