Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Sunna Valgerðardóttir skrifar 7. mars 2022 17:38 Í Kompás er rætt við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða þar sem þau lýsa grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Vísir/Adelina Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira
Flest höfum við heyrt lygilegar sögur af sértrúarsöfnuðum, enda hafa gjörðir þeirra og örlög oft ratað í heimspressuna og ekki síst poppkúlturinn um allan heim. Meðal þekktustu sértrúarsafnaða sögunnar eru Peoples Temple, sem endaði með fjöldamorðum um þúsund fylgjenda Jim Jones, og Heaven’s Gate, þar sem söfnuðurinn batt viljandi enda á líf sitt. Meðlimir sértrúarsafnaðarins Heaven's Gate trúðu því að með því að binda enda á líf sitt, klæðast nýjum Nike-skóm og breiða ofan á sig fjólublá klæði, myndu þau loks komast á heimaplánetuna sína. Safnaðarmeðlimirnir, 39 talsins, frömdu sjálfsvíg á heimili þeirra í San Diego í Kaliforniu árið 1997. Getty/Kim Kulish Þó að svona gróf dæmi séu sem betur fer fáheyrð og sannarlega ekki til hér á landi, er hér starfandi fjöldinn allur af skaðlegum söfnuðum sem ganga fram í nafni kærleika og frelsis og umburðarlyndis. Þekkir afleiðingarnar af eigin raun Petra Hólmgrímsdóttir er sálfræðingur og sérhæfir sig í meðferð fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum. Hún þekkir afleiðingarnar af eigin raun, en hún gekk í kristna sértrúarsöfnuðinn Frelsið einungis sextán ára gömul. „Þau sem hafa hætt í bókstafstrúarsöfnuðum eru líklegri til að vera minna ánægð með lífið sitt, þau sjá eftir fleiri hlutum, þau takast á við meiri depurðareinkenni, kvíða og áfallastreitueinkenni,” segir hún. Petra var í sértrúarsöfnuði frá 16 ára aldri, en starfar nú sem sálfræðingur sem sérhæfir sig í meðferð fólks sem hefur hætt í slíkum söfnuðum. Vísir/Adelina Fækkar í söfnuðunum Félögum í Vottum Jehóva eru nú um sex hundruð og hefur þeim fækkað um hundrað síðasta áratug. Safnaðarmeðlimir í Smárakirkju, áður Krossinum, eru nú 400 en voru 550. Fjöldinn í Hvítasunnusöfnuðnum landsins hefur staðið í stað með rúmlega 2.000 manns. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem er utan trú- og lífsskoðunarfélaga tvöfaldast og telja nú um 30.000 manns. Andlegt og fjárhagslegt ofbeldi í sex ár Sigríður Lund Hermannsdóttir var með Petru í Frelsinu. Hún sagði skilið við söfnuðinn eftir sex ár af miklu andlegu og fjárhagslegu ofbeldi. „Við vorum bara skröltandi í blóði okkar í svo langan tíma eftir þetta. Maður var bara hrapandi, því allt sem maður hafði byggt líf sitt á var bara kippt undan þér. Allt sem þú treystir á var bara farið.” Rætt verður við fyrrverandi meðlimi kristinna sértrúarsafnaða á Íslandi í Kompás á Stöð 2, strax að loknum fréttum, mánudagskvöldið 7. mars 2022. Þar lýsa þau meðal annars grófu kynferðisofbeldi, barnæsku sem einkenndist af kvíða og skömm og tilfinningunni að vera álitin andsetin og útskúfuð. Þátturinn verður birtur í heild sinni á Vísi, þriðjudagsmorguninn 8. mars 2022. Þetta er fyrri þáttur Kompáss af tveimur um trúarofbeldi. Sigríður kynntist fyrst starfi bókstafstrúarsöfnuða þegar hún var einungis sex ára gömul. Hún sagði skilið við sértrúarsöfnuðinn Frelsið þegar hún var 31 árs og þurfti þá að kynnast sjálfri sér í fyrsta sinn. Vísir/Arnar
Kompás Trúmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Fleiri fréttir Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjá meira