Duplantis tók í dag þátt í litlu móti í Belgrad í Serbíu og þar gerði hann sér lítið fyrir og stökk yfir 6.19 metra.
Armand Duplantis har slagit sitt eget världsrekord på en friidrottsgala i Serbien satte han höjden 6.19https://t.co/gyeyXmW0ZW
— Sportbladet (@sportbladet) March 7, 2022
Aðeins voru sex keppendur á mótinu og af hinum fimm fór enginn yfir 5.31 metra. Það hafði þó ekki áhrif á keppnisskap Duplantis sem hélt áfram.
Svíinn flaug yfir 5.86 metra sem og 6.0 metra áður en hann setti stöngina í 6.19 metra hæð. Það var svo í þriðju tilraun sem hann loks komst yfir og setti þar með nýtt heimsmet. Hann fagnaði í kjölfarið með kærustu sinni, Desiré Inglander, sem var ein af fáum áhorfendum á staðnum.