Ráðin til sjóbaða Skúla í Hvammsvík Atli Ísleifsson skrifar 8. mars 2022 09:11 Fríða Jónsdóttir, Hilmar Þór Bergmann og Gróa Jónsdóttir. Aðsend Hilmar Þór Bergmann, Fríða Jónsdóttir, Gróa Jónsdóttir og Guðmundur Guðjónsson hafa öll verið ráðin til starfa til að vinna að uppbyggingu ferðaþjónustu í Hvammsvík í Hvalfirði. Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri Hvammsvíkur og fyrrverandi eigandi WOW air, hefur unnið að stofnun sjóbaðanna síðustu ár, en stefnt er að því að þau opni í sumar. Auk sjóbaða er stefnt að því að þar verði önnur afþreying og þjónusta – gistiaðstaða og veitingastaður. Í tilkynningu segir að Hilmar Þór Bergmann muni gegna stöðu hótel- og rekstrarstjóra, Fríða Jónsdóttir sölu- og markaðsstjóra, Gróa Jónsdóttir stöðu aðalbókara og Guðmundur Guðjónsson stöðu umsjónarmanns kerfa og fasteigna. „Hilmar ber ábyrgð á daglegum rekstri í Hvammsvík. Hann er með háskólagráðu í Hótel- og Ferðamannastjórnun frá César Ritz í Sviss og víðtæka reynslu af ferðaþjónustu síðastliðin 12 ár. Hilmar kemur til starfa í Hvammsvík eftir tæp 10 ár við hótelstjórnun í London, nú síðast sem hótelstjóri Radisson Blu Edwardian Grafton við Tottenham Court Road. Einnig hefur hann stýrt Radisson Blu Edwardian Sussex hótelinu við Marble Arch ásamt því að vera framkvæmdastjóri miðlægs þjónustusviðs hjá Edwardian Hotels London. Fríða sér um uppbyggingu vörumerkisins og markaðssetningu. Hún lagði stund á viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði í Háskóla Íslands og Edith Cowan University í Ástralíu og er með Mastersgráðu frá London School of Economics. Fríða vann að þróun, uppbyggingu og stýringu vörumerkja á alþjóðavísu hjá Össuri í meira en áratug, þar af sem markaðsstjóri í Asíu í 6 ár. Síðastliðin tvö ár hefur Fríða starfað sem markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kara Connect. Gróa ber ábyrgð á bókhaldi, launavinnslu, innheimtu og innkaupum. Hún lauk námi sem viðurkenndur bókari árið 2006, auk viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2021. Hún hefur víðtæka reynslu af bókhalds- og skrifstofustörfum, m.a. hjá Brynju Hússjóði, Vatnajökulsþjóðgarði, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Mennta- og menningamálaráðuneyti. Guðmundur hefur umsjón með kerfum, dælustöðvum og fasteignum í Hvammsvík. Hann er vélvirki að mennt, hefur rekið eigin stjálsmiðju og unnið fyrir byggingamarkaðinn. Auk þess hefur hann talsverða reynslu af nýtingu jarðvarma, sem kemur til með að nýtast vel við uppbyggingu sjóbaðanna í Hvammsvík,“ segir í tilkynningunni. Skúli Mogensen.Vísir/Vilhelm Náttúruperla í miðjum Hvalfirði Haft er eftir Skúla Mogensen, framkvæmdastjóri Hvammsvíkur, að íslensk náttúra í öllu sínu veldi sé einstök og að hann sé sannfærður um að ferðaþjónustan á Íslandi muni halda áfram að vaxa og dafna á komandi árum. „Hvammsvík er náttúruperla í miðjum Hvalfirðinum og ég hlakka til að byggja hana upp sem áfangastað, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn, með þessu frábæra og fjölbreytta teymi. Markmið okkar og sérstaða er að setja náttúruna og umhverfið í fyrsta sæti og öll upplifun mun byggjast á því. Gestir munu njóta í heitum náttúrulaugum bókstaflega í fjöruborðinu, sem sumar hverjar birtast og hverfa á víxl þar sem Atlantshafið flæðir í og úr laugunum. Þær verða þannig misheitar, allt frá 40C niður í hitastig sjávar.” Vistaskipti Sundlaugar Kjósarhreppur Tengdar fréttir Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. 16. október 2021 12:40 Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu. 8. september 2021 22:33 Skúli ætlar að opna sjóböð í Hvammsvík Athafnamaðurinn Skúli Mogensen stefnir á að snúa aftur í íslenska ferðaþjónustu með því að opna sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði. 30. desember 2020 08:18 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Skúli Mogensen, framkvæmdastjóri Hvammsvíkur og fyrrverandi eigandi WOW air, hefur unnið að stofnun sjóbaðanna síðustu ár, en stefnt er að því að þau opni í sumar. Auk sjóbaða er stefnt að því að þar verði önnur afþreying og þjónusta – gistiaðstaða og veitingastaður. Í tilkynningu segir að Hilmar Þór Bergmann muni gegna stöðu hótel- og rekstrarstjóra, Fríða Jónsdóttir sölu- og markaðsstjóra, Gróa Jónsdóttir stöðu aðalbókara og Guðmundur Guðjónsson stöðu umsjónarmanns kerfa og fasteigna. „Hilmar ber ábyrgð á daglegum rekstri í Hvammsvík. Hann er með háskólagráðu í Hótel- og Ferðamannastjórnun frá César Ritz í Sviss og víðtæka reynslu af ferðaþjónustu síðastliðin 12 ár. Hilmar kemur til starfa í Hvammsvík eftir tæp 10 ár við hótelstjórnun í London, nú síðast sem hótelstjóri Radisson Blu Edwardian Grafton við Tottenham Court Road. Einnig hefur hann stýrt Radisson Blu Edwardian Sussex hótelinu við Marble Arch ásamt því að vera framkvæmdastjóri miðlægs þjónustusviðs hjá Edwardian Hotels London. Fríða sér um uppbyggingu vörumerkisins og markaðssetningu. Hún lagði stund á viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði í Háskóla Íslands og Edith Cowan University í Ástralíu og er með Mastersgráðu frá London School of Economics. Fríða vann að þróun, uppbyggingu og stýringu vörumerkja á alþjóðavísu hjá Össuri í meira en áratug, þar af sem markaðsstjóri í Asíu í 6 ár. Síðastliðin tvö ár hefur Fríða starfað sem markaðsstjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kara Connect. Gróa ber ábyrgð á bókhaldi, launavinnslu, innheimtu og innkaupum. Hún lauk námi sem viðurkenndur bókari árið 2006, auk viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst 2021. Hún hefur víðtæka reynslu af bókhalds- og skrifstofustörfum, m.a. hjá Brynju Hússjóði, Vatnajökulsþjóðgarði, Umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Mennta- og menningamálaráðuneyti. Guðmundur hefur umsjón með kerfum, dælustöðvum og fasteignum í Hvammsvík. Hann er vélvirki að mennt, hefur rekið eigin stjálsmiðju og unnið fyrir byggingamarkaðinn. Auk þess hefur hann talsverða reynslu af nýtingu jarðvarma, sem kemur til með að nýtast vel við uppbyggingu sjóbaðanna í Hvammsvík,“ segir í tilkynningunni. Skúli Mogensen.Vísir/Vilhelm Náttúruperla í miðjum Hvalfirði Haft er eftir Skúla Mogensen, framkvæmdastjóri Hvammsvíkur, að íslensk náttúra í öllu sínu veldi sé einstök og að hann sé sannfærður um að ferðaþjónustan á Íslandi muni halda áfram að vaxa og dafna á komandi árum. „Hvammsvík er náttúruperla í miðjum Hvalfirðinum og ég hlakka til að byggja hana upp sem áfangastað, bæði fyrir Íslendinga og erlenda ferðamenn, með þessu frábæra og fjölbreytta teymi. Markmið okkar og sérstaða er að setja náttúruna og umhverfið í fyrsta sæti og öll upplifun mun byggjast á því. Gestir munu njóta í heitum náttúrulaugum bókstaflega í fjöruborðinu, sem sumar hverjar birtast og hverfa á víxl þar sem Atlantshafið flæðir í og úr laugunum. Þær verða þannig misheitar, allt frá 40C niður í hitastig sjávar.”
Vistaskipti Sundlaugar Kjósarhreppur Tengdar fréttir Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. 16. október 2021 12:40 Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu. 8. september 2021 22:33 Skúli ætlar að opna sjóböð í Hvammsvík Athafnamaðurinn Skúli Mogensen stefnir á að snúa aftur í íslenska ferðaþjónustu með því að opna sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði. 30. desember 2020 08:18 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Skúli Mogensen, fyrrum forstjóri WOW air, segist þakklátur fjölskyldu sinni í viðtali í Fréttablaðinu í dag. Hann hafi orðið líkamlega og andlega gjaldþrota í kjölfar falls flugfélagsins og þakkar fjölskyldu sinni fyrir að hafa komið í veg fyrir að hann legðist í langvarandi þunglyndi. 16. október 2021 12:40
Lóðirnar hans Skúla í Hvammsvík flugu út Vel virðist hafa gengið hjá Skúla Mogensen að selja lóðirnar þrjátíu sem hann setti á sölu í Hvammsvík í Hvalfirði, þar sem hann vinnur nú að uppbyggingu ferðaþjónustu. 8. september 2021 22:33
Skúli ætlar að opna sjóböð í Hvammsvík Athafnamaðurinn Skúli Mogensen stefnir á að snúa aftur í íslenska ferðaþjónustu með því að opna sjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði. 30. desember 2020 08:18