Fótbolti

Mbappé verður í leikmannahópi PSG og gæti spilað stórleikinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kylian Mbappé gæti komið við sögu í stórleik Real Madrid og PSG á morgun.
Kylian Mbappé gæti komið við sögu í stórleik Real Madrid og PSG á morgun. John Berry/Getty Images

Kylian Mbappé, framherji franska stórliðsins Paris Saint-Germain, verður í leikmannahópi Parísarliðsins gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu á morgun þrátt fyrir að hafa meiðst á æfingu í vikunni.

PSG og Real Madrid mætast á Santiago Bernabéu, heimavelli Madrídinga, í síðari leik liðanna 16-liða úrslitum annað kvöld. Parísarliðið fer inn í leikinn með 1-0 forystu, en það var einmitt Kylian Mbappé sem skoraði eina mark leiksins í París.

Eins og áður segir verður Kylian Mbappé í leikmannahópi PSG á morgun og fær því annað tækifæri til að sanna sig enn frekar fyrir mögulegum framtíðarvinnuveitendum sínum. Mbappé hefur nefnilega verið sterklega orðaður við félagsskipti til Real Madrid þegar samningur hans við PSG rennur út í sumar.

PSG verður þó án Sergio Ramos í leiknum, en eins og frægt er var hann fyrirliði Madrídinga um árabil.

Viðureign Real Madrid og PSG verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 klukkan 19:55 annað kvöld.

Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Mbappé meiddist á æfingu: Gæti misst af stór­leiknum gegn Real

Kylian Mbappé meiddist á æfingu París Saint-Germain í dag. Alls óvíst er hvort hann nái síðari leik liðsins gegn Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG leiðir 1-0 í einvíginu eftir að Mbappé skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×