„Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun á hverju ári“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. mars 2022 22:32 Vilhjálmur Egilsson er formaður starfshópsins sem vann skýrsluna. vísir/vilhelm Þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Formaður starfshóps sem vann skýrslu um orkumál segir að tvöföldun á raforkuframleiðslu Íslands kalli á eina 100 megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Þetta kemur fram í skýrslu um stöðu og áskoranir í orkumálum sem var kynnt í dag. Orkumálaráðherra skipaði í byrjun árs þriggja manna starfshóp til að vinna skýrsluna með sérstakri vísan til markmiða í loftslagsmálum. Niðurstöður skýrslunnar sýna að þörf er á aukinni orkuframleiðslu til að anna orkuskiptum á komandi áratugum. Sex sviðsmyndir eru settar fram í skýrslunni, þar af fjórar sem taka mið af loftslagsmarkmiðum Íslands, en þær spanna allt frá lítilli sem engri viðbót við raforkuframleiðslu Íslands til ríflega tvöföldunar hennar eða 124% aukningar fram til ársins 2040. „Þetta kallar á allavegana eina 100 megawatta virkjun plús á hverju ári allan þennan tíma. 100 plús í megawöttum er töluvert stór virkjun,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, formaður starfshópsins. Hann segir að við munum geta náð loftslagsmarkmiðunum en að það kalli á aukna framleiðslu. Orkumálaráðherra segir að það séu margar leiðir í boði. „Og það sem er búið að breytast frá því að við vorum síðast að tala um rammann, að það eru komnir fleiri þættir, t.d. vindorkan. Og sömuleiðis og ég hef lagt áherslu á það líka að við þurfum að nýta orkuna betur en við gerum núna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. Frá orkufundi í Hörpu.vísir/vilhelm Heldur þú að það sé bara pólitísk samstaða um að virkja svona mikið? „Ég efast um það en þá þarf sá sem ekki vill fara þessa leið að segja hvað hann nákvæmlega vill,“ sagði Vilhjálmur. „Ég vona að það sé pólitísk sátt um loftslagsmarkmiðin þannig að ef við ætlum ekki að búa til okkar grænu orku til þess að uppfylla loftslagsmarkmiðin þá þýðir það að við ætlum að flytja hana inn. Það held ég að verði aldrei sátt um og verður heldur ekki efnahagslega sjálfbært,“ sagði Guðlaugur Þór.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira