Innherji

Netverslunarfrumvarp Hildar flaug í gegnum fyrstu umræðu í þinginu

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Hildur Sverrisdóttir mælti fyrir hinu svokallaða netverslunarfrumvarpi með áfengi í þinginu nú í kvöld.
Hildur Sverrisdóttir mælti fyrir hinu svokallaða netverslunarfrumvarpi með áfengi í þinginu nú í kvöld.

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti fyrir umdeildu lagafrumvarpi um netverslun með áfengi í kvöld sem var svo ekkert deilt um. Frumvarpið heimilar netverslun með áfengi. Málið fer nú fyrir allsherjar- og menntamálanefnd. Von Hildar stendur til þess að loksins muni mál tengt auknu frelsi með áfengi ekki daga uppi í nefnd.

Hildur segir einstaklega ánægjulegt að hafa fundið stuðning allra þeirra sem tóku til máls. „Helst var gagnrýnt að það mætti ganga lengra sem ég get alveg skilið en þetta er skref í rétta átt og mikilvægt sem slíkt,” segir hún og segist nú vona að málið komist úr nefnd svo það sé tekið til atkvæðagreiðslu í þingsal.

Þessi umræða verður líka að losna úr hjólförum ágiskana og fullyrðinga um hvað þingheimi finnst um þessi mál án þess að það hafi í raun nokkuð tímann legið almennilega fyrir.

Þrír þingmenn, allir úr röðum stjórnarandstöðuþingmanna, tóku til máls utan Hildar og tóku undir kosti þess að netverslun með áfengi yrði leyfð hér á landi. Hingað til hefur reglan frekar en undantekningin verið sú að málþóf hefur myndast þegar þingmenn hafa lagt fram frumvörp í átt til aukins frjálsræðis í áfengismálum. Netverslunarfrumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, frá síðasta kjörtímabili, var til að mynda aldrei hleypt í umræðu á þinginu.

„Það er löngu kominn tími á að við tökum aukin skref í átt að auknu frelsi áfengis. Þessi umræða verður líka að losna úr hjólförum ágiskana og fullyrðinga um hvað þingheimi finnst um þessi mál án þess að það hafi í raun nokkuð tímann legið almennilega fyrir. Að því sögðu hef ég trú á að það sé meirihluti þingmanna fyrir málinu og þá jafnvel úr fleiri flokkum en fólk myndi halda,” segir Hildur að lokum.


Tengdar fréttir

Hildur vill heimila íslenska netverslun með áfengi

Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er flutningsmaður frumvarps um breytingu á lögum um netverslun með áfengi sem hún leggur fram í dag. Í frumvarpinu er lagt til að heimilað verði að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.

Já, þetta er forgangsmál

Ástandið undanfarna mánuði hefur snert okkur öll á einhvern hátt. Sumir hafa veikst, aðrir misst af stórum tímamótum og hjá enn öðrum er vinnan og lífsviðurværið undir.

Stöndum með ís­lenskri fram­leiðslu

Samtök íslenskra handverksbrugghúsa skora á dómsmálaráðherra að leggja frumvarp um netverslun með áfengi fram á nýjan leik og tryggja íslenskum handverksbrugghúsum rétt til að selja gestum sínum vörur á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×