Risadagur á NFL-markaðnum í gær með metsamningi og kveðjustund í Seattle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 13:31 Aaron Rodgers fær yfir 26 milljarða í laun næstu fjögur árin. Getty/Quinn Harris Það vantaði ekki stóru fréttirnar af leikmannamarkaði NFL-deildarinnar í gær og á næstu dögum eru líkur á að það verði fleiri fréttir af því hvar öflugir leikmenn finni sér heimili fyrir næstu leiktíð. Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira
Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Sjá meira