Risadagur á NFL-markaðnum í gær með metsamningi og kveðjustund í Seattle Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 13:31 Aaron Rodgers fær yfir 26 milljarða í laun næstu fjögur árin. Getty/Quinn Harris Það vantaði ekki stóru fréttirnar af leikmannamarkaði NFL-deildarinnar í gær og á næstu dögum eru líkur á að það verði fleiri fréttir af því hvar öflugir leikmenn finni sér heimili fyrir næstu leiktíð. Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Sjá meira
Tveir af bestu leikstjórnendum deildarinnar gengu frá sínum málum í gær. Mikilvægasti leikmaður síðustu tveggja tímabila, Aaron Rodgers, var jafnvel að íhuga það að hætta að spila en fær í staðinn metsamning hjá Green Bay Packers. Á móti þá er leikstjórnandinn Russell Wilson á leiðinni frá Seattle Seahawks til Denver Broncos í skiptum fyrir þrjá leikmenn og fullt af valréttum. Aaron Rodgers and the Packers have agreed on a 4-year, $200M deal to make him the highest-paid NFL player ever, per @RapSheet @brgridiron pic.twitter.com/MVuRdjiDGk— Bleacher Report (@BleacherReport) March 8, 2022 Til að halda leikstjórndana sínum þá buðu forráðamenn Packers Aaroni Rodgers tvö hundruð milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning eða 26,5 milljarða íslenskra króna. Hann er 38 ára í dag og verður því 42 ára þegar samningurinn rennur út. Þetta er stærsti samningur í sögu NFL þegar kemur að árslaunum leikmanns. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Það sem meira er að Aaron Rodgers er öruggur um 153 milljónir af þessum tvö hundruð. Strax og gengið hafði verið frá þessu þá festu Packers menn útherjann Davante Adams en hvert félag getur það með svokölluðu „franchise tag“. Það eru miklar breytingar hjá Seattle Seahawks liðinu en félagið hefur verið byggt upp í kringum leikstjórnandann Russell Wilson í tíu ár. Ekki lengur því hann er á förum. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl) Wilson var sendur til Denver í skiptum fyrir leikstjórnandann Drew Lock, innherjann Noah Fant, varnarlínumanninn Shelby Harris og svo fullt af valréttum þar á meðal tvo valrétti úr fyrstu umferð (2022 og 2023), tvo valrétti úr annarri umferð (2022 og 2023). Wilson fær nú fullt af nýjum vopnum hjá Denver Broncos liðinu á næstu leiktíð og þar er á ferðinni mjög spennandi lið. Seattle Seahawks lét tvo frá sér í gær tvo síðustu lykilleikmennina úr meistaraliðinu frá 2014 því félagið lét fyrirliða varnarlínunnar, Bobby Wagner, einnig fara. View this post on Instagram A post shared by NFL on ESPN (@espnnfl)
NFL Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Sjá meira