Leiðtogar Frelsisins enn virk í kristilegu starfi hér á landi Sunna Valgerðardóttir skrifar 9. mars 2022 11:50 Hjónin Linda og Hilmar stofnuðu Frelsið, kristilega miðstöð, í miðbæ Reykjavíkur haustið 1995. Þau hafa verið gagnrýnd harðlega af fyrrverandi safnaðarmeðlimum fyrir vafasama stjórnunarhætti í söfnuðinum. Skjáskot/Timarit.is Stofnendur sértrúarsafnaðarins Frelsisins, kristilegrar miðstöðvar, eru enn virk í kristilegu starfi hér á landi. Hvorugt hefur viljað svara fyrir það sem gekk á í söfnuðinum á þeim sex árum sem hann var starfandi. Pastorsfrúin fyrrverandi sat um tíma í fangelsi í Bandaríkjunum en hefur nú stofnað nýtt kristilegt starf á Íslandi. Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Fjölmargar ábendingar frá fyrrverandi meðlimum Fréttastofu hefur borist fjöldinn allur af ábendingum og reynslusögum síðustu daga frá fólki sem var í kristilegum sértrúarsöfnuðum á Íslandi. Sögurnar eru misalvarlegar, en nokkrar snúa að hjónunum fyrrverandi, þeim Lindu Björk Magnúsdóttur og Hilmi Kristinssyni, sem stofnuðu Frelsið - Kristilega miðstöð, haustið 1995. Eins og greint var frá í nýjasta þætti Kompáss viðgekkst margt mjög vafasamt innan Frelsisins og sátu margir safnaðarmeðlimir eftir með sárt ennið eftir að kirkjan var lögð niður árið 2001. Fjallað var um kristilega sértrúarsöfnuði á Íslandi í nýjasta þætti Kompáss. Meðal annars segja þrír fyrrverandi meðlimir Frelsisins sögu sína í þættinum. Handtekin fyrir brot á innflytjendalöggjöfinni Linda og Hilmar fóru af landi brott eftir að Frelsið sprakk í loft upp. Það var svo árið 2009 sem fram kom í fjölmiðlum að Linda hefði verið handtekin í Plattsburgh í New York fylki í Bandaríkjunum. Samkvæmt frétt Mbl.is á þeim tíma var hún ákærð fyrir að hafa komið ólöglega inn í landið og flúið af lögreglustöð. Refsingin var tvö ár í fangelsli. Ný byrjun og Hvítasunnukirkjan Nokkrum árum síðar, í kring um 2016, birtust svo fréttir af Lindu hér á landi að hefja kristilegt starf að nýju. Hún stofnaði samtökin Nýja byrjun og sagði Linda þá við DV að Ný byrjun væri skilgreind sem hjálparstarf en ekki kirkja. Hún hafi fengið hugmyndina að Nýrri byrjun þegar hún sat í fangelsi í Bandaríkjunum og viljað byrja upp á nýtt. Ný byrjun heldur úti bæði Facebook-síðu og Youtube rás. Hilmar Kristinsson, sem stofnaði Frelsið með Lindu, er sömuleiðis enn virkur í kristilegu starfi. Hann starfar meðal annars með Hvítasunnusöfnuðinum og ferðaðist til Afríku 2016 í hjálparstarf en það tímabil varði stutt. Hvorki Linda né Hilmar hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Hilmar var ræðumaður á samkomu Hvítasunnukirkjunnar í Keflavíkur í ágúst síðastliðnum. Ræðu hans má sjá að neðan. Klippa: Ræða Hilmars á samkomu Hvítasunnukirkjunnar
Kompás Trúmál Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01