Mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. mars 2022 20:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. vísir/vilhelm Forsætisráðherra telur mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum ásamt því að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti innanlands. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir næstu skref í höndum stjórnmálamanna. Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín. Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar fagnar skýrslu um orkumál sem kom út í gær. Hún telur að ef taka eigi út bensín og olíu þá þurfi að setja eitthvað nýtt inn í staðinn. „Við erum auðvitað að tala um það mikið magn að við sjáum það að það þurfi auðvitað nýja orku þarna inn,“ sagði Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar. Forsætisráðherra segir mikilvægt að forgangsraða þeirri orku sem við framleiðum í orkuskipti hér innanlands. Þurfum við ekki að virkja ef við ætlum að ná markmiðum um orkuskipti? „Ég held að það hafi ekki nokkur maður neitað því að það sé mikilvægt að virkja til þess að ná fullum orkuskiptum. Spurningin er hversu mikið? Hvernig getum við nýtt núverandi virkjanir betur eins og hefru verið rætt og boðað að þurfi að gera,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Hún segir að horfa þurfi til annarra möguleika en vatnsaflsvirkjana. Til að mynda vindorkuvera. Tímafrekt að reisa virkjun Formaður starfshópsins sem vann skýrsluna sagði í gær að ef við ætlum að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands þurfi að reisa eina 100 Megawatta virkjun á ári fram til ársins 2040. Kristín segir að það taki tíu til fimmtán ár að hanna og gera rannsóknir svo hægt sé að sækja um leyfi og svo taki fimm ár að byggja virkjun. „Þannig að við erum auðvitað að sjá það að tímaramminn fyrir svona stærri virkjanaframkvæmdir er auðvitað dálítið langur þannig við verðum að vera líka dálítið skynsöm í því hve miklum árangri við getum náð,“ sagði Kristín. Kristín Linda Árnadóttir er aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar.arnar halldórsson Flokkur Katrínar hefur verið hvað andvígastur virkjunum í gegnum tíðina. Katrín segir Vinstri græna standa fremst í flokki í loftslagsmálum og því telji flokkurinn mikilvægt að taka ákvarðanir um virkjanir frá faglegum forsendum. „Þess vegna höfum við viljað halda í þetta ferli rammaáætlunar og tryggja að við séum þar líka ekki bara að ákveða kosti til að virkja til framtíðar heldur líka hvaða svæði við ætlum að vernda til framtíðar,“ sagði Katrín.
Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsvirkjun Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira