Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Valur 88-69| Sjöundi sigur Íslandsmeistaranna í röð Andri Már Eggertsson skrifar 10. mars 2022 23:22 vísir/bára Þór Þorlákshöfn vann nítján stiga sigur á Val í 19. umferð Subway-deildar karla. Þetta var sjöundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð og eru Íslandsmeistararnir í harðri baráttu við Njarðvík um deildarmeistaratitilinn. Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn töluvert betur. Valur átti í miklum erfiðleikum með að finna sinn takt í upphafi leiks. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, neyddist til að taka leikhlé eftir fjórar mínútur þegar Þór var tíu stigum yfir 14-4. Það gekk allt upp í sóknarleik Þórs í fyrsta leikhluta. Heimamenn voru að hitta úr erfiðum skotum. Nicolas Massarelli sannaði það að allur skítur flýtur í velgengni með ótrúlegu þriggja stiga skoti þar sem skotklukkan var að renna út, tveir leikmenn Vals voru í honum og Massarelli var í engu jafnvægi en setti samt niður þriggja stiga skot. Mér fannst ég vera að horfa á endurtekið efni í öðrum leikhluta þar sem Valur byrjaði leikhlutann afar illa. Fyrstu fjórar sóknir gestanna fengu þeir á sig ruðning, klikkuðu á tveimur vítaskotum, loftbolti og aftur klikkaði Valur á tveimur vítum. Finnur Freyr tók þá leikhlé eftir tvær mínútur og þá var staðan 35-19. Kyle Johnson endaði fyrri hálfleik á að labba fram hjá vörn Vals og setja niður auðvelt sniðskot. Þór var þrettán stigum yfir í hálfleik 49-36. Liðin skiptust á körfum til að byrja með í síðari hálfleik og var jafnræði með liðunum. Þór var aldrei á því að gefa smjörþefinn af því að koma til baka því heimamenn áttu alltaf svar þegar Valur ógnaði forskoti Þórs. Valur gerði síðustu fjögur stigin í þriðja leikhluta og tókst að minnka forskot Þórs niður í níu stig fyrir síðasta fjórðung. Eftir ágætis byrjun Vals í fjórða leikhluta sýndu heimamenn klærnar og gerðu átta stig í röð og drógu tennurnar úr gestunum frá Hlíðarenda sem gerðu sér vonir í upphafi leikhlutans að gera þetta að spennandi leik. Þór Þorlákshöfn vann á endanum nítján stiga sigur 88-69. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Valur byrjaði fyrstu tvo leikhlutana afar illa sem einfaldlega má ekki gegn Þór Þorlákshöfn því Íslandsmeistararnir búa yfir miklum gæðum og refsa alltaf þegar lið eru á tánum. Þór Þorlákshöfn var alltaf skrefinu á undan Val í kvöld og var þetta einn af þessum leikjum hjá Val þar sem afar lítið gekk upp. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var mikill liðssigur hjá Þór Þorlákshöfn. Margir leikmenn lögðu hendur á plóg og var þetta ekki leikurinn þar sem einhver einn var yfirburða bestur. Glynn Watson var stigahæstur hjá Þór með 20 stig. Kristófer Acox endaði með tvöfalda tvennu. Kristófer gerði 15 stig og tók 11 fráköst. Hvað gekk illa? Valur byrjaði þrjá leikhluta af fjórum illa sem er aldrei vænlegt til árangurs. Callum Lawson var ekki með merkilega nýtingu líkt og margir í liði Vals. Með Callum inn á vellinum tapaði Valur með 32 stigum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í undanúrslitum VÍS-bikarsins klukkan 20:00 í Smáranum. Lárus: Þetta var týpískur liðssigur Lárus Jónsson var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með nítján stiga sigur á Val í kvöld. „Þetta var liðssigur, það voru margir leikmenn sem skiluðu framlagi bæði í byrjunarliðinu og á varamannabekknum. Við fengum ekkert rosalegt framlag frá einhverjum einum heldur skiluðu margir góðu framlagi“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. Lárus vildi ekki gefa sínu liði of mikið lof eftir leik þar sem Pablo Bertone spilaði en var ekki alveg heill heilsu. „Ég var ánægður með vörnina í seinni hálfleik, mér fannst góður talandi í liðinu,“ sagði Lárus að lokum aðspurður hvað gekk vel í síðari hálfleik. Finnur: Þetta var lélegur leikur Finnur Freyr Stefánsson var svekktur eftir leikVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur með nítján stiga tap í Þorlákshöfn. „Þetta var slök frammistaða heilt yfir, við mættum flatir til leiks sem er eitthvað sem við ætluðum ekki að gera gegn svona góðu liði sem Þór Þorlákshöfn er,“ sagði Finnur Freyr eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst við slakir í kvöld. Við fórum illa með vítin í fyrri hálfleik, klikkuðum á opnum skotum, töpuðum boltanum auðveldlega og vorum undir í baráttunni sem er mjög svekkjandi.“ Valur minnkaði forskot Þórs niður í níu stig fyrir fjórða leikhluta en það vantaði allan neista í Val til að gera leikinn spennandi. „Við fengum strax körfur á okkur í fjórða leikhluta og þá komst Þór fimmtán stigum yfir og þá var þetta búið í rauninni,“ sagði Finnur Freyr sem ætlar rétt að vona að Valur spili betur á miðvikudaginn þegar liðin mætast aftur í VÍS-bikarnum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur
Þór Þorlákshöfn vann nítján stiga sigur á Val í 19. umferð Subway-deildar karla. Þetta var sjöundi sigur Þórs Þorlákshafnar í röð og eru Íslandsmeistararnir í harðri baráttu við Njarðvík um deildarmeistaratitilinn. Íslandsmeistararnir byrjuðu leikinn töluvert betur. Valur átti í miklum erfiðleikum með að finna sinn takt í upphafi leiks. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, neyddist til að taka leikhlé eftir fjórar mínútur þegar Þór var tíu stigum yfir 14-4. Það gekk allt upp í sóknarleik Þórs í fyrsta leikhluta. Heimamenn voru að hitta úr erfiðum skotum. Nicolas Massarelli sannaði það að allur skítur flýtur í velgengni með ótrúlegu þriggja stiga skoti þar sem skotklukkan var að renna út, tveir leikmenn Vals voru í honum og Massarelli var í engu jafnvægi en setti samt niður þriggja stiga skot. Mér fannst ég vera að horfa á endurtekið efni í öðrum leikhluta þar sem Valur byrjaði leikhlutann afar illa. Fyrstu fjórar sóknir gestanna fengu þeir á sig ruðning, klikkuðu á tveimur vítaskotum, loftbolti og aftur klikkaði Valur á tveimur vítum. Finnur Freyr tók þá leikhlé eftir tvær mínútur og þá var staðan 35-19. Kyle Johnson endaði fyrri hálfleik á að labba fram hjá vörn Vals og setja niður auðvelt sniðskot. Þór var þrettán stigum yfir í hálfleik 49-36. Liðin skiptust á körfum til að byrja með í síðari hálfleik og var jafnræði með liðunum. Þór var aldrei á því að gefa smjörþefinn af því að koma til baka því heimamenn áttu alltaf svar þegar Valur ógnaði forskoti Þórs. Valur gerði síðustu fjögur stigin í þriðja leikhluta og tókst að minnka forskot Þórs niður í níu stig fyrir síðasta fjórðung. Eftir ágætis byrjun Vals í fjórða leikhluta sýndu heimamenn klærnar og gerðu átta stig í röð og drógu tennurnar úr gestunum frá Hlíðarenda sem gerðu sér vonir í upphafi leikhlutans að gera þetta að spennandi leik. Þór Þorlákshöfn vann á endanum nítján stiga sigur 88-69. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Valur byrjaði fyrstu tvo leikhlutana afar illa sem einfaldlega má ekki gegn Þór Þorlákshöfn því Íslandsmeistararnir búa yfir miklum gæðum og refsa alltaf þegar lið eru á tánum. Þór Þorlákshöfn var alltaf skrefinu á undan Val í kvöld og var þetta einn af þessum leikjum hjá Val þar sem afar lítið gekk upp. Hverjir stóðu upp úr? Þetta var mikill liðssigur hjá Þór Þorlákshöfn. Margir leikmenn lögðu hendur á plóg og var þetta ekki leikurinn þar sem einhver einn var yfirburða bestur. Glynn Watson var stigahæstur hjá Þór með 20 stig. Kristófer Acox endaði með tvöfalda tvennu. Kristófer gerði 15 stig og tók 11 fráköst. Hvað gekk illa? Valur byrjaði þrjá leikhluta af fjórum illa sem er aldrei vænlegt til árangurs. Callum Lawson var ekki með merkilega nýtingu líkt og margir í liði Vals. Með Callum inn á vellinum tapaði Valur með 32 stigum. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í undanúrslitum VÍS-bikarsins klukkan 20:00 í Smáranum. Lárus: Þetta var týpískur liðssigur Lárus Jónsson var ánægður með sigur kvöldsinsVísir/Bára Dröfn Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, var afar ánægður með nítján stiga sigur á Val í kvöld. „Þetta var liðssigur, það voru margir leikmenn sem skiluðu framlagi bæði í byrjunarliðinu og á varamannabekknum. Við fengum ekkert rosalegt framlag frá einhverjum einum heldur skiluðu margir góðu framlagi“ sagði Lárus Jónsson eftir leik. Lárus vildi ekki gefa sínu liði of mikið lof eftir leik þar sem Pablo Bertone spilaði en var ekki alveg heill heilsu. „Ég var ánægður með vörnina í seinni hálfleik, mér fannst góður talandi í liðinu,“ sagði Lárus að lokum aðspurður hvað gekk vel í síðari hálfleik. Finnur: Þetta var lélegur leikur Finnur Freyr Stefánsson var svekktur eftir leikVísir/Bára Dröfn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var svekktur með nítján stiga tap í Þorlákshöfn. „Þetta var slök frammistaða heilt yfir, við mættum flatir til leiks sem er eitthvað sem við ætluðum ekki að gera gegn svona góðu liði sem Þór Þorlákshöfn er,“ sagði Finnur Freyr eftir leik og hélt áfram. „Mér fannst við slakir í kvöld. Við fórum illa með vítin í fyrri hálfleik, klikkuðum á opnum skotum, töpuðum boltanum auðveldlega og vorum undir í baráttunni sem er mjög svekkjandi.“ Valur minnkaði forskot Þórs niður í níu stig fyrir fjórða leikhluta en það vantaði allan neista í Val til að gera leikinn spennandi. „Við fengum strax körfur á okkur í fjórða leikhluta og þá komst Þór fimmtán stigum yfir og þá var þetta búið í rauninni,“ sagði Finnur Freyr sem ætlar rétt að vona að Valur spili betur á miðvikudaginn þegar liðin mætast aftur í VÍS-bikarnum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti