Innlent

Hundrað manns á sjúkra­húsum landsins með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
88 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala.
88 sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítala. Vísir/Vilhelm

Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Af þeim hundrað sem eru inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19 þá eru fjórir á gjörgæslu. Níutíu voru inniliggjandi með Covid-19 á sjúkrahúsum landsins í gær.

Á vef Landspítalans má sjá að þar eru 88 sjúklingar nú inniliggjandi með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra á Landspítalanum er 72 ár.

158.533 hafa nú greinst með staðfest Covid-19 smit hér á landi frá upphaf faraldursins, eða 43 prósent landsmanna.

5.184 hraðpróf voru greind innanlands í gær og 483 PCR-próf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×