Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 07:41 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Sjá meira
Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en enn ekki viss Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Sjá meira