Mikið um ölvunartengd mál í miðbænum og víðar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 07:41 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gærkvöld og í nótt. Líkamsárásir, tilkynningar um ölvaða einstaklinga, grunsamlegar mannaferðir og akstur undir áhrifum voru meðal verkefni næturinnar. Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Að því er kemur fram í dagbók lögreglu var mikið um ölvunartengd mál og önnur minniháttar mál í miðbænum og er listi þeirra sem sendur er á fjölmiðla nú í morgunsárið ekki tæmandi. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir á skemmtistöðum í miðbænum í nótt. Fyrri árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan eitt í nótt en árásarmaðurinn hafði hlaupið af vettvangi áður en lögregla kom á vettvang. Vitni sáu árásarmanninn og er málið nú í rannsókn. Seinni árásin var tilkynnt skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt en lögregla var ekki með frekari upplýsingar í tilkynningu sinni. Tvívegis var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í Austurbænum í nótt. Í öðru tilfellinu hafði tilkynnandi farið út til að athuga með grunsamlegan mann sem hann sá sniglast við húsið en sá tók þá til fótanna og komst undan. Í hinu tilfellinu var maður á hvítum sendiferðabíl að reyna að opna bíla í hverfinu en lögregla kannar nú málið. Þá var einnig töluvert um ölvaða einstaklinga, þar á meðal ofurölvi ungmenni sem var tilkynnt um við skemmtistað í miðbænum. Forráðamenn komu og sóttu ungennin á lögreglustöð og verður málið sett í viðeigandi ferli að sögn lögreglu. Nokkrir ökumenn voru þá grunaðir um ölvunarakstur og í einu tilfelli voru lögreglumenn á staðnum þegar einn slíkur ökumaður keyrði á annan bíl. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Hótaði og veittist að gestum á veitingastað Hjá lögreglustöð 2 í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi var sömuleiðis nóg um að vera. Á tólfta tímanum í gær var tilkynnt um mann sem hafði í hótunum við fólk á veitingastað í hverfinu en þegar lögreglu bar að garði reyndist maðurinn ofurölvi og var hann þá einnig búinn að veitast að gestum á veitingastaðnum. Ekki reyndist mögulegt að ræða við manninn á staðnum sökum ástands hans og var hann því handtekinn og vistaður í fangageymslu þar til hægt er að leysa málið og taka skýrslu af honum . Þá var tilkynnt um ólæti á krá í hverfinu skömmu eftir klukkan eitt í nótt þar sem tveir menn höfðu reynt að stofna til slagsmála. Þegar lögregla mætti á vettvang hafði enginn slasast og ekkert skemmst og því verður málið ekki rannsakað frekar. Á fimmta tímanum í nótt átti síðan að stöðva ökumann við umferðareftirlit en sá hljóp úr bíl sínum áður en lögregla kom að honum. Lögregla segist gruna að ökumaðurinn hafi verið með óhreint mjöl í pokahorninu og því látið sig hverfa. Farþegi grunaður um þjófnað og ökumaður um fíkniefnaakstur Hjá lögreglustöð 3 í Kópavogi og Breiðholti voru nokkur verkefni. Á áttunda tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um aðila að stela í verslun hverfinu sem fór af vettvangi í bíl. Þegar lögregla stöðvaði umræddan einstakling reyndist hann vera farþegi í bílnum en ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda. Skýrsla tekin á vettvangi vegna þjófnaðarins og ökumaður fluttur á lögreglustöð í sýnatöku. Á fimmta tímanum í nótt var síðan tilkynnt um tvo menn á gangi á stofnbraut í hverfinu. Lögregla segir að tilkynnandi hafi sagt að hasslykt væri af mönnunum en þeir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang. Þá var einnig eitthvað um hávaðatilkynningar og önnur minniháttar mál. Svo virðist sem minna hafi verið að gera hjá lögreglustöð 4 í Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ en þar var ökumaður stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og síðar um kvöldið var tilkynnt um umferðaróhapp þar sem bíl var ekið á ljósastór en engnn reyndist vera í bílnum þegar tilkynningin barst.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira