Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2022 20:03 Húsnæði skólans á Eyrarbakka, sem var lokað fyrir nokkrum vikum vegna myglu. Nú fá nemendur kennslu í samkomuhúsinu á staðnum og á veitingastaðnum Rauða húsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur. Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent