„Maður þolir illa að tapa“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2022 13:19 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson þingmaður segir það vonbrigði að hafa ekki náð inn á lista í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Rangárþingi ytra, þar sem hann sóttist eftir oddvitasætinu. Hann telur ýmsar ástæður fyrir slæmu gengi sínu. Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Prófkjör fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar voru haldin hjá Sjálfstæðismönnum og Pírötum á alls fimm stöðum í gær. Haraldur R. Ingvason líffræðingur mun leiða lista Pírata í Hafnarfirði og Álfheiður Eymarsdóttir mun áfram leiða Pírata í Árborg. Þá varð Ásdís Kristjánsdóttir, fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, efst í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og Berglind Harpa Svavarsdóttir bæjarfulltrúi nýr oddviti Sjálfstæðismanna í Múlaþingi. Í Rangárþingi ytra hafði Ingvar Pétur Guðbjörnsson upplýsingafulltrúi sigur í oddvitaslag Sjálfstæðisflokks gegn Eydísi Þorbjörgu Indriðadóttur, sem varð í öðru sæti, og Ásmundi Friðrikssyni alþingismanni, sem varð ekki meðal sex efstu. Ásmundur segir niðurstöðuna vonbrigði. „Það er auðvitað eins og með hvern annan kappleik, maður þolir illa að tapa. En þetta var niðurstaðan sem er í glæsilegu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Rangárþingi ytra, þar sem rúmlega 400 manns tóku þátt.“ Ungur og myndarlegur heimamaður í framboði Inntur eftir því hvort hann hafi ef til vill ekki nógu sterka tengingu við svæðið, verandi Vestmannaeyingur búsettur á Suðurnesjum, segist hann tengjast því ýmsum böndum. „Ég er giftur konu sem er ættuð úr þessu sveitarfélagi, hér erum við búin að eiga sumarbústað í mörg ár og hér hef ég tengst bara mjög mörgum,“ segir Ásmundur. „Bara svona sveitapeyi í mér, jafnframt því að vera uppalinn á bryggjunni í Eyjum, þannig að ég er bara allra manna gagn.“ Hann telur ýmsar ástæður fyrir því að niðurstaðan varð ekki betri en raun ber vitni. „Það voru bara margir sem vildu hafa mig áfram á þinginu, einhverjum fannst ég of gamall og það var bara ungur og myndarlegur heimamaður í framboði og hann heillaði fólk og það er bara niðurstaðan, hún er bara góð,“ segir Ásmundur. Ásmundur hugðist hætta á þingi næði hann kjöri en af því verður nú ekki. „Ég er bara að jafna mig eftir leikinn í dag og svo bara mæti ég galvaskur á morgun.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Alþingi Rangárþing ytra Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira