„Verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 08:00 Ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði eins og Gaupi komst að orði. Vísir/Sigurjón Pétur Viðarsson er aftur búinn að setja fótboltaboltaskóna upp á hillu og nú endanlega. Gaupi hitti kappann og fór yfir ferilinn og ákvörðunina um að hætta. Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Pétur er 34 ára gamall og varð síðasta sumar fimmti FH-ingurinn til að spila tvö hundruð leiki fyrir félagið í efstu deild. Hann er nú fjórði leikjahæsti FH-ingurinn með 207 leiki og náði því að verða fimm sinnum Íslandsmeistari með félaginu. „Pétur rekur nú pylsubarinn í Hafnarfirði ásamt veitingarekstri í Garðabæ. Nú er hann ekki lengur Pétur Viðarsson í FH heldur Pétur pulsa í Hafnarfirði,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Vísir/Hulda Margrét Æðislegur tími en kominn tími á annað í lífinu „Það er bara pulsa núna og heimilismatur í Garðabænum. Það er lífið mitt í dag,“ sagði Pétur Viðarsson en hvernig er að skipta úr fótboltanum yfir í þetta? „Bara æðislegt. Ég er búinn að vera í fótbolta frá því ég var krakki eða í 25 plús ár. Þetta er búinn að vera æðislegur tími og kominn tími á annað í lífinu,“ sagði Pétur en er enginn söknuður? „Jú, það er söknuður af strákunum og söknuður af klefanum svo sannarlega. Auðvitað það að keppa leiki og fara á æfingar. Ég fann að það var kominn tímapunktur á að gera eitthvað annað. Minn tími bara kominn fannst mér,“ sagði Pétur. Klippa: Gaupi hitti Pétur Viðarsson í Pylsubarnum í Hafnarfirði Valdi besta liðið hjá FH Hvað er besta FH-liðið sem Pétur spilaði með? „Í þessi tólf ár sem ég spilaði með FH þá fannst mér liðið nánast alltaf vera frábært. Liðið 2009 þegar ég kem inn í liðið með Tommy Nielsen, Tryggva Guðmundssyni, Matta, Davíð og öllum þessum mönnum fannst mér vera frábært lið. Liðið 2012 fannst mér líka vera frábært lið. Á mínum ferli voru þetta bestu liðin,“ sagði Pétur. Hver er besti leikmaðurinn í FH á þessum tíma? Valdi mág sinn þann besta „Það er fullt af góðum mönnum sem ég spilaði með en ég verð að nefna hann mág minn, Davíð Þór Viðarsson. Hann var ótrúlega góður, frábær miðjumaður og ótrúlega mikill leiðtogi. Ég held að margir séu sammála mér að hann var virkilega góður leikmaður og klárlega besti leikmaðurinn sem hefur spilað fyrir FH,“ sagði Pétur. „Hann var stundum svolítið reiður,“ skaut Gaupi inn í. „Já, hann var það karlinn. Við rifumst líka einu sinni tvisvar líka,“ sagði Pétur sem fékk svo spurninguna um hver væri besti þjálfarinn sem hefur þjálfað hjá FH. „Heimir Guðjónsson er það klárlega að mínu mati. Hann var virkilega góður þjálfari og skilaði mörgum titlum,“ sagði Pétur „Hann var eins og Davíð, stundum svolítið fúll,“ skaut Gaupi inn í. Pétur Viðarsson og Matthías Vilhjálmsson fallast í faðma.Vísir/Hulda Margrét Gat verið mjög reiður líka „Já, hann gat verið það og gat verið mjög reiður líka. Lét menn heyra það þegar þess þurfti. Það verður að vera skap í þessu og menn þurfa stundum að láta aðra heyra það. Þetta er keppnisíþrótt þannig að það verður að vera í þessu líka,“ sagði Pétur. Besta deildin er fram undan og Pétur hefur skoðanir á henni. „Hvað gerir FH í sumar og hvaða lið verður best,“ spurði Guðjón. Ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann „Ég vona svo innilega að FH taki titilinn en ég ætla ekki endilega að fara að henda einhverri brjálaðri pressu á strákana. Hlíðarendinn er búinn að bæta við sig gríðarlegum mannskap. Heimir er maður sem þykist vera undir radar og ég ætla að gera honum smá grikk og setja pressuna á hann,“ sagði Pétur. „Það er klárt að mannskapurinn verður ógnarsterkur hjá Val og auðvitað Víkingarnir og Breiðablik. Þetta er eins og alltaf það eru fjögur til fimm lið sem berjast og vonandi verður FH meistari,“ sagði Pétur. Það má sjá allt myndbandið með heimsókn Guðjóns Guðmundsson í pylsuskúrinn í Hafnarfirði hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti