Ísland opnar sendiráð í Varsjá í haust Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2022 14:17 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra ásamt Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi. Stjr Íslenskt sendiráð verður stofnað í pólsku höfuðborginni Varsjá síðast á þessu ári. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kynnti tillögu þess efnis á fundi ríkisstjórnarinnar síðastliðinn föstudag og kynnti utanríkismálanefnd málið í morgun. Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að utanríkisráðherra hafi svo átt fund í hádeginu með Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem honum hafi verið greint frá áformunum. Í tillögunni er jafnframt lagt til að fyrirsvar vegna Litáen, auk Úkraínu og Belarús (Hvíta-Rússlands), verði fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að pólitísk, efnahagsleg og menningarleg samskipti Íslands og Póllands hafi aukist verulega á undanförnum árum. „Þá á sívaxandi fjöldi Íslendinga uppruna sinn að rekja til Póllands. Hagsmunir landanna fara saman í mikilvægum málaflokkum, svo sem öryggis- og varnamálum. Þá hafa aukin samskipti landanna, ekki síst vegna fjölda Pólverja sem eru búsettir á Íslandi, eflt viðskipta- og menningartengsl. Pólsk stjórnvöld hafa starfrækt sendiskrifstofu í Reykjavík frá 2008, fyrst með aðalræðisskrifstofu og frá 2013 sem fullgilt sendiráð. „Með opnun sendiskrifstofu Íslands í Varsjá kemst loks á nauðsynleg gagnkvæmni í stjórnmálasamband ríkjanna og það er ánægjulegt að geta stigið það skref og undirstrikað hversu verðmæt vinátta þjóðanna er fyrir okkur Íslendinga. Pólska sendiráðið í Reykjavík hefur sinnt mikilvægri þjónustu við þann stóra hóp Pólverja sem býr á Íslandi. Íslenskt sendiráð í Varsjá getur að sama skapi veitt íslenskum ríkisborgurum og Pólverjum með náin tengsl við Ísland þjónustu og um leið greitt götu íslenskra fyrirtækja á þessum slóðum og gætt íslenskra hagsmuna, til dæmis á vettvangi Uppbyggingarsjóðs EES,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. Hún segir að samskipti Íslands og Póllands bæði vera mikil og blómleg og fjölmörg tækifæri séu til að þróa þau enn frekar. „Íslenskt sendiráðið í Varsjá á eftir að gegna stóru hlutverki í að efla og styrkja sambandið bæði við Pólland og þau ríki sem það mun hafa fyrirsvar gagnvart á fjölmörgum sviðum.“ Gert er ráð fyrir að sendiráð Íslands í Varsjá verði opnað í haust og yrði það þar með 27. sendiskrifstofa Íslands erlendis. Pólland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sendiráð Íslands Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Frá þessu segir á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að utanríkisráðherra hafi svo átt fund í hádeginu með Gerard Sławomir Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, þar sem honum hafi verið greint frá áformunum. Í tillögunni er jafnframt lagt til að fyrirsvar vegna Litáen, auk Úkraínu og Belarús (Hvíta-Rússlands), verði fært til hinnar nýju sendiskrifstofu. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu að pólitísk, efnahagsleg og menningarleg samskipti Íslands og Póllands hafi aukist verulega á undanförnum árum. „Þá á sívaxandi fjöldi Íslendinga uppruna sinn að rekja til Póllands. Hagsmunir landanna fara saman í mikilvægum málaflokkum, svo sem öryggis- og varnamálum. Þá hafa aukin samskipti landanna, ekki síst vegna fjölda Pólverja sem eru búsettir á Íslandi, eflt viðskipta- og menningartengsl. Pólsk stjórnvöld hafa starfrækt sendiskrifstofu í Reykjavík frá 2008, fyrst með aðalræðisskrifstofu og frá 2013 sem fullgilt sendiráð. „Með opnun sendiskrifstofu Íslands í Varsjá kemst loks á nauðsynleg gagnkvæmni í stjórnmálasamband ríkjanna og það er ánægjulegt að geta stigið það skref og undirstrikað hversu verðmæt vinátta þjóðanna er fyrir okkur Íslendinga. Pólska sendiráðið í Reykjavík hefur sinnt mikilvægri þjónustu við þann stóra hóp Pólverja sem býr á Íslandi. Íslenskt sendiráð í Varsjá getur að sama skapi veitt íslenskum ríkisborgurum og Pólverjum með náin tengsl við Ísland þjónustu og um leið greitt götu íslenskra fyrirtækja á þessum slóðum og gætt íslenskra hagsmuna, til dæmis á vettvangi Uppbyggingarsjóðs EES,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu. Hún segir að samskipti Íslands og Póllands bæði vera mikil og blómleg og fjölmörg tækifæri séu til að þróa þau enn frekar. „Íslenskt sendiráðið í Varsjá á eftir að gegna stóru hlutverki í að efla og styrkja sambandið bæði við Pólland og þau ríki sem það mun hafa fyrirsvar gagnvart á fjölmörgum sviðum.“ Gert er ráð fyrir að sendiráð Íslands í Varsjá verði opnað í haust og yrði það þar með 27. sendiskrifstofa Íslands erlendis.
Pólland Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sendiráð Íslands Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira