Sonur túrmenska einvaldsins vann yfirburðasigur í forsetakosningum Atli Ísleifsson skrifar 15. mars 2022 10:25 Hinn fertugi Serdar Berdymukhamedov tekur við forsetaembættinu í Mið-Asíuríkinu Túrmenistan af föður sínum. AP Serdar Berdymukhamedov, sonur túrkmenska einvaldsins Gurbanguly Berdymukhamedov, vann stórsigur í forsetakosningum í landinu um helgina. Hann mun því taka við embættinu af föður sínum sem stýrt hefur landinu frá árinu 2006. Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin. Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Í frétt DW segir að nokkur töf hafi orðið á því að úrslit voru kynnt en kosningarnar fóru fram á laugardaginn. Samkvæmt landsskjörstjórn Túrkmenistans hlaut Serdar Berdymukhamedov 73 prósent atkvæða en kjörtímabilið er sjö ár. Auk hins fertuga Berdymukhamedov voru átta aðrir í framboði, þeirra á meðal nokkrir óþekktir embættismenn. Úrslit forsetakosninganna koma fáum á óvart, enda hafði Berdymukhamedov eldri skipað son sinn í nokkur háttsett embætti á síðustu árum og þannig undirbúið jarðveginn að hann tæki við forsetaembættinuþegar fram liðu stundir. Sá frambjóðandi sem hlaut næstflest atvæði í kosningunum var Khyrdyr Nunnayev, stjórnandi í háskóla, og hlaut hann ellefu prósent atkvæða. Berdymukhamedov yngri hefur í túrkmenskum fjölmiðlum verið kallaður „sonur þjóðarinnar“. Hinn 64 ára Gurbanguly Berdymukhamedov, sem hlaut 97 prósent atkvæða í forsetakosningunum 2017, mun nú láta af embætti forseta en ætlar sér að halda áfram störfum sem forseti efri deildar túrkmenska þingsins. Hann tilkynnti um fyrirhugaða afsögn og kosningar í síðasta mánuði og sagði þá að rætt væri að „yngra fólk“ ætti að stjórna landinu. Túrkmenistan er mjög ríkt af gasi sem það selur bæði til Rússlands og Kína. Íbúar ríkisins eru um sex milljónir en staða mannréttindamála í landinu þykir mjög bágborin.
Túrkmenistan Tengdar fréttir Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10 Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Sjá meira
Uppáhalds hundur einræðisherrans fær gyllta styttu Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn umdeildi einræðisherra Túrkmenistans, opinberaði í gær stærðarinnar gyllta styttu af uppáhalds hundategund sinni. 12. nóvember 2020 11:25
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. 1. apríl 2020 11:10
Gerir soninn að aðstoðarforsætisráðherra Gurbanguly Berdimuhamedov, forseti Mið-Asíuríkisins Túrkmenistans, hefur skipað einkason sinn, Serdar, sem nýjan aðstoðarforsætisráðherra landsins. 12. febrúar 2021 14:05