Eitt útilokar ekki annað Davíð Guðmundsson skrifar 16. mars 2022 06:00 Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins er skoðaður er margt sem kemur þægilega á óvart í ljósi þess hve mikil átök fylgja núverandi borgarstjórn. Af þeim 120 milljörðum sem fjárfesta á í samgönguinnviðum á næstu árum er fyrirhugað að fjárfesta rúmlega 52 í umbætur á núverandi vegakerfi, tæplega 50 í almenningssamgöngur, 7 í bætt umferðarstýringarkerfi og 8 í göngu- og hjólastíga. Sáttmálinn endurspeglar fjölbreytni í ferðamátum og sætir því talsverðri furðu hversu mikill styr hefur ríkt um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum árum. Við sem búum í austari hluta borgarinnar eigum þó ef til vill auðveldara en aðrir með að geta okkur til um af hverju ósættið stafar. Mörg okkar tengja nefnilega við að hafa upplifað okkur annars flokks þegar kemur að málefnum borgarinnar okkar. Mér reyndari stjórnmálaspekúlantar geta kannski útskýrt hvernig það þjónar hagsmunum kjörinna fulltrúa að skipa fólki í fylkingar og koma þeim kyrfilega fyrir í ákveðnum hólfum. Við sem stöndum utan við þennan veruleika eigum erfitt með að skilja hann. Reykvíkingar eru jafn misjafnir og þeir eru margir og flest okkar eru svo lánsöm að upplifa ólík æviskeið. Á langri ævi getur fólk lifað mörgum ólíkum lífsstílum. Bíllaus lífsstíll hentar vel á ákveðnum tímabilum en þegar fjölskyldulífið tekur yfir getur verið gott að eiga tvo bíla og stórt húsnæði. Svo þegar hægist um er hægt að breyta til. Allir borgarbúar eiga að upplifa sig jafn réttháa óháð lífsstíl, stöðu og aldri. Hverfin okkar hafa öll sína sérstöðu og eru öll frábær á sinn hátt. Við þurfum að styrkja þau og byggja upp samgöngukerfi sem tengir hverfi borgarinnar saman þannig að fólk búi við valfrelsi og geti á hagkvæman og skilvirkan hátt komist á milli staða óháð stöðu og stétt. Verkefnið er í grunninn einfalt en framkvæmdin hefur reynst núverandi meirihluta um megn. Það er ekki eðlilegt að rifist sé um hvort að rétt sé að þrífa götur eða byggja mislæg gatnamót þar sem umferðarteppur blasa við öllum sem vilja sjá og heyra. Rödd skynseminnar í þessum efnum er Hildur Björnsdóttir, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. Hún vill binda enda á nokkuð sem hún kallar menningarstríðið í borginni - þar sem ólíkum hópum er teflt upp á móti hver öðrum í samgöngumálum. Sú hugmynd að velja þurfi einn fararmáta alltaf og til frambúðar er bæði óraunhæf og leiðinleg. Það er ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að byggja upp almenningssamgöngur um leið og tekið er tillit til þess að stærstur meirihluti fólks mun áfram fara ferða sinna á bíl. Pólitísk hugmyndafræði í lítilli borg á norðurhjara veraldar á ekki að vera á kostnað heilbrigðrar skynsemi. Eitt útilokar ekki annað og í grunninn eru hagsmunir okkar Reykvíkinga þeir sömu. Fyrir þeim vil ég að sé barist og því mun ég kjósa Hildi Björnsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins nú um helgina. Höfundur er lögmaður.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun