Hala inn milljónum: Auglýsingin sem smeygir sér fram hjá nýjum lögum Snorri Másson skrifar 15. mars 2022 23:01 Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Nýtt frumvarp Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra tekur fyrir auglýsingar á nikótínvörum - en ekki á nikótínverslunum. Og þar sem er vilji er vegur. Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks. Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Í Söngvakeppni Sjónvarpsins mátti sjá auglýsingar frá nikótínvöruversluninni Svens, þar sem ekkert var þó minnst á nikótínvörur. Bara vörumerki verslunarinnar sjálfrar. Enda þótt nýtt frumvarp gangi í gegn, verða slíkar almennar auglýsingar áfram leyfilegar. Nýverið var greint frá efni frumvarpsins, sem ætlað er að draga úr notkun ungmenna á nikótínvörum. Ávaxta- og nammibragð verður bannað. Það eru Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með og hafa gefið til kynna bragðleysi flokksins sem knýr nú á um bragðleysi púðanna, Framsóknarflokksins. Í kvöld mælir heilbrigðisráðherra fyrir því að banna níkótínpúða með bragðefnum. Það er ekki hlutverk ríkisins að stýra neysluhegðun frjálsra einstaklinga. Alveg eins og ríkið bannar þér ekki að borða 30 Snickers stykki á dag, þó að það teljist óskynsamlegt. pic.twitter.com/dCwnw6Ygu1— Ungir sjálfstæðism. (@ungirxd) March 14, 2022 Um leið á að banna auglýsingar nikótínvara. „Þetta er skrýtið. Svona eru reglurnar, virðist vera, það má auglýsa útsölustaðinn og vörumerkið, en ekki vöruna sjálfa,“ segir Guðmundur H. Pálsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, í samtali við fréttastofu. Auglýsendur telja bann við auglýsingum vörunnar ekki koma í veg fyrir að hún komi neytendum fyrir sjónir, enda flæðir allt í auglýsingum frá framleiðendum nikótínpúða á samfélagsmiðlum og í erlendum miðlum. Svens var stofnað árið 2020 og verslanirnar eru þegar orðnar níu á höfuðborgarsvæðinu.Vísir „Þá geta þeir auglýst sínar vörur með ýmsum leiðum en íslenskir fjölmiðlar geta ekki birt þessar vörur í sínum miðlum - og þar af leiðandi hallar kannski bara á íslenska fjölmiðla,“ segir Guðmundur. Ef frumvarpið er mikið högg fyrir Svens ætti fyrirtækið að eiga sjóði til að ráða við það - vöxturinn hefur verið ævintýralegur á tveimur árum og það sér ekki fyrir endann á honum. 32% Íslendinga átján ára og eldri nota nikótínvörur án tóbaks.
Áfengi og tóbak Fíkn Heilbrigðismál Auglýsinga- og markaðsmál Verslun Nikótínpúðar Tengdar fréttir Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18 Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. 11. mars 2022 18:18
Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. 10. mars 2022 22:01