Stærsta endurkoman síðan Laudrup kom til baka í landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2022 13:00 Danskir stuðningsmenn munu örugglega fjölmenn á Parken í Kaupmannahöfn 29. mars næstkomandi. Getty/Jonathan Nackstrand Danir fagna endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og hann gæti spilað á táknrænum stað undir lok mánaðarins. Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér. HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Danski knattspyrnusérfræðingurinn Flemming Toft skrifaði pistil um endurkomu Christian Eriksen í danska landsliðið og að hans mati gæti 29. mars næstkomandi orðið hluti af sögu danska landsliðsins. „Við munum aldrei gleyma 12. júní 2021, daginn sem Christian Eriksen hné niður í grasið og var líflaus í nokkrar mínútur á Parken. Við munum heldur ekki gleyma 29. mars 2022 þegar hann mun líklega snúa aftur á sama stað,“ skrifaði Flemming Toft í pistli sínum á vef TV2. Christian Eriksen has been included in the Denmark squad for the first time since suffering cardiac arrest at Euro 2020. pic.twitter.com/3DvR4yQgBO— GOAL (@goal) March 15, 2022 Eriksen er byrjaður að spila með Brentford í enski úrvalsdeildinni og var valinn í danska landsliðshópinn í gær. Hann lék fyrst með landsliðinu í mars 2010 þegar hann var bara átján ára gamall. „Nú erum við að horfa upp á stærstu endurkomuna í danska landsliðið síðan Michael Laudrup kom til baka árið 1993 eftir að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið í þrjú ár,“ skrifar Toft. Michael Laudrup, þá langstærsta knattspyrnustjarna Dana og ein sú stærsta í Evrópu, enda leikmaður Juventus og Real Madrid á þessum árum. Hann var ósáttur með danska landsliðsþjálfarann Richard Möller Nielsen og var því ekki í danska landsliðinu sem kom öllum á óvart og varð Evrópumeistari sumarið 1992. Laudrup kom hins vegar aftur 1993 og átti eftir að spila með danska landsliðinu til ársins 1998. Christian Eriksen is in Denmark's squad for the first time since suffering a cardiac arrest at Euro 2020.Fantastic to see him back pic.twitter.com/9xaku5rHLg— ESPN FC (@ESPNFC) March 15, 2022 Það vilja allir sjá Eriksen aftur í dönsku landsliðstreyjunni og ekki síst hann sjálfur. Hann hefur sett stefnuna á því að spila með Dönum á HM í Katar í nóvember og fyrsta skrefið í þá átt er að spila þessa vináttulandsleiki í lok mars. „Landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand hefur verið í góðu sambandi við Christian Eriksen. Þeir hafa ekkert verið að flýta sér og ættu báðir að vera tilbúnir fyrir þessa endurkomu,“ skrifar Toft. Danska landsliðið fer fyrst í æfingabúðir á Spáni og þær ætti að gefast tími til þjappa hópnum aftur saman. Svo er útileikur á móti Hollendingum áður en kemur að leiknum á móti Serbum á Parken. Það er leikurinn sem allir vilja sjá Eriksen spila og komast yfir minninguna frá því í Finnlandsleiknum í júní í fyrra. „Hann er nógu góður. Meira en nógu góður. Til halda halda (Fótbolta) lífi sínu áfram,“ skrifaði Flemming Toft að lokum en það má finna allan pistil hans hér.
HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Fleiri fréttir Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira