Umfjöllun, viðtal og myndir: Stjarnan - Keflavík 95-93 | Stjarnan í bikarúrslit fjórða skiptið í röð eftir framlengdan leik Andri Már Eggertsson skrifar 16. mars 2022 20:26 David Gabrovsek, leikmaður Stjörnunnar, setur niður sniðskot í leiknum í kvöld. Stjarnan vann tveggja stiga sigur á Keflavík 95-93 í spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka sekúndunum í framlengingu. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Stjarnan kemst í bikarúrslit. Keflavík opnaði leikinn með þriggja stiga körfu frá Herði Axel Vilhjálmssyni. Leikurinn datt svo niður og kom tæplega þriggja mínútna kafli þar sem bæði lið áttu í vandræðum með að hitta. Það var auðvelt að skynja hátt spennustig enda mikið undir. Hörður Axel gerði 9 stig gegn StjörnunniVísir/Bára Dröfn Keflavík fann betri takt um miðjan fyrsta leikhluta og náði að mynda sér fjögurra stiga forskot sem þeir héldu út leikhlutann. David Gabrosvek byrjaði á bekknum hjá Stjörnunni en kom inn á í fyrsta leikhluta og fór á kostum. Hann gerði 15 stig á sex mínútum og fimmtíu sekúndum. Þrátt fyrir að David Gabrosvek gerði ekki stig í öðrum leikhluta var Stjarnan með mikla yfirburði. Stjarnan náði fljótlega í öðrum leikhluta að gera sjö stig í röð og þá tók Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé í stöðunni 34-30 Stjörnunni í vil. Keflavík hitti aðeins úr einu þriggja stiga skoti af átta í öðrum leikhluta. Þetta voru oft á tíðum opin skot sem Keflvíkingar fóru afar illa með. Stjarnan var fimm stigum yfir í hálfleik 41-36. Stjarnan gerði sex stig í röð í upphafi þriðja leikhluta og komst sjö stigum yfir 47-40. Skömmu síðar ákvað Dominykas Milka að taka leikinn í sínar eigin hendur og gerði átta stig í röð. Stemmningin færðist þá yfir til Keflavíkur og allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni þegar Hörður Axel setti niður þrist og kom Keflavík þremur stigum yfir 57-60. Keflavík vann þriðja leikhluta með fimm stigum og var staðan 60-62 fyrir síðasta fjórðung. Robert Turner gerði 24 stigVísir/Bára Dröfn Það var ótrúleg spenna í fjórða leikhluta þar sem bæði lið skiptust á að taka forystuna. Þegar tæplega sjötíu sekúndur voru eftir virtist Stjarnan vera að fara landa sigri. Valur Orri hafði klikkað á tveimur þriggja stiga skotum. Lokasekúndurnar í fjórða leikhluta voru ótrúlegar. Stjarnan var þremur stigum yfir 82-79. Keflavík tók leikhlé og stillti í lokasókn. Darius Tarvydas setti niður þriggja stiga skot í horninu og jafnaði leikinn á tveimur sekúndum. Eftir fjórða leikhluta var staðan 82-82 og framlenging næst á dagskrá. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var Keflavík fimm stigum yfir 85-90. Stjarnan sýndi þá ótrúlegan karakter og vann lokamínúturnar 10-3. Stjarnan vann á endanum 95-93 og spilar í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. Stjarnan fagnaði mikið eftir leikVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Stjarnan? Það munaði alls ekki miklu í kvöld en ætli reynsla Stjörnunnar í undanúrslitum hafi ekki spilað inn í. Stjarnan vann síðustu tvær mínúturnar í framlengingunni 10-3. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner reyndist Stjörnunni afar mikilvægur þegar mest á reyndi. Hann gerði þriggja stiga körfu sem setti Stjörnuna í bílstjórasætið undir lok framlengingar. Hann var stigahæstur hjá Stjörnunni með 24 stig. Mustapha Heron var allt í öllu hjá Keflavík. Hann endaði á að gera 26 stig og taka 8 fráköst. Hvað gekk illa? Það er stutt á milli hláturs og gráts í boltanum. Darius Tarvydas fór afar illa með lokasókn Keflavíkur í framlengingunni. Rétt á undan hafði hann sett niður þriggja stiga skot en þegar mest á reyndi klikkaði hann. Keflavík spilaði afar illa úr sínu fimm stigum yfir og aðeins 120 sekúndur eftir. Hvað gerist næst? Stjarnan mun mæta annað hvort Þór Þorlákshöfn eða Val í úrslitum VÍS-bikarsins. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastóli á Sauðárkróki miðvikudaginn 23. mars. Myndir: Keflvíkingar fengu sín augnablik til að fagnaVísir/Bára Dröfn Darius gerði 17 stigVísir/Bára Dröfn David Gabrovsek gerði 15 stig á sjö mínútumVísir/Bára Dröfn Arnar fagnaði mikið eftir leikVísir/Bára Dröfn Subway-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan
Stjarnan vann tveggja stiga sigur á Keflavík 95-93 í spennutrylli þar sem úrslitin réðust á loka sekúndunum í framlengingu. Þetta er í fjórða skiptið í röð sem Stjarnan kemst í bikarúrslit. Keflavík opnaði leikinn með þriggja stiga körfu frá Herði Axel Vilhjálmssyni. Leikurinn datt svo niður og kom tæplega þriggja mínútna kafli þar sem bæði lið áttu í vandræðum með að hitta. Það var auðvelt að skynja hátt spennustig enda mikið undir. Hörður Axel gerði 9 stig gegn StjörnunniVísir/Bára Dröfn Keflavík fann betri takt um miðjan fyrsta leikhluta og náði að mynda sér fjögurra stiga forskot sem þeir héldu út leikhlutann. David Gabrosvek byrjaði á bekknum hjá Stjörnunni en kom inn á í fyrsta leikhluta og fór á kostum. Hann gerði 15 stig á sex mínútum og fimmtíu sekúndum. Þrátt fyrir að David Gabrosvek gerði ekki stig í öðrum leikhluta var Stjarnan með mikla yfirburði. Stjarnan náði fljótlega í öðrum leikhluta að gera sjö stig í röð og þá tók Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé í stöðunni 34-30 Stjörnunni í vil. Keflavík hitti aðeins úr einu þriggja stiga skoti af átta í öðrum leikhluta. Þetta voru oft á tíðum opin skot sem Keflvíkingar fóru afar illa með. Stjarnan var fimm stigum yfir í hálfleik 41-36. Stjarnan gerði sex stig í röð í upphafi þriðja leikhluta og komst sjö stigum yfir 47-40. Skömmu síðar ákvað Dominykas Milka að taka leikinn í sínar eigin hendur og gerði átta stig í röð. Stemmningin færðist þá yfir til Keflavíkur og allt ætlaði um koll að keyra í stúkunni þegar Hörður Axel setti niður þrist og kom Keflavík þremur stigum yfir 57-60. Keflavík vann þriðja leikhluta með fimm stigum og var staðan 60-62 fyrir síðasta fjórðung. Robert Turner gerði 24 stigVísir/Bára Dröfn Það var ótrúleg spenna í fjórða leikhluta þar sem bæði lið skiptust á að taka forystuna. Þegar tæplega sjötíu sekúndur voru eftir virtist Stjarnan vera að fara landa sigri. Valur Orri hafði klikkað á tveimur þriggja stiga skotum. Lokasekúndurnar í fjórða leikhluta voru ótrúlegar. Stjarnan var þremur stigum yfir 82-79. Keflavík tók leikhlé og stillti í lokasókn. Darius Tarvydas setti niður þriggja stiga skot í horninu og jafnaði leikinn á tveimur sekúndum. Eftir fjórða leikhluta var staðan 82-82 og framlenging næst á dagskrá. Þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum var Keflavík fimm stigum yfir 85-90. Stjarnan sýndi þá ótrúlegan karakter og vann lokamínúturnar 10-3. Stjarnan vann á endanum 95-93 og spilar í úrslitum VÍS-bikarsins á laugardaginn. Stjarnan fagnaði mikið eftir leikVísir/Bára Dröfn Af hverju vann Stjarnan? Það munaði alls ekki miklu í kvöld en ætli reynsla Stjörnunnar í undanúrslitum hafi ekki spilað inn í. Stjarnan vann síðustu tvær mínúturnar í framlengingunni 10-3. Hverjir stóðu upp úr? Robert Turner reyndist Stjörnunni afar mikilvægur þegar mest á reyndi. Hann gerði þriggja stiga körfu sem setti Stjörnuna í bílstjórasætið undir lok framlengingar. Hann var stigahæstur hjá Stjörnunni með 24 stig. Mustapha Heron var allt í öllu hjá Keflavík. Hann endaði á að gera 26 stig og taka 8 fráköst. Hvað gekk illa? Það er stutt á milli hláturs og gráts í boltanum. Darius Tarvydas fór afar illa með lokasókn Keflavíkur í framlengingunni. Rétt á undan hafði hann sett niður þriggja stiga skot en þegar mest á reyndi klikkaði hann. Keflavík spilaði afar illa úr sínu fimm stigum yfir og aðeins 120 sekúndur eftir. Hvað gerist næst? Stjarnan mun mæta annað hvort Þór Þorlákshöfn eða Val í úrslitum VÍS-bikarsins. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastóli á Sauðárkróki miðvikudaginn 23. mars. Myndir: Keflvíkingar fengu sín augnablik til að fagnaVísir/Bára Dröfn Darius gerði 17 stigVísir/Bára Dröfn David Gabrovsek gerði 15 stig á sjö mínútumVísir/Bára Dröfn Arnar fagnaði mikið eftir leikVísir/Bára Dröfn
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti