Hafnar kröfum Viðars og segir hann þurfa þurfi að sætta sig við að ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2022 23:49 Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður félagsins. Agnieszka Ewa Ziólkowska, starfandi formaður Eflingar, hafnaði í byrjun mars kröfu Viðars Þorsteinssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, um afsökunarbeiðni vegna ásakana um fjármálamisferli og lögbrot í störfum hans sem framkvæmdastjóri. Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars. Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Jafnframt fór Viðar fram á að Agnieszka myndi upplýsa sig um eðli meintra ásakana á hendur honum og leiðrétta ummæli sem hún lét falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar í febrúar. Í bréfi sem var sent Viðari fyrir hönd Agnieszku segir að hún beri ríka skyldu til þess að fylgjast með fjármálum Eflingar sem formaður stéttarfélagsins og halda stjórn og trúnaðarráði upplýstu um þau. Þá var vísað til þess að hún njóti tjáningarfrelsis í samræmi við stjórnarskrá. Einnig segir að Viðar þurfi að sætta sig við það að störf hans, fjárhagslegar ákvarðanir og ráðstöfun á fjármunum félagsins komi til umræðu hjá formanni og stofnunum Eflingar. Hótaði að fara með málið fyrir dómstóla Í bréfi sem lögfræðingur Viðars sendi Agnieszku þann 22. febrúar, og fréttastofa hefur jafnframt undir höndum, segir að til greina komi að fara með málið fyrir dómstóla ef formaðurinn verði ekki við áðurnefndum kröfum. Málið varðar ummæli sem Agnieszka á að hafa látið falla á fundi trúnaðarráðs Eflingar þann 16. febrúar síðastliðinn. Í bréfi til Agnieszku er fullyrt að hún hafi á fundinum sakað Viðar um að „hafa á einhvern hátt misfarið með fé félagsins og/eða brotið lög í tengslum við vefsíðugerð fyrir Eflingu meðan hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eflingar.“ Þá hafi verið fullyrt að reikningarnir hafi ekki verið samþykktir með eðlilegum hætti. Viðar segir þetta rangar og alvarlegar ásakanir sem Agnieszka hafi látið falla við önnur tækifæri. Snýst málið um samning Eflingar við Andra Sigurðssonar og fyrirtæki hans Sigur vefstofu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ýjað að því á áðurnefndum fundi trúnaðarráðs að ekki hafi verið staðið að samningum við Andra með lögmætum hætti og að Agnieszka væri að „rannsaka“ málið. Kostnaður við samninginn var sagður hafa hlaupið á mörgum, ef ekki tugum, milljóna króna. Óskað eftir úttekt endurskoðenda Í kjölfar fundar trúnaðarráðs óskaði Efling eftir því að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte myndi yfirfara viðskipti stéttarfélagsins við Sigur vefstofu. Að sögn Viðars gerði fyrirtækið engar athugasemdir við viðskiptin. Í kjölfarið hafi stjórn Eflingar samþykkt að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt. Sjálfur hefur Viðar sagt að ekkert athugavert sé við viðskipti Eflingar við vefhönnunarfyrirtækið sem hafi útbúið nýja vefsíðu fyrir félagið og sinnt öðrum verkefnum tengdum vefsíðugerð og hönnunarvinnu. Reikningum hafi fylgt tímaskýrslur og þeir samþykktir af starfsmönnum og stjórnendum sem til þess höfðu umboð. Samþykkt reikninga hafi verið í samræmi við verkferla sem unnið hafi verið eftir á skrifstofunni og vinnan í fæstum tilvikum verið framkvæmd að ósk Viðars.
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53 Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10 Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Segir Agnieszku enn reyna að grafa upp hluti til að nýta í árásir Í dag samþykkti stjórn Eflingar að láta lögfræðing framkvæma sérstaka lögfræðiúttekt á samningum stéttarfélagsins. Frá þessu greinir Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, og segir úttektina hluta af áframhaldandi tilraun Agnieszku Ewa Ziólkowska, fráfarandi formanns, til að reyna að „grafa upp eitthvað sem gagnast gæti í árásum hennar“ á sig. 15. mars 2022 22:53
Sakar Agnieszku um rógburð og segir engar athugasemdir gerðar við viðskipti Eflingar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, segir að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte hafi ekki gert neinar athugasemdir við viðskipti stéttarfélagsins við vefhönnunarfyrirtækið Sigur vefstofu. 10. mars 2022 16:10
Telur varaforsetann stunda atvinnuróg og krefst skýringa Andri Sigurðsson, hönnuður og félagi í Sósíalistaflokknum, krefst skýringa frá Alþýðusambandi Íslands vegna ummæla sem þriðji varaforseti sambandsins lét hafa eftir sér í viðtali. Hann segir að með ummælunum sé vegið að starfsheiðri hans. 8. mars 2022 16:26