Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. mars 2022 11:12 Frá Reykjanesbraut um ellefuleytið í dag. Vegagerðin Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“ Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“
Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11
Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10