Á þriðja tug þurft að biðja um aðstoð björgunarsveita á Reykjanesi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 17. mars 2022 11:12 Frá Reykjanesbraut um ellefuleytið í dag. Vegagerðin Á þriðja tug ökumanna hafa þurft á aðstoð björgunarsveita að halda í morgun vegna slæmrar færðar og veðurs. Flest verkefni björgunarsveita á landinu í dag hafa verið á Suðvesturhorninu. Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“ Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á landinu öllu í dag og víðast hvar á landinu á morgun vegna suðvestan hvassviðris eða storms og éljagangs. Víða er færð á vegum mjög slæm og fólk varað við óþarfa langferðalögum. Björgunarsveitum á Reykjanesi barst í morgun hjálparbeiðni frá ökumanni rútu sem lenti út af Reykjanesbrautinni fyrir ofan Reykjanesbæ. „Þær fóru á vettvang til að kanna aðstæður og það vildi svo heppilega til að það var bara einn maður um borð, sem var ökumaðurinn. Hann slasaðist ekki en var fluttur til byggða og rútan verður væntanlega sótt þegar veðrinu slotar,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Hálka, rok og skafrenningur leikið landsmenn grátt Þá hafa björgunarsveitir á svæðinu þurft að sinna tugum útkalla í morgun frá ökumönnum sem hafa lent í vandræðum vegna færðar. „Í morgun hafa björgunarsveitir á Suðurnesjum þurft að aðstoða tuttugu til þrjátíu ökumenn bíla sem hafa bæði fest sig í efri byggðum á Reykjanesinu og eins nokkrir sem hafa misst bílana sína út af á Reykjanesbraut,“ segir Davíð. „Þannig að þeim var hjálpað að koma bílunum aftur upp á veg og í einhverjum tilfellum hefur þurft að flytja fólk til byggða og þurft að skilja bílana eftir. En í flestum tilvikum gekk þetta vel og við höfum ekki fengið tilkynningar um slys á fólki.“ Hann segir ástæðu vandræðanna aðallega leiðinlega færð og mikið rok en þar að auki er mikil hálka á svæðinu. „Var ekki talað um að það sé hálka á Reykjanesbrauti og á flestum vegum á Suðvesturlandi var hálka í morgun? Í bland við vindhviður getur fólk lent í því að missa bílana út af,“ segir Davíð. „Öll verkefnin út af veðrinu í dag hafa verið á Reykjanesinu. Það hefur verið þessi aðstoð við ökumenn og svo aðstoð við Vegagerðina við að loka vegum.“
Veður Umferð Björgunarsveitir Tengdar fréttir Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11 Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17 Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Átján þúsund hringdu í Vegagerðina í febrúar Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Vegagerðarinnar við að svara símtölum undanfarnar vikur vegna slæmrar tíðar. Í febrúar einum barst upplýsingadeild hennar 18 þúsund símtöl og á þeim degi sem mest var bárust henni 1.649 símtöl. 17. mars 2022 08:11
Vegir um Hellisheiði, Þrengsli og Kjalarnes lokaðir Vegir á Suðvesturlandi eru víða lokaðir en vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið má reikna með að skyggni og færð geti versnað hratt. Hálka er á öllum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. 17. mars 2022 07:17
Gular viðvaranir og má allvíða búast við stormi með snjókomu Með morgninum fara skil yfir landið og má allvíða búast við suðaustan hvassviðri eða stormi með snjókomu og skafrenningi fyrir hádegi. 17. mars 2022 07:10