Innlent

Landspítalinn kallar hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða til starfa

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Landspítalinn hefur óskað eftir því að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar mæti til starfa á smitsjúkdómadeild um helgina. 
Landspítalinn hefur óskað eftir því að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar mæti til starfa á smitsjúkdómadeild um helgina.  Vísir/Vilhelm

Landspítalinn hefur sent út ákall til hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða um að þeir mæti til starfa á spítalanum nú um helgina. Hann segir þá bráðvanta starfsmenn á smitsjúkdómadeildina þessa helgi.

Þetta segir í tilkynningu frá spítalanum sem birt var á Facebook fyrr í dag. Þar segir að bæði vegna fjölda sjúklinga með Covid-19 og veikinda starfsfólk bráðvanti hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á smitsjúkdómadeildina dagana 18. til 20. mars. 

„Það er því ákall frá deildinni að koma til starfa og hafa samband við vaktstjóra í síma 825 5039 þar sem veittar eru nánari upplýsingar,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×