„Þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. mars 2022 21:06 Hildur Björk Hörpudóttir. Vísir/Vilhelm Það eru margar áskoranir fyrir fósturforeldra sem taka að sér barn í fóstur og einnig fyrir fósturbörnin sjálf. Fósturforeldrar upplifa oft fordóma frá fólki sem þekkir ekki hvernig fósturkerfið virkar. „Erfiðustu fordómarnir sem við lendum í eru þegar börnin okkar lenda í fordómum í skóla eða annars staðar, það snertir mann erfiðast,“ segir Guðlaugur Kristmundsson en hann er fósturforeldri tveggja barna. „Það gerist kannski í skólastarfi að börn útskúfast meðvitað eða ómeðvitað hjá börnum.“ Fósturbarn er ekki vandræðabarn Hann segir að margir sem hitta fósturbarn telji sjálfkrafa að þetta sé vandræðabarn, „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er að aðstæður barnsins voru ómögulegar. Annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun.“ Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur. Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða meðal annars um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira. „Þarna gleymist svo oft að þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna, þau báðu aldrei um þetta. Þau báðu ekki um að fara í þessar aðstæður, það biður ekkert barn um að fá að vera fósturbarn,“ útskýrir Hildur Björk Hörpudóttir. Verstu Barnaverndarmálin Hildur þekkir fósturkerfið vel, bæði sem fósturbarn og sem fósturforeldri nokkurra barna og segir að fullorðið fólk sé ekki að ræða mikið að það hafi verið fósturbarn af ótta við að fá einhvern stimpil. „Það þýðir að eitthvað var ekki rétt í kringum þig.“ segir Hildur. „Við verðum að vona að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ bætir Guðlaugur við. Hann segir mikilvægt að talað sé við fósturforeldra og að Félag fósturforeldra sé tekið alvarlega af hinu opinbera. „Við erum að takast á við verstu Barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fósturfjölskyldur - Áskoranir Þau ræða í þættinum hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel. Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð og svo framvegis. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu. Börn og uppeldi Fósturfjölskyldur Tengdar fréttir Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46 Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
„Erfiðustu fordómarnir sem við lendum í eru þegar börnin okkar lenda í fordómum í skóla eða annars staðar, það snertir mann erfiðast,“ segir Guðlaugur Kristmundsson en hann er fósturforeldri tveggja barna. „Það gerist kannski í skólastarfi að börn útskúfast meðvitað eða ómeðvitað hjá börnum.“ Fósturbarn er ekki vandræðabarn Hann segir að margir sem hitta fósturbarn telji sjálfkrafa að þetta sé vandræðabarn, „Að þetta barn sé með óæskilega hegðun eða hafi komið sér í vandræði, þegar raunin er að aðstæður barnsins voru ómögulegar. Annað hvort skaðandi fyrir barnið eða það var ekki verið að veita því öryggi eða örvun.“ Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Fósturfjölskyldur er rætt um áskoranirnar sem fylgja því að taka barn í fóstur. Áskoranirnar geta verið margar og í þættinum velta þau fyrir sér nokkrum sem eru oft áberandi. Þau ræða meðal annars um fordóma sem fósturfjölskyldur og fósturbörn geta orðið fyrir. Fordóma varðandi það sem börnin hafa gengið í gegnum sem einhvers konar stimpil á þau eða þeirra hegðun. Fordóma gagnvart fjölskyldu samsetningu fósturfjölskyldna og margt fleira. „Þarna gleymist svo oft að þessi börn eru fórnarlömb aðstæðna, þau báðu aldrei um þetta. Þau báðu ekki um að fara í þessar aðstæður, það biður ekkert barn um að fá að vera fósturbarn,“ útskýrir Hildur Björk Hörpudóttir. Verstu Barnaverndarmálin Hildur þekkir fósturkerfið vel, bæði sem fósturbarn og sem fósturforeldri nokkurra barna og segir að fullorðið fólk sé ekki að ræða mikið að það hafi verið fósturbarn af ótta við að fá einhvern stimpil. „Það þýðir að eitthvað var ekki rétt í kringum þig.“ segir Hildur. „Við verðum að vona að uppkomin fósturbörn fari að tala,“ bætir Guðlaugur við. Hann segir mikilvægt að talað sé við fósturforeldra og að Félag fósturforeldra sé tekið alvarlega af hinu opinbera. „Við erum að takast á við verstu Barnaverndarmálin, málin sem ekki var hægt að leiðrétta eða styðja inni á heimilunum.“ Þáttinn má heyra í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Fósturfjölskyldur - Áskoranir Þau ræða í þættinum hvaða stuðning Félag fósturforeldra hafi til úrræða og hvort að hann sé hreinlega nægur. Þau nefna mikilvægi þess að rannsaka líðan og stöðu fósturfjölskyldna. Einnig fara þau yfir þær stoðir sem getur farið að hrikta í við komu fósturbarna eins og starfsframa, tekjur, hjónabandið eða heilsan jafnvel. Þau ræða pressuna sem fylgir því að fá aðdáun fyrir það að taka barn í fóstur; að þau séu dugleg, góðhjörtuð og svo framvegis. Hafa þau þá leyfi til að gera mistök, vera úrillir foreldrar eða hvað? Og hvað fá þau eiginlega greitt fyrir að taka barn í fóstur? Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Fósturfjölskyldur, Hlaðvarpsþættir Félags fósturforeldra, munu birtast næstu fimmtudaga hér á Vísi og á öllum helstu efnisveitum. Félag fósturforeldra á sér langa sögu. Í lok síðustu aldar sameinuðust tvö félög undir nafni annars félagsins. Nafn hins félagsins var Félag vistheimila í sveitum og starfaði innan Bændasamtakanna. Félagsmenn Félags fósturforeldra eru í dag tæplega 300. Hægt er að kynna sér félagið á vefsíðu þeirra fóstur.is og svo eru þau líka komin með Instagram síðu.
Börn og uppeldi Fósturfjölskyldur Tengdar fréttir Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46 Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21 Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00 Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Selfyssingar unnu Skjálftann með verki um hinsegin bakslag Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu A-teens og tveir fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Kim mældist með „litla heilavirkni“ Sjá meira
Fósturforeldrar fá ekki fæðingarorlof og þurfa að redda sér „Ekkert fósturbarn kemur í líf okkar án þess að hafa upplifað áföll,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir. Það er því ekki óalgengt að fósturbörn séu að kljást við einhvers konar áfallastreituröskun þegar þau koma inn á heimilið. 10. mars 2022 12:46
Sá tengslamyndun í nýju ljósi sem fósturforeldri „Það varð svo raunverulegt þegar námskeiðinu lýkur og þá koma þessir gestir inn. Fósturforeldrar og fósturbörn sem lýsa þeim aðstæðum sem þau eru eða voru í,“ segir Guðlaugur Kristmundsson um undirbúningsnámskeiðið sem hann tók áður en hann gerðist fósturforeldri. 3. mars 2022 17:21
Alltaf neyðarúrræði að setja barn í fóstur „Það sem er kannski öðruvísi við þetta allt er að þetta eru svolítið þegar mótaðir einstaklingar. Þau koma til manns í líf manns með nafn, dásamlegt bros og alls konar tengsl,“ segir Hildur Björk Hörpudóttir um það að vera fósturforeldri. 24. febrúar 2022 14:00