Tíu atriði sem við getum gert svo miklu betur í borginni Þorkell Sigurlaugsson skrifar 17. mars 2022 20:01 Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú er komið að lokum spennandi kosningabaráttu Sjálfstæðisfólks fyrir prófkjörið sem haldið verður í Reykjavík föstudag og laugardag. Ég býð mig fram í 2. sæti. Ég kem með nýja reynslu inn í borgarstjórn eftir áratuga störf við stjórnun stærri og smærri fyrirtækja, sprotafyrirtækja og uppbyggingu Háskólans í Reykjavík. Ég hef mikinn áhuga á flokksstarfinu og er formaður velferðarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Áherslur mínar byggja m.a. á eftirfarandi stefnumiðum Breyta verður áherslum í skipulagsmálum og stjórnun borgarinnar. Draga verður úr forræðishyggju og taka aukið tillit til sjónarmiða þeirra sem búa og starfa í borginni. Stöðva verður flótta fyrirtækja og fólks frá borginni. Setja þarf nýtt byggingarland strax í uppbyggingu samhliða hófstilltri þéttingu byggðar.Mikilvæg fyrirtæki og íbúar hafa verið að flýja borgina undanfarin ár vegna skorts á hagkvæmum og ódýrum íbúðum og byggingarlandi. Bæta verður aðstöðu og þjónustu við fyrirtæki í öllum greinum atvinnurekstrar. Öflug fyrirtæki eru undirstaða atvinnulífs, tekjuöflunar og velferðar hjá borgarbúum. Slakar almenningssamgöngur, ónóg bílastæði og þröng aðkoma hafa reynst mörgum fyrirtækjum kostnaðarsamar. Sýnu verri eru þó afleiðingar sífellt meiri umferðartafa. Skóla- og íþróttamál verði í hávegum höfð. Skólar verða að þjóna einstaka hverfum og börnum, án myglu, og án þess að löng bið verði eftir íþróttaaðstöðu eða leikskólaplássi. Bæta verður þjónustu við eldri borgara. Sinna verður málefnum eldri borgara af meiri framsýni en hingað til, samhliða fjölgun eldra fólks. Byggja þarf upp betri aðstöðu til forvarna og endurhæfingar sem hentar þessum aldurshópum. Sérstaklega þarf að horfa til húsnæðismála. Þá er stórt réttlætismál að dregið verði úr álögum á lífeyrisþega. Burt með biðraðir í velferðarmálum. Velferðarmál skipta höfuðborgarbúa miklu máli og á því sviði þarf að hafa samstarf við stjórnvöld. Verðum að losna við biðraðirnar sem einkenna þessa þjónustu á fjölmörgum sviðum. Lækka verður álögur á þá sem búa við kröppust kjör. Þá verður að endurskoða velferðarkerfið heildstætt og losa um fátæktargildrur innan þess t.d. varðandi fasteignagjöld o.fl. Það á ekki hvað síst við um þann vaxandi fjölda eldri borgara sem býr við fátækt m.a. vegna slakra lífeyrisréttinda, engra launatekna eða fjármagnstekna. Snúa verður vörn í sókn í húsnæðismálum. Uppbygging húsnæðis hefur verið vanrækt og sérstaklega ódýrt húsnæði fyrir yngra fólk og tekjulága. Úr því verður bætt á kjörtímabilinu. Leigumarkaður þarf einnig að vera virkur og öruggari fyrir leigutaka. Endurskoða verður samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins milli ríkis og sveitarfélaga. Endurskoðun er nauðsynleg á nokkrum mikilvægum þáttum og einnig tryggja að framkvæmdir, tíma-, og fjárhagsáætlanir samnings ríkis og sveitarfélaga standist. Flýta verður framkvæmdum fyrir greiðari bifreiðasamgöngur, hjól og gangandi og ekki er hægt að bíða í 15-20 ár eftir fullkláraðri svokallaðri „Borgarlínu“. Allir samgöngumátar eru nauðsynlegir. Þeir eru í óviðunandi ástandi og verða eftir nokkur ár í enn alvarlegra ástandi, nema til komi einfaldari, ódýrari og fljótlegri lausn á góðum samgöngum fyrir alla. Taka verður fjármál borgarinnar föstum tökum. Síðast en ekki síst þarf að bæta fjármálarekstur borgarinnar og snúa við þeirri skuldasöfnun sem hefur viðgengist allt of lengi í boði vinstri meirihluta borgarstjórnar Skortur á allri byggðaþróun og framtíðarsýn fyrir Reykjavík Verulega hefur skort á langtímasýn á þróun borgarinnar til næstu áratuga langt fram eftir þessari öld. Sem dæmi má nefna að Reykjavík hefur dregist aftur úr hvað varðar þróun byggðar, ekki hvað síst vegna seinkunar Sundabrautar yfir í Geldinganes, Álfsnes og Kjalarnes þar sem í heildina litið má byggja tugþúsundir íbúða. Einnig eru möguleikar til frekari byggðar í þéttbýli á landi Keldna, Keldnaholti og í Úlfarsársdal. Frestun Sundabrautar er eitt stærsta hneykslið og þar gerði borgin ekkert til að ýta á eftir verkefninu og þvældist frekar fyrir. Breyttir og betri tímar bíða Reykvíkinga eftir næstu kosningar. Það er kominn tími á nýtt verklag og framtíðarsýn fyrir höfuðborgina á sem flestum sviðum; við viljum koma Reykjavík aftur í fremstu röð. Ég býð mig fram í 2. sætið til að taka þátt í þeirri baráttu. Við getum gert svo miklu betur í borginni! Höfundur er í framboði í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í Reykjavík 18-19. mars.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun