Hver verður framtíð VM? Guðmundur Ragnarsson skrifar 18. mars 2022 12:00 Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Guðmundur Ragnarsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í stéttarfélagi þarf að vera þróun í takti við þjóðfélagsbreytingar og framþróun. Breytingarnar verður hins vegar að vinna félagslega og eftir lögum félagsins. Hugmynd er búin til, hún mótuð og rædd áfram. Þegar komið er uppkast að hugmynd, er komin grundvöllur til að vinna hana félagslega. Hugmyndin er rædd í stjórn, fulltrúaráði og kynnt á aðalfundi.Í þessu ferli geta orðið verulegar viðbætur eða dregið er úr umfangi hugmyndarinnar ef mönnum hugnast hún ekki. Það sem hefur verið að gerast hjá VM – Félags vélstjóra og málmtæknimanna með því að sameina félagið inn í 2F er ekkert nema einræðis vinnubrögð og óheiðarleiki af hálfu formanns. Farið var á bak við alla í félaginu, stjórn, varastjórn, fulltrúaráð og hinn almenna félagsmann. Félagsmenn VM verða að geta treyst því að formaður félagsins vinni af heilindum og upplýsi félagsmenn um þær breytingar sem verið er að gera. Gott er að rifja upp að þegar VM var stofnað 2006 var búinn að vera langur aðdragandi að því. VM varð til með sameiningu Vélstjórafélags Íslands og Félags járniðnaðarmanna.Ef ég man rétt, funduðu tveir fulltrúar frá hvoru félagi einu sinni í viku í heilt ár.Félag járniðnaðarmanna hafði gefist upp á samstarfinu innan Samiðnar-Sambands iðnfélaga. Samiðn var stofnað á veikum grunni af félögum sem voru í bullandi samkeppni um félagsmenn með undirboðum á félagsgjöldum. Því fór sem fór með veru Félags járniðnaðarmanna þar. Byggjum ekki félagið okkar á sandi Ég get fullyrt að grunnurinn undir 2F er ennþá veikari og með fleiri vandamál. Þegar svona lagað er brallað með allri þessari leynd inni í félagslegu umhverfi, er brallið dæmt til að mistakast. Það eru svo margir lausir endar og margar óræddar spurningar sem eftir er að svara. Þetta er það sem ég talaði um í upphafi að svona verkefni þarf að þróa og móta í félagslega baklandinu svo að það virki og hægt sé að taka það í notkun. Meirihlutinn verður að vera sáttur með niðurstöðuna. Þegar kæmi að stofnun sambands eins og 2F þarf að vera búið að vinna heimavinnuna, fækka félögum með sameiningum. Samræma þarf félagsgjöldin og starfssvið félaganna eins og til dæmis á milli FIT og VM sem bæði eru með félagsmenn í vél- og málmtækni auk vélstjóra sem VM hefur eignað sér en FIT reynt að ná í þá líka. Í dag er FIT að undirbjóða VM í félagsgjöldum með aðferðafræði sem ég mun upplýsa síðar. Hvernig getur samvinna virkað á svona veikum og illa byggðum grunni? Hver bað um breytingarnar? Að búið sé að sameina VM inn í annað félag og flytja fjóra starfsmenn frá VM yfir í það, þar á meðal kjarasviðið án þess að félagsmenn viti af því er með hreinum ólíkindum!Hvernig starfar stéttarfélag án kjarasviðs, verður VM félag sem er bara að leigja út orlofshús? Svo eru menn að lýsa yfir hrifningu sinni yfir þessu án þess að hafa hugmynd um hvernig sameiningarsamningurinn inn í 2F lítur út eða hverjar eru fjárhagslegar skuldbinding félagsins vegna sameiningarinnar. Ýmsar sögusagnir eru um frekari sameiningu sjóða og fleira. Mín upplifun er að dregið hafi verið verulega úr sameiningarhugmyndunum þegar þetta kom í hámæli til að lægja öldurnar, en margir félagsmenn VM eru æfir yfir því að þessi gjörningur hafi orðið til án þess að félagsmenn væru upplýstir um hann. Síst má gleyma því að það eru félagsmennirnir sem eiga félagið og það er til fyrir þá. Á þetta að vera hægt í alvöru stéttarfélagi á 21. öld? Ég segi nei. Það er ekki til lögfræðiálit um hvort þessi sameining falli ekki undir 34. gr. laga VM.Mín sannfæring er að svo sé og ég sé ekki hvernig hægt er að lesa annað út úr greininni. Svona sameiningu verður að afgreiða á aðalfundi með tveimur þriðju atkvæða eða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Eins og ég sagði í upphafi er ég alls ekki á móti framþróun og breytingum ef þær eru til góðs. Það er hins vegar frumskilyrði að standa rétt að málum og löglega. Enginn félagsmaður VM vissi um þennan 2F gjörning fyrr en ég fór með framboð mitt í fjölmiðla. Ég mun beita mér fyrir því að þetta mál verði sett í réttan félags- og löglegan farveg verði ég kosinn formaður VM. Með félagskveðju, Guðmundur Ragnarsson. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar