„Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2022 10:00 Baldvin Þór Magnússon fagnaði með fjölskyldu sinni í Belgrad í gær eftir að hafa hlaupið sig inn í úrslitin á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss. Á neðri myndinni má sjá Baldvin á ferðinni í gærmorgun, fjórða í röðinni. Aðsend/Getty „Ég get ekki beðið eftir því að hlaupa og eltast við heimsmeistaratitil,“ segir Baldvin Þór Magnússon sem náði frábærum árangri á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í gær, þegar hann hljóp sig inn í úrslit í 3.000 metra hlaupi. Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira
Baldvin naut sín í botn fyrir framan fjölskyldu sína og aðra áhorfendur, á hlaupabrautinni í Belgrad, og náði að vera í hópi þeirra 15 keppenda sem hlaupa til úrslita í 3.000 metra hlaupi á morgun kl. 11.10 að íslenskum tíma. „Þetta var markmiðið þegar ég kom hingað og það er bara geðveikt að hafa náð því. Það verður frábært að taka þátt í hlaupi sem endar með því að einhver verður heimsmeistari. Ég er ekkert smá spenntur. Ég geri mitt besta og svo sjáum við til hvað það felur í sér,“ segir Baldvin, sem er 22 ára gamall. Fjölskyldan mætti til Belgrad og fær annað hlaup Frammistaðan á HM er í góðum takti við hraðan uppgang Baldvins á síðustu árum, á meðan hann hefur hlaupið og sinnt námi við Eastern Michigan-háskólann í Bandaríkjunum. Baldvin er stoltur Íslendingur, fæddur á Akureyri, en hefur þó búið erlendis stærstan hluta ævinnar. Hann er sonur hjónanna Katrínar Snædal Húnsdóttur og Magnúsar Þórs Magnússonar en fjölskyldan flutti til Hull í Englandi þegar Baldvin var fimm ára. Katrín, Magnús og Heiðrún, systir Baldvins, voru öll mætt til Belgrad í gær og verða meðal áhorfenda á morgun þegar stærsta stund ferilsins til þessa rennur upp hjá hlauparanum. „Þetta er langstærsta mót sem ég hef komið á. Það jafnast ekkert á við þetta – að keppa við fólk sem á ólympíumedalíur og heimsmet. Þetta er fólkið sem mann hefur dreymt um að keppa við. Fjölskyldan mín hefur ekki komist að horfa á mig hlaupa í mörg ár og það er ótrúlega gaman að þau hafi komið hingað og fái að sjá ekki eitt heldur tvö hlaup,“ segir Baldvin. Svekktur þegar hann kom í mark Baldvin hljóp á 7:49,34 mínútum og var nokkuð nálægt Íslandsmeti sínu þrátt fyrir taktískt hlaup. Hann hljóp í fyrsta riðli af þremur og hafnaði í 6. sæti í riðlinum, en þurfti að bíða og sjá hvernig hinir riðlarnir færu til að vita hvort hann kæmist í úrslit. Fjórir fremstu í hverjum riðli komust beint áfram, og svo þrír til viðbótar með bestan tíma og var Baldvin einn af þeim. Baldvin Þór Magnússon á ferðinni í gær, næstfremstur á mynd.EPA-EFE/ANTHONY ANEX „Ég bjóst kannski ekki við þessu og vissi alveg að þetta yrði mjög erfitt, en ég veit líka að ég er mjög góður í svona keppnum. Ég hleyp yfirleitt vel á stórum mótum. Mér fannst ég því alltaf eiga séns en það er samt ótrúlegt að hafa náð því. Ég var frekar svekktur þegar ég kom í mark því við fórum ekkert rosalega hratt af stað, og svo komst einn fram úr mér alveg í blálokin. Þá hugsaði ég: „Nei! Ef að þetta verður munurinn á því hvort ég kemst í úrslit þá er það ömurlegt.“ En svo horfði maður á seinni tvö hlaupin og var ekkert smá ánægður,“ segir Baldvin sem slapp við að kútveltast í fyrsta hring hlaupsins í gær, þegar tveir keppinauta hans féllu í brautinni, og lét það ekki á sig fá: „Það er svo mikið stress og spenna í gangi, og svona getur gerst. Ég var heppinn að sleppa því þetta var þarna alveg við hliðina á mér. Svo komst maður vel og rólega inn í hlaupið og keyrði sig svo alveg út og í mark.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Meistararnir með ósannfærandi sigur á nýliðum Pisa Bonmatí vann þriðja árið í röð Kári Kristján semur við Þór Akureyri De Zerbi sá rautt í sigri sinna manna á PSG Barcelona án tveggja öflugra leikmanna næstu vikurnar Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hörður Björgvin búinn að finna sér nýtt lið Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Guðmundur rekinn frá Fredericia Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Forsetinn lýsti yfir þjóðhátíð í Botsvana Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn