Sárt að vera útskúfað af dóttur sinni Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2022 09:37 Örn slappar af heima á Hrófá á Ströndum. Hann vill leggja sitt lóð á vogarskálarnar að halda umræðu um þann heilaþvott sem viðgengst hjá Vottunum vakandi. Því það sé ekki við búandi við hið grimmilega einelti sem útskúfun er í nútímasamfélagi. mynd/kek Örn Svavarsson, sem lengstum hefur verið kenndur við Heilsuhúsið, fordæmir þann heilaþvott sem hann segir viðgangast í Vottum Jehóva og þá útskúfun sem tíðkast í söfnuðinum sem Örn segir grimma aðferð sem ætti ekki að líðast í nútímasamfélagi. Dóttir hans er í Vottunum og hefur lokað á öll samskipti við föður sinn. „Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. Hjónabandið beið skipbrot, því faðir minn blessaður tók flösku og fjárhættuspil fram yfir fjölskyldu og eru mínar fyrstu æskuminningar úr braggahverfinu Kamp Knox. Þar bankaði Vottur Jehóva á dyr og fann konu í tilvistarkreppu sem gleypti við boðskap um nýjan og réttlátan heim.“ Þannig hefst áhrifarík grein sem Örn skrifar og birtir á Vísi. Þar segir hann frá reynslu sinni af Vottunum en Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsemi sértrúarsöfnuða. Þeir sem hafa verið í Vottunum og sagt skilið við söfnuðinn segja sínar farir ekki sléttar. Að neðan má sjá umfjöllun Kompáss á dögunum um trúarofbeldi. Gallhörð á því að hafa ekki samband við föður sinn Örn segir að súrrealískar kenningar þessara trúarbragða sem stunduð eru í Vottunum hafi verið hans sannleikur fram eftir aldri. Örn var milli tvítugs og þrítugs, nær þrítugu, þegar hann slítur sig frá söfnuðinum. „Þegar þú ert alinn upp í svona löguðu, ertu alinn upp í sannleikanum og þá er allt þetta raunverulegt fyrir þér,“ segir Örn til útskýringar í samtali við Vísi. Því það er sannast sagna erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að átta sig á því hvernig það megi vera að einhver trúi og fylgi kennisetningunum eins og þær eru í pottinn búnar. „Þessi útópía um nýjan heim og Harmageddon, þetta er raunveruleiki. Jafn mikill og það komi áramót 31. desember. Sannfæringin er algjör. Að losna út úr þessu tekur tíma.“ Örn tók upp á því eftir að hann seldi Heilsuhúsið að ferðast um heiminn á mótorhjóli.aðstend Örn segir að fram til þessa hafi hann forðast að tjá sig opinberlega um þetta sem hann kallar ófögnuð af tillitssemi við „elskulega elstu dóttur mína sem kosið hefur að fylgja Vottunum, yndislega unga konu, sem hvers manns er hugljúfi, glaðvær og greiðvikin, en gallhörð á því að hafa ekkert samband við föður sinn, útskúfaðan útilegumanninn. Í þeirri umfjöllun sem nú á sér stað tel ég þó rétt að bæta minni rödd við umræðuna, til að vekja frekari athygli á ofríki og andlegu ofbeldi sem beitt er innan þessa „sannkristna“ safnaðar.“ Örn er nú að verða sjötugur. Margir þekkja hann í tengslum við Heilsuhúsið, sem hann stofnaði og rak lengstum. En Örn seldi fyrirtækið 2005 og hefur notað tímann til að njóta lífsins, við golf, veiðimennsku og að ferðast um heiminn, til dæmis á mótorhjóli en hann hefur skrifað ferðaþætti á síðu sína. Örn var staddur á Tenerife ásamt eiginkonu sinni þegar Vísir ræddi við hann. Skrautleg saga Vottanna Eitt og annað varð til þess að Örn fór að efast á sínum tíma. Hann fór að hnjóta um eitt og annað í kenningunni sem honum þótti skjóta skökku við. „Vottarnir eru uppteknir af allskyns spádómsflækjum og voru að skrifa bækur og gefa út beint upp úr gömlu spámönnunum í biblíunni, allskonar útreikningar. Sá sem stofnar Vottana, Charles Taze Russell eða Pastor Russell, var upptekinn af endurkomu Krists sem hann taldi að yrði 1874. Svo breyttist það hjá honum, eða um það leyti sem hann klýfur sig út úr trúflokki sem varð til, einn af mörgum, í Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld. Honum hugnaðist ekki helvítiskenningin þar þannig að hann fer að grúska í Biblíunni og rannsaka. Hann var auðugur maður og setti alla sína peninga í þetta en hann var heltekinn af heimsendi og Harmageddon.“ Örn segir móður sína hafa verið einstaklega staðfasta konu. Hún naut mikillar virðingar innan Vottanna en leyfði sér að vera í sambandi við börn sín þó búið væri að útskúfa þeim.aðsend Og þannig vindur þessu fram. Örn lýsir því að Vottarnir trúi á upprisu holdsins, að þeir sem einhvern tíma hafi lifað á jörðinni muni rísa upp aftur, í sínum líkama en það er ekkert skilgreint sérstaklega hvernig það allt kemur til eða má vera. „Menn gerðu ráð fyrir því að þeir myndu koma ferskir og fínir á besta aldri til baka. Eftirmaður Russells, Joseph Franklin Rutherford sem var lögfræðingur, lét reisa hús í Californinu San Fransico sem átti að hýsa upprisna foringja. Þetta hús stendur enn.“ Erni var útskúfað þegar hann fór að efast Örn segir að þessi undur og stórmerki hafi verið haldið frá söfnuðinum. Hann hafi ekki haft hugmynd um þessa skringilegu sögu þegar hann var í Vottunum sjálfur. „Þetta er svo pínlegt en hluti sögu sem þeir eru ekkert að miðla sínu fólki í dag. Hins vegar var einhver uppreisnarmaður í mér ungum, eins og oft er, og ég fór að gagnrýna ýmis smáatriði. Þegar maður fór að pæla í kenningunni var þar eitt og annað sem manni fannst ekki ganga upp. Smám saman renna á mig tvær grímur. Ég hætti að mæta á samkomur og þá var ég kallaður fyrir dómnefnd safnaðarins. Sem ég hunsaði þannig að það endaði með því að mér var útskúfað.“ Útskúfunin er grimmileg en hún gengur þannig fyrir sig að öllum þeim sem í söfnuðinum eru láta eins og viðkomandi sé ekki til. Blátt bann er lagt við því að umgangast þá sem hefur verið útskúfað. Örn segir reyndar að það hafi ekki reynst sér persónulega mjög þungbært, ekki á þeim tíma. „Manni fannst það út af fyrir sig ákveðinn léttir. Mann leið ekkert sérstaklega vel að vera meðlimur í trúflokki sem maður trúði ekki á og gat ekki forsvarað. Lang hreinlegast að vera alveg laus.“ Elsta dóttir Arnar varð eftir í Vottunum En vera í sértrúarsöfnuði á borð við Vottana situr í fólki. Örn segir ekkert mál að fyrirgefa allskyns bull og vitleysu sem fólk á þá bara við sjálft sig. Ef það vill trúa því að jörðin sé flöt, þá sé ástæðulaust að vera með æsing útaf því. Í sjálfu sér. En útskúfunina sem tíðkast hjá Vottunum sé erfitt að sætta sig við. „Fyrir engar sakir eins og þarna er gert. Fyrir að vera samkynhneigður?! Og þú mátt ekki hafa samband við neinn. Ég hef ekki skipt mér af þessu fram til þessa en þar sem þessi umræða er komin í gang þótti mér rétt að leggja mitt lóð á þær vogaskálar og eiginlega leggja mitt af mörkum í þá umræðu. Þegar Vísir náði tali af Erni var hann staddur á Tenerife ásamt konu sinni, Kristínu Ólafsdóttur. Blaðamaður hafði reyndar af honum golfhring með viðtalinu.aðsend Það er ekki í lagi að svona sé komið fram við fólk, ekki bara af virðingarleysi heldur blygðunarlausu ofbeldi. Þetta er einelti á hæsta stigi, að láta heilt samfélag sem þú hefur verið hluti af hunsa þig. Ég ímynda mér að það megi finna eitthvað í líkingu við slíkt hjá harðlínu múslimum en að það skuli gerast í sannkristnu vestrænu samfélagi …“ segir Örn forviða og telur að við slíkt sé ekki búandi. Örn er fimm barna faðir. Hann á þrjú börn með fyrri konu sinni sem er sænsk. „Við vorum bæði í sannleikanum,“ segir Örn. Og þar er dóttir hans enn. „Strákarnir eru yngri en hún er mitt elsta barn. Dóttir mín, sérdeilis blíð og indæl manneskja og hefur alla kosti til að bera. Vann sem sjúkraliði á Landspítalanum og ég heyrði að hún væri dásemd í vinnu, lausnamiðuð og vel látin í alla staði. En hún heldur áfram í Vottunum. Mamma hennar, sem er fyrri kona mín, hún er í Vottunum líka en yngri bræður hennar tveir ánetjuðust þessu aldrei þó þeir væru aldir upp við það; þeirra fyrstu ár voru innan Vottanna. Ég held að það hafi verið þannig hjá eldri stráknum að þegar hann fór í menntaskóla áttaði hann sig á því að þetta var bull og vitleysa. Sá yngri lét þetta alltaf eiga sig. En hún er þarna.“ Móðir hans komst upp með að hafa samskipti við börn sín Örn segir það vissulega vera mjög sárt að geta ekki verið í samskiptum við dóttur sína. „Já, það er það. Bræður hennar búa báðir í Stokkhólmi og koma stöku sinnum til landsins og þá finnst mér gaman að hóa börnunum saman. En hún velur þann kost að vera ekki með í því. Fyrir fimmtán árum skrifaði hún mér bréf og baðst undan öllum samskiptum við mig. Við vorum í samskiptum meðan móðir mín lifði,“ segir Örn. Hann segir að móðir hans hafi verið afdráttarlaus Vottur en hún hafi engu að síðu alltaf verið í sambandi við sig. „Ég á systur sem er ári yngri en ég og alin upp við Vottana og var rekin þaðan eins og ég. En mamma hélt sambandi við okkur alla tíð og lét ekkert trufla sig.“ Aðrir sem svo gerðu hafa mátt sæta ákúrum frá öldungunum, mörg dæmi eru um slíkt, en móðir Arnar komst einhvern veginn upp með þetta. „Hún lét ekki segja sér fyrir verkum í þessum efnum, þó hún væri að öðru leyti mjög virk og raunverulega virt innan þessa samfélags. Hún var sterkur persónuleiki.“ Harmageddon handan horns Örn segir það taka langan tíma, það sé í raun ævilangt verkefni, að vinna sig út úr því að hafa verið í Vottunum. Þó Örn segist hafa farið fremur létt út úr því enda langt síðan hann losaði sig út úr þessu. „En margir Vottar upplifa það þegar þeir svona fara út úr þessu og fá þessa skítlegu meðhöndlun að þeir verða reiðir. Ég kannast ekki við þá tilfinningu, leit á þetta sem hluta af minni tilveru. Jú, var svekktur með það að mér var haldið frá námi,“ segir Örn þegar hann lítur til baka. Hann var fullvissaður um það að Harmageddon væri handan horns að það tæki því ekki að leggja stund á nám. Nægur tími væri til að læra hvað eina í þeim ótakmarkaða tíma sem væri í sjálfu eilífðarríkinu. Það tæki því ekki að eyða tíma í lítt hagnýtt nám. Vígalegur í mótorhjólagallanum þarna hjá öllu eldri fararskjótum. Örn segir að það hafi verið sárt þegar hann fékk bréf frá elstu dóttur sinni þar sem hún frábiður sér því að vera í nokkrum samskiptum við föður sinn.aðsend „Ég fékk ekki einu sinni að klára gagnfræðinginn heldur bara skylduna. Ég var stundum svolítið svekktur með það en maður bætir sér það upp með lestri. Eftir því sem maður getur og hefur tíma til.“ Örn segir að það verði að hamra á því hversu svakalegur heilaþvottur er stundaður innan Vottanna. Hann man að fólki var gert að mæta á tveggja tíma samkomu á fimmtudagskvöldum; þjálfunarbúðir fyrir fólk, það hert upp og þjálfað í að ganga á milli húsa og boða trúna. Hina einu sönnu. Og aðrir fræðslufundir voru fastir í dagskránni þar sem tönnlast var á sama efninu árið inn og árið út. Nokkrir klukkutímar í viku hverri fóru í að innræta og herða mannskapinn í kenningunum. Gamlir karlar í Brooklyn stýra hegðun og hugsunargangi Þegar Örn var í Vottunum voru allir í söfnuðinum sannfærðir að Harmageddon kæmi árið 1975. „Menn trúðu þessu, það var látið að þessu liggja í Varðturninum þó aldrei væri nefnt ártalið. Menn voru búnir að brenna sig á því áður að tímasetja það,“ segir Örn. Í seinni tíð hafi Vottarnir ekki hamrað eins fjálglega á Harmageddonóttanum. Það allt komi þegar það komi. En hún er þarna alltaf; sannfæringin um að til þess muni koma. „Þessi heilaþvottur er skelfilegur. Þarna inni er fullt af venjulegu góðu fólki sem hefur látið það viðgangast, gagnvart sjálfu sér að leyfa mönnum að heilaþvo sig. Og merkilegt til þess að hugsa að fólk trúi því að í Brooklyn, New York, sitji miðaldra og gamlir karlar sem eru í beinu sambandi við almættið. Og skrifi tilskipanir innblásnir undir bæn og söng. Og leggja heilli þjóð, því Vottarnir skipta milljónum ef allt er talið, línurnar hvernig það eigi að lifa, haga sér og hugsa. Þetta er náttúrlega fullkomlega óeðlilegt á 21. öldinni.“ Trúmál Kompás Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
„Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. Hjónabandið beið skipbrot, því faðir minn blessaður tók flösku og fjárhættuspil fram yfir fjölskyldu og eru mínar fyrstu æskuminningar úr braggahverfinu Kamp Knox. Þar bankaði Vottur Jehóva á dyr og fann konu í tilvistarkreppu sem gleypti við boðskap um nýjan og réttlátan heim.“ Þannig hefst áhrifarík grein sem Örn skrifar og birtir á Vísi. Þar segir hann frá reynslu sinni af Vottunum en Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur að undanförnu fjallað ítarlega um starfsemi sértrúarsöfnuða. Þeir sem hafa verið í Vottunum og sagt skilið við söfnuðinn segja sínar farir ekki sléttar. Að neðan má sjá umfjöllun Kompáss á dögunum um trúarofbeldi. Gallhörð á því að hafa ekki samband við föður sinn Örn segir að súrrealískar kenningar þessara trúarbragða sem stunduð eru í Vottunum hafi verið hans sannleikur fram eftir aldri. Örn var milli tvítugs og þrítugs, nær þrítugu, þegar hann slítur sig frá söfnuðinum. „Þegar þú ert alinn upp í svona löguðu, ertu alinn upp í sannleikanum og þá er allt þetta raunverulegt fyrir þér,“ segir Örn til útskýringar í samtali við Vísi. Því það er sannast sagna erfitt fyrir þá sem ekki þekkja til að átta sig á því hvernig það megi vera að einhver trúi og fylgi kennisetningunum eins og þær eru í pottinn búnar. „Þessi útópía um nýjan heim og Harmageddon, þetta er raunveruleiki. Jafn mikill og það komi áramót 31. desember. Sannfæringin er algjör. Að losna út úr þessu tekur tíma.“ Örn tók upp á því eftir að hann seldi Heilsuhúsið að ferðast um heiminn á mótorhjóli.aðstend Örn segir að fram til þessa hafi hann forðast að tjá sig opinberlega um þetta sem hann kallar ófögnuð af tillitssemi við „elskulega elstu dóttur mína sem kosið hefur að fylgja Vottunum, yndislega unga konu, sem hvers manns er hugljúfi, glaðvær og greiðvikin, en gallhörð á því að hafa ekkert samband við föður sinn, útskúfaðan útilegumanninn. Í þeirri umfjöllun sem nú á sér stað tel ég þó rétt að bæta minni rödd við umræðuna, til að vekja frekari athygli á ofríki og andlegu ofbeldi sem beitt er innan þessa „sannkristna“ safnaðar.“ Örn er nú að verða sjötugur. Margir þekkja hann í tengslum við Heilsuhúsið, sem hann stofnaði og rak lengstum. En Örn seldi fyrirtækið 2005 og hefur notað tímann til að njóta lífsins, við golf, veiðimennsku og að ferðast um heiminn, til dæmis á mótorhjóli en hann hefur skrifað ferðaþætti á síðu sína. Örn var staddur á Tenerife ásamt eiginkonu sinni þegar Vísir ræddi við hann. Skrautleg saga Vottanna Eitt og annað varð til þess að Örn fór að efast á sínum tíma. Hann fór að hnjóta um eitt og annað í kenningunni sem honum þótti skjóta skökku við. „Vottarnir eru uppteknir af allskyns spádómsflækjum og voru að skrifa bækur og gefa út beint upp úr gömlu spámönnunum í biblíunni, allskonar útreikningar. Sá sem stofnar Vottana, Charles Taze Russell eða Pastor Russell, var upptekinn af endurkomu Krists sem hann taldi að yrði 1874. Svo breyttist það hjá honum, eða um það leyti sem hann klýfur sig út úr trúflokki sem varð til, einn af mörgum, í Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld. Honum hugnaðist ekki helvítiskenningin þar þannig að hann fer að grúska í Biblíunni og rannsaka. Hann var auðugur maður og setti alla sína peninga í þetta en hann var heltekinn af heimsendi og Harmageddon.“ Örn segir móður sína hafa verið einstaklega staðfasta konu. Hún naut mikillar virðingar innan Vottanna en leyfði sér að vera í sambandi við börn sín þó búið væri að útskúfa þeim.aðsend Og þannig vindur þessu fram. Örn lýsir því að Vottarnir trúi á upprisu holdsins, að þeir sem einhvern tíma hafi lifað á jörðinni muni rísa upp aftur, í sínum líkama en það er ekkert skilgreint sérstaklega hvernig það allt kemur til eða má vera. „Menn gerðu ráð fyrir því að þeir myndu koma ferskir og fínir á besta aldri til baka. Eftirmaður Russells, Joseph Franklin Rutherford sem var lögfræðingur, lét reisa hús í Californinu San Fransico sem átti að hýsa upprisna foringja. Þetta hús stendur enn.“ Erni var útskúfað þegar hann fór að efast Örn segir að þessi undur og stórmerki hafi verið haldið frá söfnuðinum. Hann hafi ekki haft hugmynd um þessa skringilegu sögu þegar hann var í Vottunum sjálfur. „Þetta er svo pínlegt en hluti sögu sem þeir eru ekkert að miðla sínu fólki í dag. Hins vegar var einhver uppreisnarmaður í mér ungum, eins og oft er, og ég fór að gagnrýna ýmis smáatriði. Þegar maður fór að pæla í kenningunni var þar eitt og annað sem manni fannst ekki ganga upp. Smám saman renna á mig tvær grímur. Ég hætti að mæta á samkomur og þá var ég kallaður fyrir dómnefnd safnaðarins. Sem ég hunsaði þannig að það endaði með því að mér var útskúfað.“ Útskúfunin er grimmileg en hún gengur þannig fyrir sig að öllum þeim sem í söfnuðinum eru láta eins og viðkomandi sé ekki til. Blátt bann er lagt við því að umgangast þá sem hefur verið útskúfað. Örn segir reyndar að það hafi ekki reynst sér persónulega mjög þungbært, ekki á þeim tíma. „Manni fannst það út af fyrir sig ákveðinn léttir. Mann leið ekkert sérstaklega vel að vera meðlimur í trúflokki sem maður trúði ekki á og gat ekki forsvarað. Lang hreinlegast að vera alveg laus.“ Elsta dóttir Arnar varð eftir í Vottunum En vera í sértrúarsöfnuði á borð við Vottana situr í fólki. Örn segir ekkert mál að fyrirgefa allskyns bull og vitleysu sem fólk á þá bara við sjálft sig. Ef það vill trúa því að jörðin sé flöt, þá sé ástæðulaust að vera með æsing útaf því. Í sjálfu sér. En útskúfunina sem tíðkast hjá Vottunum sé erfitt að sætta sig við. „Fyrir engar sakir eins og þarna er gert. Fyrir að vera samkynhneigður?! Og þú mátt ekki hafa samband við neinn. Ég hef ekki skipt mér af þessu fram til þessa en þar sem þessi umræða er komin í gang þótti mér rétt að leggja mitt lóð á þær vogaskálar og eiginlega leggja mitt af mörkum í þá umræðu. Þegar Vísir náði tali af Erni var hann staddur á Tenerife ásamt konu sinni, Kristínu Ólafsdóttur. Blaðamaður hafði reyndar af honum golfhring með viðtalinu.aðsend Það er ekki í lagi að svona sé komið fram við fólk, ekki bara af virðingarleysi heldur blygðunarlausu ofbeldi. Þetta er einelti á hæsta stigi, að láta heilt samfélag sem þú hefur verið hluti af hunsa þig. Ég ímynda mér að það megi finna eitthvað í líkingu við slíkt hjá harðlínu múslimum en að það skuli gerast í sannkristnu vestrænu samfélagi …“ segir Örn forviða og telur að við slíkt sé ekki búandi. Örn er fimm barna faðir. Hann á þrjú börn með fyrri konu sinni sem er sænsk. „Við vorum bæði í sannleikanum,“ segir Örn. Og þar er dóttir hans enn. „Strákarnir eru yngri en hún er mitt elsta barn. Dóttir mín, sérdeilis blíð og indæl manneskja og hefur alla kosti til að bera. Vann sem sjúkraliði á Landspítalanum og ég heyrði að hún væri dásemd í vinnu, lausnamiðuð og vel látin í alla staði. En hún heldur áfram í Vottunum. Mamma hennar, sem er fyrri kona mín, hún er í Vottunum líka en yngri bræður hennar tveir ánetjuðust þessu aldrei þó þeir væru aldir upp við það; þeirra fyrstu ár voru innan Vottanna. Ég held að það hafi verið þannig hjá eldri stráknum að þegar hann fór í menntaskóla áttaði hann sig á því að þetta var bull og vitleysa. Sá yngri lét þetta alltaf eiga sig. En hún er þarna.“ Móðir hans komst upp með að hafa samskipti við börn sín Örn segir það vissulega vera mjög sárt að geta ekki verið í samskiptum við dóttur sína. „Já, það er það. Bræður hennar búa báðir í Stokkhólmi og koma stöku sinnum til landsins og þá finnst mér gaman að hóa börnunum saman. En hún velur þann kost að vera ekki með í því. Fyrir fimmtán árum skrifaði hún mér bréf og baðst undan öllum samskiptum við mig. Við vorum í samskiptum meðan móðir mín lifði,“ segir Örn. Hann segir að móðir hans hafi verið afdráttarlaus Vottur en hún hafi engu að síðu alltaf verið í sambandi við sig. „Ég á systur sem er ári yngri en ég og alin upp við Vottana og var rekin þaðan eins og ég. En mamma hélt sambandi við okkur alla tíð og lét ekkert trufla sig.“ Aðrir sem svo gerðu hafa mátt sæta ákúrum frá öldungunum, mörg dæmi eru um slíkt, en móðir Arnar komst einhvern veginn upp með þetta. „Hún lét ekki segja sér fyrir verkum í þessum efnum, þó hún væri að öðru leyti mjög virk og raunverulega virt innan þessa samfélags. Hún var sterkur persónuleiki.“ Harmageddon handan horns Örn segir það taka langan tíma, það sé í raun ævilangt verkefni, að vinna sig út úr því að hafa verið í Vottunum. Þó Örn segist hafa farið fremur létt út úr því enda langt síðan hann losaði sig út úr þessu. „En margir Vottar upplifa það þegar þeir svona fara út úr þessu og fá þessa skítlegu meðhöndlun að þeir verða reiðir. Ég kannast ekki við þá tilfinningu, leit á þetta sem hluta af minni tilveru. Jú, var svekktur með það að mér var haldið frá námi,“ segir Örn þegar hann lítur til baka. Hann var fullvissaður um það að Harmageddon væri handan horns að það tæki því ekki að leggja stund á nám. Nægur tími væri til að læra hvað eina í þeim ótakmarkaða tíma sem væri í sjálfu eilífðarríkinu. Það tæki því ekki að eyða tíma í lítt hagnýtt nám. Vígalegur í mótorhjólagallanum þarna hjá öllu eldri fararskjótum. Örn segir að það hafi verið sárt þegar hann fékk bréf frá elstu dóttur sinni þar sem hún frábiður sér því að vera í nokkrum samskiptum við föður sinn.aðsend „Ég fékk ekki einu sinni að klára gagnfræðinginn heldur bara skylduna. Ég var stundum svolítið svekktur með það en maður bætir sér það upp með lestri. Eftir því sem maður getur og hefur tíma til.“ Örn segir að það verði að hamra á því hversu svakalegur heilaþvottur er stundaður innan Vottanna. Hann man að fólki var gert að mæta á tveggja tíma samkomu á fimmtudagskvöldum; þjálfunarbúðir fyrir fólk, það hert upp og þjálfað í að ganga á milli húsa og boða trúna. Hina einu sönnu. Og aðrir fræðslufundir voru fastir í dagskránni þar sem tönnlast var á sama efninu árið inn og árið út. Nokkrir klukkutímar í viku hverri fóru í að innræta og herða mannskapinn í kenningunum. Gamlir karlar í Brooklyn stýra hegðun og hugsunargangi Þegar Örn var í Vottunum voru allir í söfnuðinum sannfærðir að Harmageddon kæmi árið 1975. „Menn trúðu þessu, það var látið að þessu liggja í Varðturninum þó aldrei væri nefnt ártalið. Menn voru búnir að brenna sig á því áður að tímasetja það,“ segir Örn. Í seinni tíð hafi Vottarnir ekki hamrað eins fjálglega á Harmageddonóttanum. Það allt komi þegar það komi. En hún er þarna alltaf; sannfæringin um að til þess muni koma. „Þessi heilaþvottur er skelfilegur. Þarna inni er fullt af venjulegu góðu fólki sem hefur látið það viðgangast, gagnvart sjálfu sér að leyfa mönnum að heilaþvo sig. Og merkilegt til þess að hugsa að fólk trúi því að í Brooklyn, New York, sitji miðaldra og gamlir karlar sem eru í beinu sambandi við almættið. Og skrifi tilskipanir innblásnir undir bæn og söng. Og leggja heilli þjóð, því Vottarnir skipta milljónum ef allt er talið, línurnar hvernig það eigi að lifa, haga sér og hugsa. Þetta er náttúrlega fullkomlega óeðlilegt á 21. öldinni.“
Trúmál Kompás Tengdar fréttir Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38 Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Fleiri fréttir Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Sjá meira
Ofbeldi, kúgun og lygar þrífast vel í íslenskum sértrúarsöfnuðum Fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvöl sína í söfnuðunum. Strangar reglur, andlegt og líkamlegt ofbeldi, fordómar og lygar eru rauður þráður í reynslu margra fyrrverandi meðlima. Fjallað verður um sértrúarsöfnuði á Íslandi í Kompás í kvöld. 7. mars 2022 17:38
Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34