Mikilvægt að hlustað sé á áhyggjur foreldra með veik börn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 22:00 Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir. Vísir/Vilhelm Barnasmitsjúkdómalæknir segir nokkuð sjaldgæft að börn veikist alvarlega af Covid-19. Tilfelli tveggja ára stúlku sem lést úr sjúkdómnum fyrr í þessum mánuði sýni hins vegar að það geti gerst. Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra barna þegar veikindi eru annars vegar. Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“ Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fyrr í dag birtist viðtal við foreldra tveggja ára stúlku sem lést úr Covid-19. Þau telja heilbrigðiskerfið hafa brugðist sér og segja að dóttir þeirra væri enn á lífi ef hlustað hefði verið á þau. „Þetta hræðilega tilfelli það kennir okkur enn og aftur að bera virðingu fyrir þessari veiru, sem og öðrum öndunarfæraveirum sem herja á börn og aðra. Það er mjög sjaldgæft að veikindi af völdum Covid verði svona lífshættuleg, en það gerist,“ sagði Valtýr Stefánsson Thors barnasmitsjúkdómalæknir þegar rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við vitum að það gerist úti í hinum stóra heimi og við vissum að það gæti gerst á Íslandi líka. Alvarleg veikindi eru enn þá sjaldgæf, og það er það sem gerir þetta svo erfitt.“ Hann segir mikilvægt að hlustað sé á foreldra með veik börn, og þeirra áhyggjur. „Við segjum þetta mjög oft við foreldra. Hlustið á eigin tilfinningu. Ef þið hafið áhyggjur, þá á að hafa samband og láta meta barnið.“ Átta börn liggi inni í dag Valtýr segir að í upphafi faraldurs hafi fá börn lagst inn á spítala vegna Covid. Fyrsta árið hafi það verið afar fátítt. „En núna með þessari gríðarlegu aukningu smita hjá börnum hafa innlagnir verið nokkur margar. Núna eru í kringum 40 börn sem hafa þurft að leggjast inn. Bara í dag eru átta börn inniliggjandi með Covid.“ Valtýr segir að til skoðunar sé að bólusetja börn undir fimm ára aldri, og hafi raunar verið lengi. Það verði þó ekki gert á næstu mánuðum. „Ég myndi halda kannski einhvern tímann með haustinu væru þau bóluefni tilbúin, en við vitum ekkert hvernig faraldurinn verður á þeim tíma og það þarf þá bara að meta hvort það er kominn nýr stofn, eða hvort það er áfram sami stofn sem flest börn hafa smitast af. Það myndi þá ekki vera lógískt að fara af stað með þá bólusetningarherferð.“ Skilaboðin í tilfellum sem þessum séu einföld: „Hlustum á hvort annað.“
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Telja kerfið hafa brugðist þegar tveggja ára dóttir þeirra lést vegna Covid-19 Foreldrar tveggja ára stúlku sem lést eftir að hafa fengið Covid-19 segja heilbrigðiskerfið hafa brugðist. Ef hlustað hefði verið á þau væri dóttir þeirra mögulega á lífi. Þau búa á Þórshöfn og telja læknisþjónustu óásættanlega sem margir á landsbyggðinni búa við. 20. mars 2022 19:00