Framsækni í heilbrigðisvísindum Andri Már Tómasson skrifar 21. mars 2022 08:32 Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er augljóst að mikið sóknarfæri er til að nútímavæða kennsluhætti á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands. Eins og staðan er í dag eru úreltar aðferðir notaðar til kennslu og mats á námi í mörgum deildum sviðsins. Seinustu ár hefur urmull vísindagreina verið birtar sem sýna fram á og sanna, að þekking situr ekki eftir í fólki þegar eina miðlun hennar er í gegnum fyrirlestra sem er síðan metin með einu stóru lokaprófi. Með þessu fyrirkomulagi keppast nemendur við að lesa heilu námskeiðin vikuna fyrir próf sem gufar svo upp úr kollinum á jafn miklum tíma. Það sem virkar og situr eftir löngu eftir að námi lýkur er þegar upplýsingar eru settar fram t.d. í formi vendikennslu, einnig gagnast endurteknar prófanir og lausnaleitarnám, svo eitthvað sé nefnt. Þetta er gert vel í nokkrum námskeiðum, en það eru stök tilvik og vantar heildræna stefnu þvert á sviðið. Mikill sigur vannst af sviðráðsliðum Röskvu á Heilbrigðisvísindasviði þetta skólaárið en samþykkt hefur verið að setja 80% þak á vægi lokaprófa í öllum námskeiðum sem eru ekki hluti af clausus eða síum. Þessi breyting tekur gildi strax á næsta skólaári sem hefst haustið 2022. Um er að ræða grundvallar breytingu á námsmati heilbrigðisvísindasviðs en við látum ekki þar við sitja. Þessu verður að fylgja eftir með úrbótum á úreltum kennsluháttum og undirbúa þannig frekari lækkun prófþaksins þegar fram líða stundir. Fjölbreyttir kennsluhættir bjóða einnig upp á tækifæri til nútímavæðingar á fleiri sviðum. Á meðan samkomutakmarkanir vegna Covid-19 sjúkdómsins stóðu yfir voru fyrirlestrar gerðir aðgengilegir í fjarbúnaði, hvort sem það var í streymi í rauntíma eða fyrirlestrar voru teknir upp. Röskva telur brýnt að þrátt fyrir að staðkennsla taki við, verði fyrirlestrar áfram gerðir nemendum aðgengilegir á meira en einu formi. Þetta er ekki bragð latra nemanda í glímunni við morgundrauginn, heldur nauðsynlegt úrræði til að koma til móts við þann fjölbreytta hóp nema sem er á Heilbrigðisvísindasviði. Þar má nefna foreldra, fólk með fatlanir, fólk sem glímir við langvinna sjúkdóma og ekki síst þann stóra hóp nema sem vinna með námi, en því miður neyðast allt of margir stúdentar að vinna samhliða námi. Það tíðkast sérstaklega innan sviðsins að nemar vinni störf í vaktavinnu innan heilbrigðiskerfisins og þurfa þessir nemar einnig að geta nálgast fyrirlestra á óhefðbundnum tíma. Nemendur eiga ekki að þurfa að gera upp á milli hvort þau vinni næturvakt eða mæti á fyrirlestur daginn eftir. Upptaka fyrirlestra er aðgengismál. Með tilkomu nýs húsnæðis, Hús heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands við Læknagarð, er gert ráð fyrir að stór hluti af starfsemi sviðsins flytjist þangað. Það er verkefni næsta sviðsráðs, stúdentaráðsliða á Heilbrigðisvísindasviði og þeirra sem á eftir fylgja, að gæta hagsmuna stúdenta í öllum ákvörðunum sem snúa að uppbyggingunni í kringum Læknagarð. Hús Heilbrigðisvísindasviðs kemur til með að verða annað heimili nemenda á sviðinu. Því er mikilvægt að þverfagleg kennsla verði nú þegar aukin þegar flestar deildir Heilbrigðisvísindasviðs sameinast undir eitt þak og sviðið sem heild flyst alfarið í Vatnsmýrina. Á Heilbrigðisvísindasviði er að mörgu að huga, enda svið sem snýr að einum af framsæknustu geirum samfélagsins. Hvort sem það varðar úrbót á kennslu og námsmati, uppbyggingu í kringum Læknagarð eða önnur málefni, er mikilvægt að sterk rödd stúdenta sé til staðar við allar ákvarðanatökur. Hagsmunum stúdenta þarf að gæta, bæði með orðum og aðgerðum. Höfundur er í 1. sæti fyrir Röskvu á heilbrigðisvísindasviði fyrir kosningar til Stúdentaráðs og háskólaráðs sem fara fram á Uglu 23. og 24. mars.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun