Íslensk hönnun, vintage flíkur og skrjáfandi jakki á Söngvakeppninni Helgi Ómarsson skrifar 21. mars 2022 13:31 Helgi Ómarsson blaðamaður á Vísi var staddur á Söngvakeppninni. Vísir/Helgi Ómars Það fór varla framhjá neinum að Söngvakeppnin var haldin hátíðleg á dögunum þar sem þær Ey systur fóru með sigur á hólmi mörgum til mikillar ánægju. Keppendur voru hver öðrum glæsilegri og þar sem ég var á staðnum nýtti ég tækifærið og fékk að gluggast í hverju keppendur klæddust. Sigurdrottningarnar voru glæsilega klæddar en þær klæddust bæði gömlu og nýju. Sigga klæddist samfesting frá Hildi Yeoman, Elín Ey klæddist buxum, vesti og skyrtu úr frá Massimo Dutti og Beta klæddist einnig flíkum úr Spútnik. Eins og kom fram á Vísi í síðustu viku ætla þær að breyta um klæðnað fyrir Eurovision keppnina á Ítalíu í maí. Vísir/Helgi Ómars Reykjavíkurdætur klæddust hönnun eftir Sól Hansdóttir en innblásturinn var „kvenkyns erkitýpur“. Sól segir að þær hafi ekki verið einfaldaðar til að passa innan erkitýpunnar sinnar heldur hafi hún nýtt þá hugmyndafræði til að sýna hversu ólíkar þær séu. Þær hafi allar sína veikleika og styrkleika, en saman séu þær sterkastar. Vísir/Helgi Ómars Steinunn: „Steinunn er móðir hópsins og er mjög jarðtengd. Hún er tengd við silfur, steina og ál, sem var meira óhefðbundið efni sem var notað í hennar looki. En Steinunn var tengd við einhverskonar heilagleika og visku, hún bar kórónu úr álpappír og buxur hennar báru hundruð strimla úr álteppi. En álpappírinn er líka ‚refereance‘ í aðra framúrskarandi kvenkyns hljómsveit; Grýlurnar. Toppurinn hennar var úr silfruðu silki og var sniðið á toppnum mótað eftir fundnum steinum og grjóti,“ segir Sól. Vísir/Helgi Ómars Dísa: „Dísa er eldur. Hún er tengd við rauðan, ástríða og sterk nærvera, hún er smá púki og var kopar notaður í lookið sem tenging við eldinn. Hún er krókótt og kná og í gæti orðið hættuleg en krefst athygli og tekur yfir sviðið,“ segir Sól. Vísir/Helgi Ómars Ragga: „Ragga er tungl. Lookið hennar er límónu, föl gult og á að tákna mánaskin. Hún er í einfaldara looki en líkt og tunglið sker hún sig úr með nánast looki sem nánast endurvarpar ljósunum á sviðinu líkt og tungl á næturhimni. Hún er maðurinn á tunglinu, hún er mysterísk en skín skært. Hún ber brynju úr handgerðu resini sem er mótað til að líkjast einhverskonar mánaðasteinum. Hún skín í gegnum brynjuna,“ segir Sól Það er áhugavert að tengja við hvern klæðnað á restinni af meðlimum hljómsveitarinnar. Blær tengd við vatn og gegnsæi, Salka tengd við mysteríu, Steiney tengd við loft við vind, Þura tengd við gull og Karitas tengd við gróður og sveppi. Vísir/Helgi Ómars Katla vakti athygli fyrir glæsilega dragt en hún var sérsaumuð á hana af Berglindi Magnúsdóttur klæðskera. Innblástur dragtarinnar var David Bowie og 60‘s áratugurinn. Aðspurð hvaðan skartið var segir Katla að hún hafi gert flesta sjálf. „Ég er svona áhugaskartgripagerðakona, ef það er orð. Og svo gerði ég hálsmenið líka.“ Katla deildi með hálsmeninu með áhorfendum síðasta laugardag. Á meninu er giftingarhringur föður hennar Njál Þórðarson tónlistarmanni en hann féll frá aðeins 44 ára gamall eftir baráttu við krabbamein. Vísir/Helgi Ómars Stefán Óli og teymið hans vildu vekja athygli á lágstemmdan máta en allir meðlimir teymisins voru svartklæddir. Stefán segist svosem ekki hafa verið mikið í ákvörðunum hvað það varðar en var ánægður með útkomuna. Ég var sjálfur hluti af hans teymi og ákvað snemma að allir í hópnum ættu að vera svartklæddir. „Hugmyndin um ljósið voru að skilaboðin, röddin og grafíkin í atriðinu mundi vera spila stórt hlutverk í atriðinu.“ Við Ellen Lofts stílisti vorum mjög samstíga í þróuninni varðandi klæðnað. Á undanúrslitunum var jakkinn sem Stefán klæddist redding á síðustu sekúndu en jakkinn sem hafi verið valinn olli tæknilegum örðugleikum. „Það var búinn að redda svaka flottum og rándýrum jakka fyrir stóru kvöldin, en eitthvað varð til þess að ég heyrði bara skrjáf í eyrnahátölurunum eða „in ear“ og við gátum ekki fundið út úr því hvað varð til þess fyrr en ég fór úr jakkanum.“ Stefán klæddist skóm og buxum úr Selected og gervi-leðurs skyrtan var lánflík frá stílista. Vísir/Helgi Ómars Bakraddir Stefáns, tónlistarmaðurinn og einn höfunda lagsins Birgir Steinn og Helga Ingibjörg klæddust einnig svörtu. Birgir Steinn klæddist Le Daux, skóm frá Valentino og skart frá Sign og Helga Ingibjörg var í samfesting frá Andrea by Andrea, jakka frá Acne Studios og skart frá Sign. Vísir/Helgi Ómars Vísir/Helgi Ómars Hjartaknúsarinn Már Gunnarsson vann hjörtu landsmanna á kvöldinu sem og í hvert skipti sem hann opnar á sér munninn annars staðar. Hann var klæddur í glæsileg jakkaföt frá Kormáki og Skildi. Ísold var í hönnun eftir Sædísi Ýr fatahönnuð en hún segir að innblásturinn hafi meðal annars komið frá outfittum sem Liza Minelli og Grace Jones klæddust. Vísir/Helgi Ómars Tíska og hönnun Eurovision Ljósmyndun Samkvæmislífið Tengdar fréttir Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16 Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31 Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. 15. mars 2022 10:36 Elín Ey og Íris Tanja nýtt par Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Parið byrjaði nýlega saman og eru þær býsna lukkulegar með hvor aðra. Íris Tanja hefur stutt Elínu í gegnum Söngvakeppnina og er ánægð með árangurinn. 15. mars 2022 11:16 Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Sigurdrottningarnar voru glæsilega klæddar en þær klæddust bæði gömlu og nýju. Sigga klæddist samfesting frá Hildi Yeoman, Elín Ey klæddist buxum, vesti og skyrtu úr frá Massimo Dutti og Beta klæddist einnig flíkum úr Spútnik. Eins og kom fram á Vísi í síðustu viku ætla þær að breyta um klæðnað fyrir Eurovision keppnina á Ítalíu í maí. Vísir/Helgi Ómars Reykjavíkurdætur klæddust hönnun eftir Sól Hansdóttir en innblásturinn var „kvenkyns erkitýpur“. Sól segir að þær hafi ekki verið einfaldaðar til að passa innan erkitýpunnar sinnar heldur hafi hún nýtt þá hugmyndafræði til að sýna hversu ólíkar þær séu. Þær hafi allar sína veikleika og styrkleika, en saman séu þær sterkastar. Vísir/Helgi Ómars Steinunn: „Steinunn er móðir hópsins og er mjög jarðtengd. Hún er tengd við silfur, steina og ál, sem var meira óhefðbundið efni sem var notað í hennar looki. En Steinunn var tengd við einhverskonar heilagleika og visku, hún bar kórónu úr álpappír og buxur hennar báru hundruð strimla úr álteppi. En álpappírinn er líka ‚refereance‘ í aðra framúrskarandi kvenkyns hljómsveit; Grýlurnar. Toppurinn hennar var úr silfruðu silki og var sniðið á toppnum mótað eftir fundnum steinum og grjóti,“ segir Sól. Vísir/Helgi Ómars Dísa: „Dísa er eldur. Hún er tengd við rauðan, ástríða og sterk nærvera, hún er smá púki og var kopar notaður í lookið sem tenging við eldinn. Hún er krókótt og kná og í gæti orðið hættuleg en krefst athygli og tekur yfir sviðið,“ segir Sól. Vísir/Helgi Ómars Ragga: „Ragga er tungl. Lookið hennar er límónu, föl gult og á að tákna mánaskin. Hún er í einfaldara looki en líkt og tunglið sker hún sig úr með nánast looki sem nánast endurvarpar ljósunum á sviðinu líkt og tungl á næturhimni. Hún er maðurinn á tunglinu, hún er mysterísk en skín skært. Hún ber brynju úr handgerðu resini sem er mótað til að líkjast einhverskonar mánaðasteinum. Hún skín í gegnum brynjuna,“ segir Sól Það er áhugavert að tengja við hvern klæðnað á restinni af meðlimum hljómsveitarinnar. Blær tengd við vatn og gegnsæi, Salka tengd við mysteríu, Steiney tengd við loft við vind, Þura tengd við gull og Karitas tengd við gróður og sveppi. Vísir/Helgi Ómars Katla vakti athygli fyrir glæsilega dragt en hún var sérsaumuð á hana af Berglindi Magnúsdóttur klæðskera. Innblástur dragtarinnar var David Bowie og 60‘s áratugurinn. Aðspurð hvaðan skartið var segir Katla að hún hafi gert flesta sjálf. „Ég er svona áhugaskartgripagerðakona, ef það er orð. Og svo gerði ég hálsmenið líka.“ Katla deildi með hálsmeninu með áhorfendum síðasta laugardag. Á meninu er giftingarhringur föður hennar Njál Þórðarson tónlistarmanni en hann féll frá aðeins 44 ára gamall eftir baráttu við krabbamein. Vísir/Helgi Ómars Stefán Óli og teymið hans vildu vekja athygli á lágstemmdan máta en allir meðlimir teymisins voru svartklæddir. Stefán segist svosem ekki hafa verið mikið í ákvörðunum hvað það varðar en var ánægður með útkomuna. Ég var sjálfur hluti af hans teymi og ákvað snemma að allir í hópnum ættu að vera svartklæddir. „Hugmyndin um ljósið voru að skilaboðin, röddin og grafíkin í atriðinu mundi vera spila stórt hlutverk í atriðinu.“ Við Ellen Lofts stílisti vorum mjög samstíga í þróuninni varðandi klæðnað. Á undanúrslitunum var jakkinn sem Stefán klæddist redding á síðustu sekúndu en jakkinn sem hafi verið valinn olli tæknilegum örðugleikum. „Það var búinn að redda svaka flottum og rándýrum jakka fyrir stóru kvöldin, en eitthvað varð til þess að ég heyrði bara skrjáf í eyrnahátölurunum eða „in ear“ og við gátum ekki fundið út úr því hvað varð til þess fyrr en ég fór úr jakkanum.“ Stefán klæddist skóm og buxum úr Selected og gervi-leðurs skyrtan var lánflík frá stílista. Vísir/Helgi Ómars Bakraddir Stefáns, tónlistarmaðurinn og einn höfunda lagsins Birgir Steinn og Helga Ingibjörg klæddust einnig svörtu. Birgir Steinn klæddist Le Daux, skóm frá Valentino og skart frá Sign og Helga Ingibjörg var í samfesting frá Andrea by Andrea, jakka frá Acne Studios og skart frá Sign. Vísir/Helgi Ómars Vísir/Helgi Ómars Hjartaknúsarinn Már Gunnarsson vann hjörtu landsmanna á kvöldinu sem og í hvert skipti sem hann opnar á sér munninn annars staðar. Hann var klæddur í glæsileg jakkaföt frá Kormáki og Skildi. Ísold var í hönnun eftir Sædísi Ýr fatahönnuð en hún segir að innblásturinn hafi meðal annars komið frá outfittum sem Liza Minelli og Grace Jones klæddust. Vísir/Helgi Ómars
Tíska og hönnun Eurovision Ljósmyndun Samkvæmislífið Tengdar fréttir Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16 Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31 Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. 15. mars 2022 10:36 Elín Ey og Íris Tanja nýtt par Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Parið byrjaði nýlega saman og eru þær býsna lukkulegar með hvor aðra. Íris Tanja hefur stutt Elínu í gegnum Söngvakeppnina og er ánægð með árangurinn. 15. mars 2022 11:16 Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Pallborðið: Dramatíkin í Söngvakeppninni Það virtist koma flestum landsmönnum á óvart þegar Sigga, Beta og Elín höfðu betur gegn Reykjavíkurdætrum í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardag. En lá sigur þeirra ef til vill alltaf í loftinu? Er Twitter bara bergmálshellir og endurspeglar kannski ekki vilja þjóðarinnar? 17. mars 2022 12:16
Breyta búningunum fyrir Eurovision en ætla ekki að dansa Elín og Beta Eyþórsdætur ræddu sigurinn á Söngvakeppninni í Bítinu á Bylgjunni fyrr í dag. Þær eru á fullu að skipuleggja og æfa sig og ætla að gefa út nýja tónlist saman áður en þær fara út og eru því á leið í hljóðverið. 15. mars 2022 13:31
Reykjavíkurdætur höfðu forystu hjá dómnefnd og almenningi fyrir einvígið Búið er að opinbera niðurstöðurnar úr öllum hlutum Söngvakeppninnar á laugardag. Í nýrri fréttatilkynningu frá RÚV kemur fram að Reykjavíkurdætur hafi verið með forystu eftir fyrri hluta keppninnar en Elín, Sigga og Beta höfðu svo afgerandi sigur í símakosningunni í einvíginu sem tryggði þeim flugmiðann til Ítalíu. 15. mars 2022 10:36
Elín Ey og Íris Tanja nýtt par Tónlistarkonan Elín Eyþórsdóttir og leikkonan Íris Tanja Flygenring eru nýtt par. Parið byrjaði nýlega saman og eru þær býsna lukkulegar með hvor aðra. Íris Tanja hefur stutt Elínu í gegnum Söngvakeppnina og er ánægð með árangurinn. 15. mars 2022 11:16
Myndaveisla frá Söngvakeppninni á laugardag Eins og fór ekki framhjá neinum þá voru úrslit Söngvakeppninnar á laugardag og Íslendingar völdu framlag landsins til Eurovision í maí. Elín, Sigga og Beta Eyþórsdættur stóðu uppi sem sigurvegarar með lagið Með hækkandi sól. 14. mars 2022 13:31