Lýsir svakalegri sprengingu um fimmleytið Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. mars 2022 13:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Úkraínumenn höfnuðu í morgun kröfu Rússa um að leggja niður vopn í Mariupól og láta borgina af hendi. Minnst sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í Kænugarði í nótt, þar sem útgöngubanni verður komið á í kvöld. Íslendingur í Kænugarði segir borgarbúa enn þá fulla baráttuanda, þrátt fyrir nær linnulausar sprengingar. Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Talið er að um 300 þúsund manns séu enn í Maríupól, sem víðast hvar er rústir einar eftir ítrekaðar árásir Rússa. Varaforsætisráðherra Úkraínu segir Úkraínumenn og Rússa hafa komist að samkomulagi um átta „mannúðarhlið“ frá borgum Úkraínu í dag - þó ekki frá Maríupól, þar sem Úkraínumenn neituðu kröfu Rússa frá því í gær um að leggja niður vopn. Falli Maríupol í hendur innrásarhersins þýðir það að yfirráðasvæði Rússa og aðskilnaðarsinna í Donetsk, Luhansk og á Krímskaga tengist landleiðina. Breska varnarmálaráðuneytið segir þó helsta markmið Rússa nú að ná yfirráðum yfir Kænugarði. Að minnsta kosti sex eru sagðir hafa látist í árás Rússa á verslunarmiðstöð í borginni í nótt. Öflug sprenging er sögð hafa gjöreyðilagt bifreiðar á bílastæðinu fyrir utan miðstöðina og skilið eftir sig gíg og eldur sagður hafa kviknað í nærliggjandi húsum. Stórt svæði undir í árásinni Óskar Hallgrímsson íbúi í Kænugarði fór að vettvangi árásarinnar í morgun. „Við urðum vör við sprengingar í nótt og sérstaklega klukkan fimm varð svakaleg sprenging og mig grunar að þetta hafi verið það, því það komu fljótlega myndir af því á helstu fjölmiðla að það væri mikill eldur og annað,“ segir Óskar. „Þetta var rosalega stórt svæði en úkraínski herinn, þeir rifu af mér myndavélina og báðu mig að eyða nokkrum myndum því það er greinilega eitthvað þarna í kring sem þeir vilja alls ekki að sé verið að taka myndir af. Og þegar við vorum þarna fór ein loftvarnarsprengjan í gang, ég sá hana skjótast þarna upp í himininn. [...] En þeir hleyptu okkur í rauninni ekkert að, það eina sem við sáum voru brotnir gluggar og eitthvað. Þannig að ég sá í rauninni ekki skaðann eins og hann var í heildina.“ 35 klukkustunda útgöngubanni verður komið á í Kænugarði frá klukkan 20 í kvöld til sjö á miðvikudagsmorgun. „Andinn í borginni er ágætur. En það er náttúrulega mikill ótti í flestum,“ segir Óskar. Þá er ammóníumleki frá efnaverksmiðju í borginni Súmí í norðausturhluta landsins sagður hafa mengað útfrá sér á rúmlega tveggja kílómetra svæði, eftir árásir Rússa á verksmiðjuna. Rússar eru jafnframt sagðir hafa gert fyrstu árásir á íbúðarhús í hafnarborginni Odesa snemma í morgun. Joe Biden Bandaríkjaforseti fer til Póllands á föstudag, þar sem hann mun leggja til enn frekari þvinganir gegn Rússum vegna innrásarinnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01 Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01 Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Segja Rússa ætla að svelta Úkraínumenn til hlýðni Jack Watling, sérfræðingur hjá hugveitunni Royal United Services Institute í Lundúnum, segir átökin í Úkraínu vera að færast í annan fasa. Rússar muni einbeita sér að einni borg í einu og freista þess að svelta Úkraínumenn til hlýðni. 21. mars 2022 11:01
Hefur ekki heyrt í foreldrunum í sextán daga Úkraínsk kona sem búsett er hér á landi segir ástandið í Maríupól verra en Vesturlandabúar geri sér grein fyrir. Íbúðin hennar var sprengd upp í vikunni og hún hefur ekki heyrt í foreldrum sínum í sextán daga. 21. mars 2022 07:01
Hóta að draga þá sem ekki gefast upp í Maríupól fyrir herdómstól Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi í kvöld út yfirlýsingu þar sem verjendum Maríupól var gert að leggja niður vopn og yfirgefa borgina. Þeir sem geri það ekki verði dregnir fyrir herdómstól í Rússlandi. 20. mars 2022 23:53