Systkini bikarmeistarar og valin best með tveggja klukkutíma millibili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2022 14:30 Kolbrún María Ármannsdóttir og Ásmundur Múli Ármannsson með verðlaun sín sem mikilvægustu leikmenn úrslitaleikjanna. KKÍ/Bára Dröfn Stjarnan var lið helgarinnar í bikarkeppnum körfuboltans því alls unnu flokkar félagsins fimm bikarmeistaratitla af þeim níu sem voru í boði. Stjarnan varð ekki aðeins bikarmeistari í meistaraflokki karla heldur einnig í 9. flokki karla, 9. flokki kvenna, 10. flokki karla og 10. flokki kvenna. Þrír af þessum bikartitlum unnust á laugardaginn þar voru sterk fjölskyldutengsl í gangi. Systkinin Kolbrún María Ármannsdóttir og Ásmundur Múli Ármannsson unnu þá með sínum flokkum og faðir þeirra Ármann Múli Karlsson var liðstjóri karlaliðsins sem vann einnig bikarinn þennan sama dag. Það má heldur ekki gleyma að móðir þeirra, Stefanía Helga Ásmundsdóttir, varð Íslandsmeistari með Grindavík árið 1997, en varð síðan að leggja skóna snemma á hilluna. Það var ekki nóg með að hin fjórtán ára gamla Kolbrún María og hinn fimmtán ára gamli Ásmundur Múli hafi orðið bikarmeistarar með tveggja klukkutíma millibili því þau voru líka bæði kosin best í úrslitaleikjum sínum. Kolbrún María var með 18 stig, 15 fráköst, 4 varin skot og 4 stoðsendingar á 29 mínútum þegar 9. flokkur Stjörnunnar vann 60-37 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleiknum. Ásmundur Múli var með 24 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 25 mínútum þegar 10. flokkur Stjörnunnar vann 59-55 sigur á KR í bikarúrslitaleiknum. Kolbrún María varð síðan einnig bikarmeistari með 10. flokki kvenna daginn eftir og hafði auk þess fengið silfur í bikarkeppni stúlknaflokks á föstudagskvöldinu. Bikarmeistarar helgarinnar hjá KKÍ Meistaraflokkur karla: Stjarnan Meistaraflokkur kvenna: Haukar Unglingaflokkur karla: KR Drengjaflokkur: Fjölnir Stúlknaflokkur: Fjölnir 10. flokkur karla: Stjarnan 10. flokkur kvenna: Stjarnan 9. flokkur karla: Stjarnan 9. flokkur kvenna: Stjarnan Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Stjarnan varð ekki aðeins bikarmeistari í meistaraflokki karla heldur einnig í 9. flokki karla, 9. flokki kvenna, 10. flokki karla og 10. flokki kvenna. Þrír af þessum bikartitlum unnust á laugardaginn þar voru sterk fjölskyldutengsl í gangi. Systkinin Kolbrún María Ármannsdóttir og Ásmundur Múli Ármannsson unnu þá með sínum flokkum og faðir þeirra Ármann Múli Karlsson var liðstjóri karlaliðsins sem vann einnig bikarinn þennan sama dag. Það má heldur ekki gleyma að móðir þeirra, Stefanía Helga Ásmundsdóttir, varð Íslandsmeistari með Grindavík árið 1997, en varð síðan að leggja skóna snemma á hilluna. Það var ekki nóg með að hin fjórtán ára gamla Kolbrún María og hinn fimmtán ára gamli Ásmundur Múli hafi orðið bikarmeistarar með tveggja klukkutíma millibili því þau voru líka bæði kosin best í úrslitaleikjum sínum. Kolbrún María var með 18 stig, 15 fráköst, 4 varin skot og 4 stoðsendingar á 29 mínútum þegar 9. flokkur Stjörnunnar vann 60-37 sigur á Keflavík í bikarúrslitaleiknum. Ásmundur Múli var með 24 stig, 11 fráköst og 4 stoðsendingar á 25 mínútum þegar 10. flokkur Stjörnunnar vann 59-55 sigur á KR í bikarúrslitaleiknum. Kolbrún María varð síðan einnig bikarmeistari með 10. flokki kvenna daginn eftir og hafði auk þess fengið silfur í bikarkeppni stúlknaflokks á föstudagskvöldinu. Bikarmeistarar helgarinnar hjá KKÍ Meistaraflokkur karla: Stjarnan Meistaraflokkur kvenna: Haukar Unglingaflokkur karla: KR Drengjaflokkur: Fjölnir Stúlknaflokkur: Fjölnir 10. flokkur karla: Stjarnan 10. flokkur kvenna: Stjarnan 9. flokkur karla: Stjarnan 9. flokkur kvenna: Stjarnan
Bikarmeistarar helgarinnar hjá KKÍ Meistaraflokkur karla: Stjarnan Meistaraflokkur kvenna: Haukar Unglingaflokkur karla: KR Drengjaflokkur: Fjölnir Stúlknaflokkur: Fjölnir 10. flokkur karla: Stjarnan 10. flokkur kvenna: Stjarnan 9. flokkur karla: Stjarnan 9. flokkur kvenna: Stjarnan
Körfubolti Stjarnan Garðabær Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira