Skandall að mikilvæg tól sem hjálpa íslenskunni hafi verið á bak við lás og slá Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 28. mars 2022 09:30 Sveinbjörn hefur síðasta árið eða svo unnið að gerð orðabókarinnar. Þetta gerði hann allt í frítíma sínum og þiggur ekki krónu fyrir. vísir/arnar Ungur forritari sem var orðinn langþreyttur á að þurfa að greiða fyrir aðgang að Snöru tók málin í sínar hendur stofnaði fría orðabók á netinu. Hann segir skandal að stjórnvöld hafi ekki gert þetta fyrr. Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja. Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Hver kannast ekki við að þurfa að fletta upp orði í ensk-íslenskri orðabók, opna Snöru en lenda á vegg? Þeir dagar eru liðnir því nýlega opnaði ný ensk-íslensk orðabók á netinu, ensk.is, og hún er ókeypis öllum. Á bak við verkefnið stendur ungur forritari. „Ég var bara orðinn langþreyttur á því að það væri engin opin ensk-íslensk orðabók á netinu og ákvað hreinlega bara að gera eitthvað í því sjálfur,“ segir Sveinbjörn Þórðarson. Á annað hundrað orða á dag Sveinbjörn rakst á orðabók frá Geir T. Zoëga, fyrrum rektor við Menntaskólann í Reykjavík, frá árinu 1932. Geir T. Zoëga var bæði rektor og enskukennari við Menntaskólann í Reykjavík snemma á síðustu öld. Höfundarrétturinn á henni er ekki lengur í gildi og gat hann því skannað hana alla inn á netið og opnað hana. „Ég hef náttúrulega verið að bæta líka við þessa orðabók. Það eru mörg orð sem vantar eins og gefur að skilja fyrst hún er frá 1932. Þú finnur ekki orðið „computer“ (tölva) eða „helicopter“(þyrla) eða „nuclear weapon“ (kjarnorkuvopn) eða hvað það nú er. Það var hreinlega ekki búið að finna upp þessa hluti á þeim tíma,“ segir Sveinbjörn. Og þetta gerði hann allt í sjálfboðavinnu í frítíma sínum síðasta árið eða svo. „Ég svona hef bara verið að nota kvöldin mín í þetta, kannski reynt að fara í gegn um hundrað, tvö hundruð skilgreiningar á kvöldi,“ segir Sveinbjörn. Ráðherra tekur málið til sín Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra. Tungumálið er á hennar könnu. Að hans mati er það ótrúlegt að ráðamenn hafi ekki ráðist í þetta verkefni sjálfir. „Menn tala um málverndarstefnu og að vernda íslenskuna og svona en síðan bara... hvar eru gögnin? Hvar eru tólin sem við þurfum til þess að nota íslensku í alþjóðlegu umhverfi? Þau eru á bak við lás og slá. Og mér finnst það bara algjör skandall,“ segir Sveinbjörn. Þetta tekur Lilja Alfreðsdóttir menningarráðherra hálfpartinn undir, sem er ansi hrifin af nýju netorðabókinni. „Ég tek það bara til mín að við getum gert betur. Stjórnvöld eru þó búin að fjárfesta í máltækni áætlun fyrir rúma tvo milljarða sem þýðir að við ætlum að geta talað við tækin okkar á íslensku og erum auðvitað að fjárfesta heilmikið í þessu,“ segir Lilja.
Íslenska á tækniöld Stafræn þróun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira