Erlent

Einn látinn eftir að hvirfil­bylur gekk yfir út­hverfi New Or­leans

Atli Ísleifsson skrifar
Óveðrið þeytti upp bílum og svipti þökum af húsum í Arabi-hverfinu í New Orleans.
Óveðrið þeytti upp bílum og svipti þökum af húsum í Arabi-hverfinu í New Orleans. AP

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að stór hvirfilbylur gekk yfir bandarísku stórborgina New Orleans í gær og í nótt. Óveðrið þeytti upp bílum og svipti þökum af húsum í Arabi-hverfinu auk þess sem rafmagn fór af stórum hluta borgarinnar.

Úthverfin sem verst urðu úti í veðrinu löskuðust einnig gríðarlega þegar fellibylyrinn Katrína gekk yfir borgina árið 2005.

Hvirfilbylurinn orsakast af miklu veðrakerfi sem gengið hefur yfir hluta Bandaríkjanna síðustu daga og hefur þegar leitt til dauðsfalla í Texas og Oklahoma. 

Enn er verið að leita að fólki í New Orleans og tugir eru slasaðir eftir hamfarirnar.

Veðrakerfið hefur leitt til mikils úrhellis og sterkra vinda þegar það gekk yfir Louisiana, Mississippi og Alabama í gær.


Tengdar fréttir

Búa sig undir mikið óveður

Íbúar í Louisiana, Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum hafa verið varaðir við miklu óveðri sem er að skella á ríkin eftir að hafa skilið eftir sig slóð eyðileggingar í Texas. Óttast er að sterkir skýstrokkar myndist víða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×